Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 46

Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 46
Ljósmynd/María Gomez Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Pavlova 4 eggjahvítur úr stórum eggjum (við stofuhita) 200 g súperfíngerður sykur (malaður á pulse) 1 tsk hreint vanilluextrakt ½ tsk cream of tartar eða 1 tsk af sítr- ónusafa, borðediki eða eplaediki (bara eitt af þessu). Ég notaði cream of tart- ar. 1 tsk kartöflumjöl (ekki sleppa) Ofan á: Drekaávöxtur, kíví, bláber, brómber, banani ½ lítri rjómi súkkulaðihúðuð Vill-hindber eða -blá- ber (fást í Krónunni og fullkomna kök- una) hreint Vill-mjólkursúkkulaði Vill-skógarberjahlaup 2 jarðarberjasmáskyrsdósir Aðferð: Byrjið á að hita ofninn á 175 C° blástur. Setjið svo eggjahvítur í hrærivél og byrjið að þeyta á miklum hraða í alveg fimm mínútur (takið tímann). Á meðan er gott að setja sykurinn í blandarann og stilla nokkrum sinn- um á pulse til að mala hann fínna en þó ekki eins fínan og flórsykur. Setjið svo sykurinn út í eggjahvít- urnar meðan þær eru enn að þeytast í tvennu lagi. Gott að láta 30 sek. líða á milli og haldið áfram að þeyta í eins og tvær mínútur í viðbót. Bætið svo við vanilluextraktinu og þeytið í mínútu í viðbót. Slökkvið nú á hrærivélinni og setj- ið cream of tartar og kartöflumjöl út í og hrærið með sleikju mjög varlega þar til það er komið vel inn í eggja- blönduna. Setjið svo bökunarpappír á plötu og teiknið eins og 23 cm hring. Setjið svo alla blönduna inn í hringinn og mótið fallegan botn með eins og smádæld í miðjunni. Stingið nú í ofninn og lækkið hit- ann strax niður í 95 C°og látið bak- ast í 90 mínútur. Þegar 90 mínútur eru liðnar slökkvið þá á ofninum og látið kök- una kólna þar inni eins lengi og kost- ur er. Best yfir nótt en annars ekki minna en tvo tíma. Því lengur sem hún er inni því seigari og sykurpúða- legri verður hún í miðjunni. Samsetning: Ekki setja á botninn fyrr en rétt áður en á að bera tert- una fram. Þeytið rjóma og bætið tveimur dósum af jarðarberjasmáskyri út í (þessar pínulitlu) og þeytið vel sam- an. Setjið næst rjómann vel ofan á pavlovuna. Skerið niður ávextina sem þarf að skera og dreifið yfir rjómann. Setjið svo hlaup og súkkulaði- húðuð bláber yfir á milli berjanna og endið á að setja súkkulaðibrot sem standa upp úr rjómanum. Berið strax fram og njótið í botn. Pavlovan sem enginn getur staðist Góð pavlova stendur ætíð fyrir sínu og hér gefur María Gomez á Paz.is okkur uppskrift- ina sína sem er sérdeilis girnileg eins og sjá má. María segir að galdurinn við vel heppnaða pav- lovu sé að hafa eggin við stofuhita og mala syk- urinn ögn í blandara til að hann smjúgi sem best inn í eggjahvít- urnar. Svo megi auðvit- að ekki gleyma sýru eða cream of tartar. Litskrúðug Það skiptir máli hvað sett er ofan á kökuna. Lekker og löguleg Flestar veislur verða betri þegar boðið er upp á svona kræsingar. 20% afsláttur af öllum vínylgólf- mottunum út febrúar Borðrenningur 100x35 cm Verð 4.000 kr. Borðrenningur 150x35 cm Verð 5.000 kr. U Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.