Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Canada Goose Langford Parka er framúrskarandi vörn
gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar
verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum.
CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU
www.nordicstore.is
Opið kl . 9 -22 alla daga
C
a
n
a
d
a
G
o
o
se
L
a
n
g
fo
rd
P
a
rk
a
k
r.
11
9
.9
9
0
Kuldaþol: -25°C
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Enski leikarinn, kyntáknið og
kvikmynda- og sjónvarpsþátta-
stjarnan Idris Elba mun fara með
aðalhlutverkið í næstu kvikmynd
Baltasars Kormáks, Deeper, sem
tökur hefjast á hér á landi í lok
maí á þessu ári. Þetta staðfestir
Baltasar sem er staddur í Los
Angeles þegar blaðamaður nær
tali af honum, erindi leikstjórans
þar að vinna í kvikmyndahandriti
sem nefnist Arctic 30 og að funda
með ráðamönnum fyrirtækisins
sem framleiðir Deeper, MGM.
Tökur myndarinnar munu fara
fram í nýju myndveri framleiðslu-
fyrirtækis Baltasars, RVK Stud-
ios, í Gufunesi og á hafi úti, lík-
lega í Faxaflóa, að sögn leikstjór-
ans. „Þetta verður sennilega
fyrsta stóra myndin sem verður
tekin öll upp á Íslandi,“ bendir
Baltasar á, „stúdíóið býður upp á
þennan möguleika, að gera þetta.“
Hann segir fjölda Íslendinga
munu koma að gerð myndarinnar
og einhverja útlendinga, eins og
gefur að skilja. „Þetta hefur verið
draumur minn, að reisa þetta
stúdíó og geta komið með verkefni
til Íslands og unnið það,“ segir
Baltasar og stutt er í að sá
draumur verði að veruleika.
Hann er spurður að því hvort
fleiri leikarar hafi verið ráðnir í
kvikmyndina og segir hann svo
ekki vera, verið sé að skoða þau
mál en Elba sé í burðarhlutverk-
inu. „Þetta er svolítið mikið „one
man show“ en við vorum einmitt
að ræða um aðra leikara á fundi í
gær hjá MGM. Það er bara ekki
komið lengra en planið er að taka
myndina í lok maí, byrja tökur þá
og þetta er komið á fullt, byrjað
að byggja og svona.“
Lét færa tökurnar
–Vildir þú fá Elba í hlutverkið?
„Já, þetta var algjörlega minn
draumur að fá hann og fyrst var
mér sagt að það gengi ekki, að
hann væri að gera eitthvað annað
á þessum tíma. Þá lét ég færa tök-
urnar og þetta gekk upp,“ svarar
Baltasar. „Stúdíóið var einmitt að
tala um það í gær hvað það væri
ánægt með að ég hefði ýtt svona á
þetta, hann er svo funheitur núna,
karlinn,“ bætir leikstjórinn við
sposkur. Elba sé á miklu flugi
þessa dagana. „Ég vildi fá ein-
hvern með mikla persónutöfra því
hann heldur eiginlega uppi mynd-
inni.“
–Ertu búinn að hitta Elba?
„Já, já, við erum búnir að hitt-
ast tvisvar og þetta er bara frá-
bær náungi og flottur gaur. Þann-
ig að þetta er bara spennandi.“
Flottur gaur
Kvikmyndin segir af fyrrverandi
geimfara sem ræður sig í hættu-
legt verkefni, að kafa niður á
mesta dýpi sjávar. Er Deeper lýst
sem yfirskilvitlegri spennumynd á
hinum ýmsu kvikmyndavefjum og
mun Elba lenda í miklum háska á
ferð sinni í sérhönnuðu djúpsjáv-
arfari, eins og nærri má geta,
óvæntir atburðir munu eiga sér
stað.
Baltasar er spurður að því hvort
hlutverk Elba sé hetjuhlutverk og
segir hann svo ekki vera. „Nei,
þetta er „twisted“ gæi og þetta er
mikið innra ferðalag,“ segir hann
og að myndin falli ekki í flokk svo-
kallaðra „survival“ kvikmynda,
þ.e. kvikmynda sem fjalla um fólk
sem þarf að berjast fyrir lífi sínu
andspænis náttúrunni. Hún sé
miklu heldur sálartryllir, „psycho
thriller“ eins og það heitir á
ensku.
–Þú vilt yfirleitt hafa allt sem
raunverulegast í þínum kvikmynd-
um, tókst Djúpið og Adrift til
dæmis að mestu leyti upp úti á sjó
en þú ferð varla að kafa með Idris
Elba niður á hafsbotn?
Baltasar hlær að spurningunni
og segir það því miður ekki mögu-
legt. Hann reyni þó alltaf að hafa
sem mest raunverulegt í sínum
kvikmyndum, hvort heldur er á
sjó eða landi. Í Everest hafi hann
til að mynda tekið upp eins stóran
hluta kvikmyndarinnar og hægt
var á fjallinu.
Milli Adrift og Everest
–Hvernig er þessi kvikmynd á
framleiðsluskalanum ef þú berð
hana t.d. saman við seinustu kvik-
mynd þína, Adrift?
„Hún er aðeins stærri en Adrift,
einhvers staðar á milli hennar og
Everest. Það er sá staður sem ég
hef viljað vera á, mér var boðið að
gera Hobbs and Shaw sem er um
200 milljóna dollara mynd en ég
hafnaði því. Ég hef ekki áhuga á
að fara inn í þann geira, mér
finnst gefa mér meira frelsi að
gera myndir eins og þessa sem
kosta um 30 til 35 milljónir doll-
ara,“ svarar Baltasar en til skýr-
ingar þá er Hobbs and Show af-
leggjari af hasarmyndasyrpunni
Fast and the Furious og segir af
tveimur harðhausum úr þeim
bálki.
Blaðamanni leikur að lokum for-
vitni á að vita meira um Arctic 30
sem Baltasar minntist á í byrjun
viðtals. „Það er mynd sem ég er
búinn að vera að vinna í, rosa flott
verkefni sem vonandi getur farið
fljótlega í gang,“ segir Baltasar.
Myndin mun fjalla um áhöfn skips
Greenpeace-samtakanna, Arctic
Sunrise, sem var handtekin af
rússneskum yfirvöldum árið 2013
eftir að hafa farið upp á olíubor-
pall Gazprom til að mótmæla olíu-
vinnslu. Baltasar segist vera með
fleiri verkefni í pípunum, m.a. fyr-
ir Netflix. „Það er ýmislegt í
gangi,“ segir hann, hinn rólegasti
yfir öllu annríkinu.
Stjarna Idris Elba hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, m.a. The Wire, og hér er hann í hlutverki
harðsvíraða rannsóknarlögreglumannsins Johns Luther í sakamálaþáttunum Luther sem RÚV hefur sýnt lengi vel.
Baltasar á bólakaf með Elba
Idris Elba fer með aðalhlutverkið í næstu kvikmynd Baltasars Kormáks, Deeper, sem segir af
hættuför í hyldýpi sjávar Alfarið tekin upp á Íslandi Draumur að rætast, segir Baltasar
Iðinn Baltasar Kormákur.
Morgunblaðið/Einar Falur
Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suð-
urnesjum hefur notið mikilla vin-
sælda í Hljómahöllinni í Reykja-
nesbæ síðustu misseri. Hún verður
haldin í síðasta skipti nú á næstu
mánuðum og hefst með tónleikum
helguðum söngvaskáldinu Gunnari
Þórðarsyni í kvöld, 7. febrúar, kl. 20.
Þá verður dagskrá helguð Ellý Vil-
hjálms 7. mars og loks Jóhanni G.
Jóhannssyni 4. apríl.
Markmiðið með tónleikaröðinni er
að vekja athygli á ríkum tónlistar-
arfi Suðurnesjamanna með afslöpp-
uðum stofutónleikum þar sem sam-
an fara ljósmyndir, sögur og tónlist.
Að tónleikunum standa Dagný Mag-
gýjar handritshöfundur og kynnir,
Arnór B. Vilbergsson organisti í
Keflavíkurkirkju og Elmar Þór
Hauksson söngvari. Í tilkynningu
segja þau tónlistarröðinni hafa verið
vel tekið frá upphafi en hún hófst ár-
ið 2016 og hefur fjallað um níu
söngvaskáld fyrir fullu húsi.
„Þetta hefur verið skemmtilegt
verkefni og frábært hvað því hefur
verið tekið vel en það er óhætt að
segja að við séum komin með okkar
fastagesti sem kaupa miða á alla
tónleikana á hverju ári. En nú er svo
komið að við höfum fjallað um helstu
söngvaskáldin svona fyrir utan þá
sem eru starfandi í dag svo við telj-
um að nú sé tímabært að hætta,
nema annað komi í ljós,“ segir
Dagný.
Óhætt er að segja að vagga ís-
lenskrar popptónlistar sé á Suður-
nesjum, þar sem íslenska bítla-
tónlistin sprakk út, og þaðan hafa
komið ófáir tónlistarmenn sem sett
hafa sitt mark á tónlistarsögu Ís-
lands. „Listinn er langur og má þar
nefna Hljómafélaga Gunna Þórðar
og Rúnna Júll, Þorstein Eggertsson
textaskáld Íslands og hinn íslenska
Presley, Magnús og Jóhann, Villa
Vill, Magga Kjartans, Bjartmar Guð-
laugs og áfram má telja.“
Gunnar Þórðarson
hylltur í Hljómahöll
Söngvaskáld á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Eggert
Virtur Gunnar Þórðarson hefur
markað spor í tónlistarsöguna.