Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 57

Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu sjálfum þér trúr og reyndu ekki að gera þér upp skoðanir á mönnum og mál- efnum. Gættu þess að gefa ekki svo mikið frá þér að þú eigir ekkert aflögu handa sjálfum þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Samstarfsmenn þínir sækja í þig um of svo þú þarft að læra að verja þig ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki. Vertu varkár í dag því þú kynnir ella að þurfa að greiða háan reikning. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur öll tök á því að læra sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við þá sem standa þér næst, það er maka og nána vini. Vertu því varkár í umgengni þinni við aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Grasið er ekkert grænna handan girð- ingarinnar. Til allrar hamingju kanntu vel við að grúska í einrúmi þessa dagana. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú stendur frammi fyrir verkefni sem krefst allrar þinnar atorku og útsjónarsemi. Notaðu daginn og talaðu við foreldri eða mik- ilvæga manneskju í þínu lífi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sum mál eru þannig vaxin, að það þarf hreinlega að setja á pappír kosti þeirra og galla til þess að heildarmyndin blasi við. Þú þarft bara að takast á við vandann með hetjulund. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Vendu þig á að líta á björtu hliðarnar því þannig hefur lífið mest gildi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt einhverjir kasti að þér hnút- um í dag skaltu láta sem ekkert sé. Hugur þinn er opinn fyrir undrum, og opinn hugur finnur alltaf meira en hann leitar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gerðu hvaðeina sem þér kemur til hugar til þess að auka við þekkingu þína. Teygðu þig út á ystu nöf í kunningjahópnum, biddu fólk að vísa þér á einhverja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skemmtileg neyð gæti komið upp í líki óvæntra og svangra gesta. Það þarf ekki að vera neikvætt að þarfnast einhvers og gæti hugsanlega verið styrkur þinn í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Með örlítilli þolinmæði og smá hug- kvæmni áttu að geta fellt alla hluta saman þannig að úr verði heil mynd. Finndu þeim því farveg þar sem þeir fá notið sín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert í náðinni þessa dagana en mátt gá að þér því skjótt skipast veður í lofti. Zen- meistarar vita hvernig á að yfirvinna persónu- legar langanir og gera það sem gera þarf. Guðmundur Arnfinnsson yrkirog kallar „Heiða“: Undir himninum bláum og breiðum hún birtist á vormorgni heiðum á blómskrýddum kjól, það var blikandi sól og bjart yfir öllum leiðum. Helgi R. Einarsson skrifar mér og segir, að hann hafi lesið grein í blöðunum þar sem reynt er að rétt- læta gróðursetningu pálmatrjáa á klakanum! Segir það Holu – Hjálmar, sem hjólar um götur og skálmar: „Ef bæta á borg og byggja fínt torg verða að vera þar pálmar.“ Því þykir mér vænt um að mér verða stundum á pennaglöp að oft bregðast menn skemmtilega við og svo var núna. Sigmundur Bene- diktsson skrifaði í Leirinn á þriðju- dag og kallar „Ættarstöður“: „Þeg- ar ég las Vísnahornið í Mogga í dag og sá að ég var þar skráður Magn- ússon, datt þessi vísa upp alveg óvart: Eflast mínar ættarstöður, ennþá mun á nýjum von. Eg hef fengið aukaföður orðinn líka Magnússon. Ég bið afsökunar á þessum mis- tökum. Pétur Stefánsson yrkir og kallar „Bakstur“: Andans deig ég hræri og hræri, hress og kátur laus við þref. Sérhvern dag ég lifi og læri leikinn þann að yrkja stef. Sigmundur Benediktsson kann- ast við þetta: Aldrei líður efnisskort óðinn við að baka, er þó hugsi um það hvort úr því verði kaka. Nú eru veðrabrigði í lofti. Ing- ólfur Ómar Ármannsson yrkir á Boðnarmiði: Veðurhvinur úti er ýfast bylgjur ránar. Lægðin geyst um frónið fer fönn og klaki hlánar. Þannig er hljóðið í Hallmundi Kristinssyni: Leiðindaveður og lélegt skyggni vér látum ei á oss fá. Bílstjórar reyna með hugdirfsku og hyggni að hanga veginum á. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Heiða, pennaglöp og bakstur „ég stóÐ ekki meÐ honum í eitt skipti. hann hefur aldrei leyft mér aÐ gleyma því.” „áttu einhverjar bækur um sparnaÐ á hundraÐkall?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sakna. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EKKI STRAX! NÝR HLJÓÐMAÐUR ÞÚ ERT MEÐ FLÆR! ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA HUNDINUM ÚT ÚR HÚSINU UNDIR EINS! ÞAÐ ER ORÐIÐ OF SEINT! ÉG ER ÞEGAR BÚINN AÐ SMITA HANN! BÆKUR Víkverji er með böggum hildarþessa dagana. Enn eitt keppnis- tímabilið er farið í súginn hjá hans mönnum í Vesturbænum, og það er bara febrúar. Nú kynnu menn að spyrja hvers vegna Víkverji er svona svartsýnn þrátt fyrir að ekki hafi verið spilaður einn einasti leikur á Íslandsmótinu og ekki stendur á svari: Jú, þeir unnu Reykjavík- urmótið enn einu sinni. x x x Í minningu Víkverja hefur þaðnefnilega haldist í hendur að vel- gengni á Reykjavíkurmótinu hefur sjaldnast skilað sér inn í sumarið. Minning Víkverja er reyndar ekki byggð á hávísindalegri athugun og gæti raunar verið alröng, en engu að síður hefur það jafnvel verið léttir fyrir hann þegar KR-ingarnir standa sig ekki neitt sérstaklega vel á vorin. Það helst kannski í hendur við það að þá eru væntingarnar minni og því minna svekkelsi ef liðið verður ekki Íslands-, bikar- og Evr- ópumeistari á komandi tímabili. x x x Einn vinnufélagi Víkverja sá aum-ur á honum, vitandi það hver skoðun hans á Reykjavíkurmótinu væri, og reyndi að hughreysta hann. Bikar væri jú alltaf bikar og því ætti hann að gleðjast, jafnvel þótt KR ynni ekki neitt annað í ár. Víkverja leið nú ekki miklu betur við það. x x x Eða hvað? Er ekki löngu tímabærtað Reykjavíkurmótið fái ögn meiri viðurkenningarsess í íslensk- um knattspyrnuheimi? Þarna mæt- ast bestu knattspyrnulið lang- stærsta sveitarfélagsins og keppa um heiðurinn að vera meistari Reykjavíkur, Reykjavíkurmeist- arar. Ekki skemmir fyrir að KR hef- ur unnið þennan titil oftar en hin lið- in. Enda væri annað skrítið í ljósi þess að liðið heitir bókstaflega Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Það er rökrétt að það sé með fleiri titla en til dæmis Glímufélagið Ármann. Hver veit, kannski nú þegar Víkverji hefur hafið þetta mót upp til skýjanna mun það verða upphafið að glæstu sumri! Hver veit, það er nú bara febrúar. vikverji@mbl.is Víkverji Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. (Sálm: 36.8)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.