Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 54
54 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Fæst í apótekum og almennum verslunum.
fyrir góða tannheilsu
Millitanna burstar sem hreinsa vel á
milli tannanna og nudda tannholdið
TRAV-LER burstarnir innihalda
klórhexidin sem tryggir
hreinlætið og gerir þá
margnota. Eru til í mörgum
grófleikum, allt eftir bili á
milli tanna hvers og eins.
Góð tannheilsa bætir almenna líðan og rannsóknir sýna að það
geta verið bein tengls milli slæmrar munnheilsu og sjúkdóma
eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma.
SOFT-PICKS losa auðveldlega
matarrestar milli tannanna, frábærir
mjúkir tannstönglar sem hreinsa vel
og nudda tannholdið í leiðinni.
Fást í þremur stærðum.
Gunnar Ingvarsson á 85 ára afmæli í dag. Hann hefur veriðbóndi á Efri-Reykjum í Biskupstungum alla sína tíð og býr þarenn.
„Ég fæddist á Miðhúsum hér skammt fyrir ofan en kem hérna að
Efri-Reykjum 6 ára gamall. Við vorum lengi með sauðfjár- og kúabú-
skap en svo breyttist það upp úr 1970 þegar þetta sumarbústaðavesen
byrjaði. Það hlóð mjög upp á sig og í dag eru þetta um 100 bústaðir
sem eru í landi Efri-Reykja.“
Efri-Reykir eru um 7-8 kílómetra fyrir neðan Úthlíð en þetta svæði
er líklega ein fjölmennasta sumarbústaðabyggðin á landinu.
„Aðalframkvæmdin voru samt þessar boranir sem ég fór í á landinu
um 1987-88. Þeir skipta orðið hundruðum bústaðirnir sem nýta heita
vatnið, allir bústaðirnir í Úthlíð og á Brekku er heilmikið af bústöðum
líka.“
Rúnar Gunnarsson er núna orðinn aðaleigandi að Efri-Reykjum, en
hann á líka afmæli í dag (sjá hina síðuna á Íslendingaopnunni). „Ég lét
hann taka við þessu fyrir nokkrum árum, við hjónin erum orðin svo
gömul,“ en kona Gunnars er Kristín Johansen og eru þau barnlaus.
„Hann var búinn að vera hér mikið í sveit, ein 20 sumur og var líka
farinn að koma hingað á veturna og sem betur fer vildi hann taka við
jörðinni.“
Gunnar er lítið fyrir að halda upp á afmæli. „Ég veit ekki til þess að
neitt stórvægilegt sé um að vera í tilefni dagsins.“
Hjónin Gunnar og Kristín með Ástu Rós Rúnarsdóttur, nýfædda 2005.
Hundrað bústaðir í
landi Efri-Reykja
Gunnar Ingvarsson er 85 ára í dag
B
jörn Eyvindur Pét-
ursson fæddist 7. febr-
úar 1929 á Grettisgöt-
unni í Reykjavík og
ólst upp í Reykjavík og
hefur alltaf átt heima þar. Hann var
í sveit í Gröf í Miðdölum, hjá Sess-
elju móðursystur sinni, í fimm sum-
ur og einn vetur.
Björn varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1950 og tók
fyrrihlutapróf í verkfræði frá Há-
skóla Íslands 1954. Hann tók próf í
vélaverkfræði frá DTH í Kaup-
mannahöfn 1957.
Björn var verkfræðingur hjá
Járnsteypunni hf. í Reykjavík 1957-
61. Var verkfræðingur hjá
verkfræðideild Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli 1961-64 og hjá
Mjókursamsölunni í Reykjavík
1964-67. Hann var síðan aftur verk-
fræðingur hjá verkfræðideild Varn-
Björn E. Pétursson verkfræðingur – 90 ára
Hjónin Elísabet og Björn stödd í Borgarnesi. Þau eru dugleg að fara þangað en Elísabet fæddist þar.
Veiðir enn lax og spilar
bridge þrisvar í viku
Sjómaðurinn Björn í Bjarnarfirði á Ströndum. Hann tók pungapróf eftir að
hann fór á eftirlaun, en hann á hlut í bát og jörð á Kaldrananesi II.
60 ára brúðkaupsafmæli Hinn
7. febrúar 1959 gengu í hjóna-
band Þór Magnússon og Una
Stefanía Sigurðardóttir. Sama
dag var frumburður þeirra, Jón-
björg, skírð.
Demantsbrúðkaup
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is