Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 51

Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 hana hafi karlarnir alltaf fengið að gera eitthvað skemmtilegra og áhugaverðara. En staðreynd- in er þó sú að ekkert gerði ömmu stoltari en þegar dætur hennar og dætur þeirra hafa staðið sig vel og náð langt. Ég er þakklát fyrir ömmu Gullu því auk þess að vera karl- remba var hún ein mín helsta fyrirmynd. Hún var sterk og stolt kona sem lét kyn sitt ekki stoppa sig. Elínborg Una. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Við kveðjum Gullu frænku með þakklæti og hlýhug. Eftir lifir minningin um stórhuga konu sem alltaf sýndi okkur kærleik, áhuga og vinsemd. Sú væntumþykja og húmor sem einkenndi samskipti þeirra systkina Gullu og pabba fylgir okkur inn í framtíðina. Á kveðjustund þeirra fyrir fimm árum hölluðu þau höfðinu hvort að öðru og sögðu: Þú varst nú alltaf svo ágæt og hún svaraði um hæl þú varst nú alltaf svo ágætur líka. Svo kímdu þau eins og þeim einum var lagið. Börnum Gullu, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum vottum við innilega samúð. Afkomendur Einars bróður, Eggert Ólafur, Magnea, Unnur og Áslaug. Húsin í hverfinu heima voru full af krökkum. Við stukkum á milli garða, í gegnum opnar dyr inn í þvottahús, sérstaklega eitt ákveðið þvottahús, upp í eldhús og hlupum svo út aftur. Í flest- um húsum unnu mömmurnar heima og tóku á móti hverjum sem birtist, hvort sem var í kaffitímanum eða utan hefð- bundinnar dagskrár, og settu á borð kaffibrauð eða rúgbrauð- sneið með smjöri. Sum hús voru þó opnari en önnur. Á einni hæðinni réð ríkjum sú kona sem var eins og huldukonan í klett- inum með sitt dúkaða ilmandi borð, Gunnlaug Eggertsdóttir sem bjó á efri hæðinni í húsinu fyrir ofan okkur með Jóhanni Friðrikssyni manni sínum og börnum. Eldhúsbekkurinn hennar var okkar griðastaður. Tengslin milli æskuheimilis míns og fjölskyldunnar hennar Gunnlaugar voru margslungin og sterk og hafa varað alla tíð síðan. Hún og Jóhann áttu sjö börn saman, en mamma og pabbi sex. Það leið varla ár án þess að ekki fæddist barn í öðru hvoru húsinu og jafnharðan kviknaði nýr vinskapur. Æska mín er samtvinnuð minningum af völundarhúsinu þeirra, kjall- aranum með öllum sínum óskil- greindu vistarverum, hringstig- anum sem liðaðist upp í eldhúsið og fallegu íbúðina, reiðtúrum hvenær sem færi gafst með Jó- hanni og systrunum uppi í Víði- dal og nágrenni, og dásamlegri dvöl á sumrin í sumarbústað þeirra við Selvatn. Gunnlaug var stórbrotin kona. Allt lék í höndum hennar, hannyrðir, garðrækt, matseld, spilamennska og lífið sjálft – en ekki síður ræktun í hinni stóru mynd; skógrækt og mannrækt. Í kringum hana var fjör, kraftur og gleði, þó að hún hefði auðvit- að þurft að hasta á mannskap- inn þegar mikið gekk á. Hún víl- aði ekkert fyrir sér, gekk til verka sinna með sjaldgæfum myndarskap og flutti heimilið hvert vor upp í sumarbústað þar sem hún skapaði sína paradís, sinn hulduheim. Hún og Jóhann, sem voru svo ólík en þó sem eitt, leyfðu okkur systrunum að dvelja þar með þeim eins mikið og okkur lysti – fyrir það örlæti er ég ævinlega þakklát. Á kveðjustundu sé ég Gunn- laugu fyrir mér brosmilda með þetta einstaka glimt í auga, með opinn faðminn á móti mér þegar ég birtist óvænt á eldhúsgólfinu. Það er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn, og ég get með sanni sagt að það fólk sem bjó í húsinu fyrir ofan okkar þegar við vorum lítil hafi átt sinn þátt í því að koma okkur til manns. Ég minnist einstakrar konu með mikilli hlýju og þökk. Guðrún Nordal. Þegar ég lít til baka til æsku- áranna finnst mér það hafa ver- ið ein helsta gæfa mín að hafa sem barn kynnst einstaklega góðu fólki, hvort sem það voru vinir foreldra minna eða ná- grannar. Í þessum hópi voru hjónin Jóhann Friðriksson og Anna Gunnlaug Eggertsdóttir sem nú er látin rétt um nírætt. Jóhann og Gunnlaug bjuggu ásamt börnum sínum í næsta húsi við foreldra mína ásamt sjö börnum sem voru á aldur við okkur systkinin sex. Samgangur var daglegur milli heimilanna og vinskapur náinn milli margra okkar sem hefur haldist alla tíð síðan. Heimili Jóhanns og Gunn- laugar á Laugarásvegi 13 stóð okkur ekki aðeins opið heldur dvöldum við oft og tíðum í sum- arbústaðnum við Selvatn á sumrin þangað sem fjölskyldan fluttist að vori. Þar var Jóhann með hesta en Gunnlaug stund- aði stórtæka skógrækt, ræktaði kartöflur og kál og tók á móti gestum. Í sumarbústaðnum var því í nægu að snúast. Gunnlaug lét sér fátt fyrir brjósti brenna, brunaði milli bæjarins og sumarbústaðar á Landróvernum og virtist aldrei muna um að bæta við einum eða fleiri krökk- um í aftursætin, það var alltaf nóg pláss og allir velkomnir. Gunnlaug er öllum ógleym- anleg sem henni kynntust. Hún rak stórt heimili af ótrúlegum myndarskap þar sem var eldað og bakað af meiri list en ég hef annars staðar kynnst og jóla- baksturinn var sérstakt til- hlökkunarefni. Allt lék í hönd- unum á henni og af mikilli aðdáun fylgdumst við með því þegar hún saumaði þjóðbúning á Ingibjörgu dóttur sína sem var einstök listasmíð. Gunnlaug hafði sérlega hlýja nærveru og það kom fyrir þegar við ætlum að heimsækja einhverja dótt- urina og hún fjarri, að sest væri niður við sjónvarpið með Gunn- laugu. Í Gunnlaugu komu saman sterkir íslenskir stofnar og viska kvenskörunga fyrri alda sem stóðu fyrir mannmörgum heimilum, héldu um alla þræði af ráðdeild og hagsýni, en ekki síður fádæma örlæti og gest- risni. Hún bar með sér traust ís- lenskt gildismat þess sem veit hvað mestu skiptir í lífinu án alls tildurs og hégóma. Hefði Gunnlaug reynt fyrir sér í atvinnulífinu hefði hún vafalaust rekið stórt og öflugt fyrirtæki af stórhug, en hlut- verk hennar, eins og margra kvenna af hennar kynslóð, var að rækta fjölskylduna og sitt nánasta umhverfi. Hún kom glæsilegum barnahópi til manns sem hefur erft í ríkum mæli þau gildi sem Gunnlaug stóð fyrir og þeim og öðrum afkomendum hennar færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Það var mikil gæfa að kynnast Gunnlaugu og njóta leiðsagnar hennar í æsku og hafa hana að fyrirmynd á fullorðinsárum. Salvör Nordal. Elsku besta amma mín. Ég mun alltaf minnast þín með bros á vör. Ég á svo ótrúlega margar góðar minningar um þig. Þær allra bestu sem munu alltaf standa upp úr eru án efa allar góðu stundirnar uppi í sumó þegar öll fjölskyldan sameinað- ist og þú gerðir þér lítið fyrir og eldaðir þvílíkar veislumáltíðir ofan í allan mannskapinn í litla eldhúsinu þínu. Það er svo lýs- andi fyrir þig; alltaf með hend- urnar standandi fram úr erm- unum að snúast í kringum okkur fólkið þitt. Þú varst alltaf svo dugleg að gera eitthvað með okkur barna- börnunum. Drífa alla út á skíði og þá dugði náttúrlega ekkert minna en að vera með heitt kakó í brúsa og smurt nesti fyr- ir alla strolluna. Eitt af því sem við vorum nokkuð duglegar að gera saman var að baka fyrir jólin. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ég hafi lært af meistaranum, því bakst- urinn var að sjálfsögðu ekkert bara einhvern veginn. Kökurnar þurftu að hafa sitt lag og aðeins örfáar komust í gegnum gæða- skoðun frú Gunnlaugar og ofan í kökuboxið. Líklegast bara þær sem þú gerðir þar sem ég hef aldrei verið góð í fagurfræðilega hlutanum, en góðar voru þær! Mér eru líka mjög minnis- stæðar heimsóknirnar til þín á Laugarásveginn og allar flottu veislurnar sem þú riggaðir upp þar. Við höfum náttúrlega báðar haft orð á okkur fyrir að vera miklar selskapskonur þannig að okkur leiddist nú alls ekki að vera í góðu partíi í svona glæsi- legu húsi. Því er ég mjög glöð að við skyldum ná að halda svona vel upp á níræðisafmælið þitt síðasta sumar. Þú skemmtir þér svo vel og dansaðir og söngst. Ég er svo ánægð með öll þessi ár sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Hvíldu í friði, elsku besta. Þín nafna, Anna Gunnlaug Friðriksdóttir. Elsku amma mín, stoð mín og stytta og besti vinur í lífi sem vissulega gat verið stormasamt, er fallin frá. Það var sama hversu stormar voru stríðir í til- verunni, ég gat alltaf leitað til ömmu og hún veitti mér skjól, hlýju og ástúð. Það er einhvern veginn ómögulegt að missa ömmu. Hún var svo stór hluti af lífinu, svo mikilvæg, svo gáfuð og svo góð. Samband mitt og ömmu var alveg einstakt, hún var sú sem ég gat treyst fyrir öllu. Amma var alltaf svo létt í skapi, alveg ótrúlega skemmti- leg og fróð kona. Hún ferðaðist um öll heimsins höf og sagði mér margar skemmtilegar sögur. Um jólin vorum við vanar að eyða tíma saman við árlegan jólabakstur og möndlugrautar- gerð, síðast fyrir þessi jól. Ég bjó uppi í sumarbústað hjá ömmu um tíma og tók þátt í öllu þar. Þar var trjá- og blóma- rækt í forgrunni, hestamennska, silungsveiði og margt annað. Amma var mjög fær sem hús- móðir hvort sem var í matseld, bakstri, handavinnu, ræktunar- starfi eða öðru. Hún sýndi mér svo margt og kenndi. Ég vil þakka ömmu fyrir allt sem hún hefur gefið mér og fjöl- skyldu minni. Ég mun ávallt minnast elsku ömmu. Hún verð- ur alltaf fyrirmyndin mín, besta fyrirmyndin. Magnea Þóra Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGMARSDÓTTIR, lést að morgni þriðjudagsins 29. janúar á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. febrúar klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Bjarnason Alda Benediktsdóttir Björg Bjarnadóttir Sigmar Bergvin Bjarnason Þóra Berg Jónsdóttir Alma Bjarnadóttir Perrone Antonio Perrone Bjarni Bjarnason Margrét Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR GUNNLAUGSSON prentari, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 30. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. febrúar klukkan 15. Innilegar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir góða þjónustu og hlýlegt viðmót. Gunnlaugur Hilmarsson Reyndís Harðardóttir Þorkell Svarfdal Hilmarsson Hrafnhildur Hartmannsdóttir Gunnar Þór Hilmarsson Hilmar Hilmarsson Marta Þórunn Hilmarsdóttir Vermundur Ágúst Þórðarson Hildur María Hilmarsdóttir Þórarinn Þorfinnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR RAGNAR SIGURBRANDSSON bóndi, Ytri-Múla, Barðaströnd, lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði aðfaranótt 3. febrúar. Útförin fer fram frá Hagakirkju laugardaginn 9. febrúar klukkan 14. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahúss Patreksfjarðar fyrir umönnun og hlýju. Ása G. Einarsdóttir Ólafía S. Einarsdóttir Axel Jónsson Hjálmar I. Einarsson Unnur E. Hálfdanardóttir Jakob Einarsson Fanney I. Halldórsdóttir Auðbjörg J. Einarsdóttir Marinó E. Gylfason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENNY ALBERT JENSEN, kjötiðnaðarmeistari, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð sunnudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. febrúar klukkan 13.30. Jónína Guðjónsdóttir Albert Jensen Britta Jensen Erik Jensen Ingibjörg Stella Bjarnadóttir Rigmor Jensen Friðþór Harðarson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sæbóli í Aðalvík, síðast búsett á Kópavogsbraut 1b, lést sunnudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 14. febrúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Jóns Stefánssonar, reikningur 0133-15-10085, kennitala 610218-0750. Guðrún Hoyer Þorgilsdóttir og fjölskylda Völundur Þorgilsson og fjölskylda Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN SIGURJÓNSSON múrari, lést miðvikudaginn 30. janúar á hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hans fer fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, miðvikudaginn 13. febrúar klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun og hlýju. Ólöf G. Hafsteinsdóttir Ásgrímur L. Ásgrímsson Sólveig S. Hafsteinsdóttir Rannver H. Hannesson Jórunn I. Hafsteinsdóttir Ólafur G. Magnússon Marteinn Már Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, AUÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kópavogstúni 12. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 12-E á Landspítalanum fyrir góða umönnun og hlýju. Hilmar Viggósson Viggó Einar Hilmarsson Elín Jóhannesdóttir Hilmar Óli Viggósson Sigrún Anna Viggósdóttir Valur Ari Viggósson Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA ÞORBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR, Safamýri 71, lést á heimili sínu föstudaginn 1. febrúar. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristinn Sæmundsson Ingvar Kristinsson Sólveig Guðlaugsdóttir Sæmundur Kristinsson Stella Kristinsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.