Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Á vordögum mun Félag um átjándu ald- ar fræði fagna 25 ára afmæli. Félagið var stofnað 9. apríl árið 1994 og hefur vaxið og dafnað í áranna rás. Félagsmenn eru nú tæplega 340 talsins. Á ári hverju heldur fé- lagið þrjú málþing, í febrúar, apríl/maí og í október. Um næstu helgi, laugardaginn 9. febrúar, verður fyrsta málþing þessa árs, undir yfirskriftinni „Utangarðsfólk á átjándu öld“, haldið í Þjóðar- bókhlöðunni, fyrirlestrasal á 2. hæð, auk þess sem afmæli félagsins verður fagnað. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16.45. Félag um átjándu aldar fræði er þvervísindalegt fræðafélag sem hef- ur það að markmiði að efla og kynna rannsóknir á sviði átjándu aldar fræða og skyldra efna (á sum- um málþingum hefur viðfangsefnið einnig lotið að sautjándu eða nítjándu öld), m.a. með því að halda fræðafundi. Þeir sem kynnst hafa starfi félagsins, setið á málþingum þess og farið í sumarferðir þess, vita að starfið einkennist síst af öllu af þurrum fræðsluerindum heldur þvert á móti af líflegum og jákvæð- um fræðsluanda. Viðfangsefni á málþingum félags- ins eru mjög fjölbreytt. Á undan- förnum árum hefur m.a. verið fjallað um kveðjur og kveðjusiði, sögulegar skáldsögur, sögu Bessa- staða, gamansemi Íslendinga, hagi kvenna, hallæri og hörmungar, svo og ástir og örlög. Málþing um sjúk- dóma, lýðheilsu og aðra þætti heil- brigðismála, fornleifarannsóknir, bókmenntir, raunvísindi, húsakynni og híbýlaprýði, svo og listir hafa einnig verið haldin. Mannlíf átjándu aldar hefur verið skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Frægir einstak- lingar í sögunni hafa til dæmis ver- ið umræðuefni á málþingum. Þar má nefna ensku skáld- konuna Jane Austen, þýska stórskáldið og vísindamanninn Jo- hann Wolfgang von Goethe, Jörgen Jörg- ensen, sem betur er þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, og upplýsingarmann- inn Jean-Jacques Ro- usseau. Þekktir ís- lenskir embættismenn, sem fjallað hefur verið um, eru m.a. Skúli Magnússon landfógeti, Finnur Jónsson Skálholtsbiskup, Magnús Ketilsson sýslumaður, Stefán Þórarinsson amtmaður og Fjölnismaðurinn séra Tómas Sæ- mundsson. Þá er félaginu kappsmál að kynna reglulega nýjar rann- sóknir í sagnfræði og unga fræði- menn sem eru að stíga sín fyrstu skref á fræðilegum vettvangi. Vel hefur tekist til með að fá góða fyrirlesara til að tala á mál- þingunum. Þeir hafa komið úr ólík- um fræðigreinum, jafnt af sviði hugvísinda og raunvísinda. Um langt árabil hafa málþingin, sem að jafnaði eru haldin í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu, verið fjöl- sótt. Sú hefð hefur skapast að hafa langt kaffihlé að loknum tveimur erindum. Þá eru veitingar í boði fé- lagsins. Á síðasta málþingi félagsins, „Um kveðjur og kurteisi á átjándu og nítjándu öld“, bar góðan gest að garði þegar enski sagnfræðingurinn Penelope J. Corfield hélt erindi. Hún er varaforseti heimssamtaka félaga um átjándu aldar fræði, Int- ernational Society for Eighteenth- Century Studies, sem íslenska fé- lagið á aðild að. Öllum þeim sem áhuga hafa á átjándu aldar fræðum er velkomið að skrá sig í félagið. Málþing fé- lagsins eru hins vegar öllum opin sem og hinar árlegu sumarferðir. Á afmælisárinu verður margt spennandi á dagskrá. Meðal annars geta félagsmenn sótt heimsþing International Society for Eight- eenth-Century Studies, sem haldið verður í Edinborg dagana 14.-19. júlí. Heimssamtökin halda fjölmenn þing fyrir félagsmenn allra aðildar- þjóða fjórða hvert ár. Reglulega eru einnig haldin málþing á vegum Norðurlandafélaganna fimm. Eins og áður greinir verður ald- arfjórðungsafmæli félagsins fagnað á laugardaginn kemur, samhliða því að haldið verður fyrrgreint málþing um utangarðsfólk á átjándu öld. Lítilli afmælisveislu verður slegið upp í kaffihléi í tilefni af 25 ára far- sælu starfi. Á málþinginu mun Ólöf Garðars- dóttir, prófessor í sagnfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjalla um flakkara og förufólk; Sig- ríður Hjördís Jörundsdóttir, dokt- orsnemi í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, mun fjalla um niðursetninga á árinu 1703; Erla Dóris Halldórs- dóttir, doktor í sagnfræði og hjúkr- unarfræðingur, mun segja frá holdsveikum í íslensku samfélagi á átjándu og nítjándu öld; og Stein- unn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, mun segja frá nýjum rannsóknum sínum á stöðu þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu í erindi sem hún nefnir „Eyvindarmál hin fyrri – um afdrif þjófa og utangarðsfólks á sautjándu og átjándu öld“. Blómlegt starf Félags um átjándu aldar fræði í 25 ár Eftir Margréti Gunnarsdóttur » Félag um átjándu aldar fræði fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og heldur mál- þing á laugardaginn. Margrét Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Félags um átjándu aldar fræði. Hinn æðri máttur mannsins, sköp- unarkraftur verald- arinnar, sá kraftur, sem fær sólir til að lýsa og hnetti að snú- ast, gaf mönnunum í fornöld boð um að vera frjósamir og fjölga sér. Þeir höfðu heila jörð til að uppfylla. Sáðkornin bíða eftir því að fá að komast í móður jörð og spíra. Sekkir sáð- mannanna yfirfullir og akurlöndin tilbúin til sáningar. Langt er síðan í fornöld og margt breytt síðan þá. Nú er útsæði úr yf- irfullum sekkjum hellt í gúmmíposa, sem enda ferð sína úti í sjó eða sorp- tunnum. Það sem af slysni spírar í jörð er slitið upp með offorsi og fræðilegri nákvæmni og hent út, þótt sumt af því sé notað í ynging- arkrem fyrir konur sem verða kannski aldrei mæður og vilja prýð- ast æskunnar ljóma um ómælda framtíð. Seinni tíma kynslóð hefur útbúið uppskrift að lífsstíl sem er gagn- stæður formúlu lífsins, löggjafarvaldi himn- anna. Það er vandamál þessarar kynslóðar, hörmungar þessa nú- verandi jarðarmann- kyns í víðáttu alheims. Getnaðarvarnir, fóst- ureyðingar og allur annars konar ófrjósem- islífsstíll eru náttúru- hamfarir af mannavöld- um og eru í raun ekki annað en sjálfseyðing þeirra manna, sem ganga í berhögg við vilja sköpunar- máttarins, sem trúað fólk hefur um aldir og árþúsund kallað Guð. Mannfellir Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Getnaðarvarnir, fóst- ureyðingar og allur annars konar ófrjó- semislífsstíll eru náttúruhamfarir af mannavöldum. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 NÝ SENDING GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Íbúð óskast sem fyrst Fjölskylda sem var að flytja heim frá Svíþjóð óskar eftir 3ja-5 herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Reglusöm og reyklaus. Vinsamlega hafið samband við Kristínu í síma 768 6986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.