Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 48

Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 48
Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi 100% Merino ullarnærföt Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.run.is Kraftur fagnar á þessu ári 20 ára afmæli sínu og því var brugðið á það ráð að gefa LífsKraft út í nýrri og nútímalegri mynd. „Okk- ur fannst þetta bara viðeigandi. Af því að það er svolítið bara „fokk“ að greinast og „Fokk ég er með krabbamein“ er jú oftast það fyrsta sem kemur upp í kollinn á fólki þegar það greinist með krabbamein,“ segir Hulda Hjálm- arsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, um nafnið á bókinni er hún mætti í viðtal til Loga og Huldu í síðdegisþættinum á K100. Tékklistar og hagnýtar upplýsingar LífsKraftur, eða bókin „Fokk ég er með krabbamein“, inniheld- ur hagnýtar upplýsingar fyrir ein- staklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Tilgangur þessarar útgáfu er að safna saman á einn stað upplýsingum, fræðsluefni og bjargráðum sem koma að gagni fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Því hafi verið leitað til félagsmanna. „Til dæmis sett- um við inn tékklista hvað á að spyrja lækninn að í fyrsta viðtal- inu. Og hvað á að taka með sér á spítalann og fleira,“ útskýrir Hulda. Því sé þetta góð upp- flettibók og þarna sé til dæmis kafli sem er bara fyrir aðstand- endur, annar kafli fjallar um að fara aftur í út lífið og svo fram- vegis. „Þetta er því kannski ekki bók sem þú lest frá A-Ö heldur sem þú flettir í eftir tilefni hverju sinni.“ Bókin kom fyrst út árið 2003 og er þetta er fimmta útgáfan af LífsKrafti en við tókum mið af gömlu bókinni en ákváðum að end- urskrifa hana með það í huga að hún höfðaði betur til ungs fólks. Hún er eftir sem áður handbók um flest sem viðkemur krabba- meini og þær hugleiðingar sem fólk hefur um krabbamein,“ segir Hulda. Hún segir að bókin hafi verið tekin saman upphaflega af þeim sem þótti vanta hagnýtar upplýsingar á sínum tíma og að þessu sinni vildu þau bæta fullt af nýjum upplýsingum inn í bókina. Bókin er skrifuð af Krafti, í samvinnu við fagfólk sem kemur að krabbameinsgreindu ungu fólki. Velferðarráðuneytið styrkti útgáfu bókarinnar en fjölmargir aðrir lögðu félaginu lið með skrifum og ráðgjöf segir Hulda sem vill nú koma bókinni sem víðast og getur fólk haft samband við félagið. k100@k100.is Fokk ég er með krabbamein Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, hef- ur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd, nú undir heitinu „Fokk ég er með krabbamein.“ Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins. Útgáfu bókarinnar var fagnað á Alþjóðadegi krabbameins, mánudaginn 4. febrúar, í Kaffi Flóru í Laugardal. K100 Kraftur Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, hér með bókina sem inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Ljósmynd/Kraftur Samvinna Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, Laila Sæunn Pétursdóttir, verkefnastjóri Krafts, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri, Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, og Hildur Björk Hilmarsdóttir stofnandi Krafts Ljósmynd/Kraftur Heiðursgestur Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal Frú Vigdís Finn- bogadóttir sem er verndari Krabbameinsfélags Íslands en Kraftur er einmitt eitt af aðildarfélögum þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.