Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Það varð titringur í samfélagibíóáhugafólks þegar til-kynnt var að The Favour-ite, nýjasta mynd gríska
leikstjórans Yorgos Lanthimos, yrði
aðeins sýnd einu sinni í bíó. Fólki
þótti sæta furðu að mynd eftir einn
nafntogaðasta leikstjóra samtíma-
listabíósins færi ekki í almennar sýn-
ingar. Viðbrögðin létu heldur ekki á
sér standa, það seldist hratt upp á
sýninguna og aukasýningu var bætt
við. Þegar óskarstilnefningarnar voru
kynntar, þar sem myndin fékk heilar
tíu tilnefningar, var loks ákveðið að
setja myndina í almennar sýningar.
Það er samt undarlegt að ekki skuli
hafa verið tekinn séns á þessari mynd
til að byrja með. Óttinn við að lista-
bíóið skili ekki tekjum er tilhæfulaus í
þessu tilfelli, þetta er búningadrama
og þau eru sívinsæl meðal ákveðins
hóps, Lanthimos er stórstjarna sem á
sér fjölda aðdáenda hérlendis og
myndin inniheldur marga fræga leik-
ara sem hjálpar ævinlega til við að
trekkja að.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem til
stendur að svipta kvikmynda-
áhugafólk sýningum á rjóma lista-
bíósins, í fyrra sýndu kvikmynda-
húsin til dæmis myndina Phantom
Thread eftir Paul Thomas Anderson
ekki nema einu sinni eða tvisvar,
þrátt fyrir að hún þætti ein besta
mynd ársins. Það er greinilegt að
meginstraumsbíóin vanmeta oft hvað
þau eru með í höndunum, sem er leið-
indamál. Engu að síður er fagnaðar-
efni að The Favourite sé komin í al-
mennar sýningar, búið að splæsa í
textun og allt, og því þarf ekki að
kvarta meir.
Mögnuð saga
The Favourite fjallar um Önnu
drottningu (Olivia Colman) sem réð
yfir breska konungsveldinu í upphafi
18. aldar þegar Bretar voru í stríði við
Frakka. Anna er plöguð af þrálátum
sýkingum og er því illa á sig komin
bæði líkamlega og andlega og varla
fær um að sinna stjórnsýslustörfum.
Hennar hægri hönd, trúnaðarvin-
kona og elskhugi, greifynjan Sarah af
Marlbourough (Rachel Weisz),
stjórnar því landinu fyrir hönd henn-
ar hátignar. Sarah er með drottn-
inguna í vasanum, hún er gríðarlega
útsmogin, hikar ekki við að fá vilja
sínum framgengt og lætur Önnu oft
taka óvinsælar ákvarðanir sem eru
Söruh til framdráttar.
Dag einn kemur ung kona, Abigail
Hill (Emma Stone), til hallarinnar í
von um að fá starf. Abigail er frænka
Söruh og fæddist inn í göfuga fjöl-
skyldu en eftir að faðir hennar tapaði
öllu í fjárhættuspilum og seldi Abigail
frá sér er hún orðin lágstéttarkona.
Sarah sér aumur á henni og veitir
henni starf í eldhúsinu. Það líður ekki
á löngu áður en Abigail hefur komið
sér í mjúkinn hjá drottningunni og
það verður ljóst að Abigail mun sví-
fast einskis til að velta Söruh úr sessi
og endurheimta stöðu sína sem heldri
dama.
Lanthimos bregður hér út af van-
anum, þar sem hann hefur yfirleitt
skrifað handritið að myndum sínum
sjálfur, í samstarfi við Efthymis
Filippou. Myndin er því nokkuð frá-
brugðin fyrri verkum hans og er
raunsæislegri en t.a.m. The Lobster
(2015) og The Killing of a Sacred
Deer (2017) sem eru sveipaðar töfra-
raunsæislegum blæ. Furðulegheitin
krauma undir niðri í The Favourite
en gjósa ekki alveg upp á yfirborðið.
Handritið er eftir Deboruh Davis,
sem er svo gott sem óþekkt í heimi
kvikmyndanna því þetta er hennar
fyrsta handrit. Verkið hefur verið af-
ar lengi í fæðingu, Davis hóf skriftir
árið 1998, en þessi langi meðgöngu-
tími skilar sér í frámunalega vandaðri
lokafurð með mögnuðum persónum
og samtölum. Bygging sögunnar er
líka óaðfinnanleg, upplifunin að horfa
á The Favourite er líkt og að horfa á
spennutrylli því hún er svo þétt og
spennuþrungin.
Búningadrama sem bragð er að
Sjálf hef ég ekki hrifist af bún-
ingadramanu í gegnum tíðina þar
sem ég á gjarnan erfitt með að tengj-
ast persónunum. Ég á bágt með að
finna samúð með veruleikafirrtri
breskri valdastétt sem belgir sig út af
kökum og hugsar bara um heiður og
álit annarra fyrirmenna. Vandamál
þeirra virðast oft svo yfirborðskennd.
Líkt og hefðbundnu búningadrama
sæmir fjallar The Favourite um heið-
ur, völd og pólitískar vendingar. Hún
sker sig þó úr þar sem myndin er
fyrst og fremst persónudrifin; mest
áhersla er lögð á persónur Önnu, Sö-
ruh og Abigail og þeirra tilfinningalíf.
Það er allt gert til þess að tengja
áhorfendur við þessar þrjár persónur
og sýna að undir öllum stælunum og
rjómabollukjólunum eru manneskjur
af holdi og blóði sem þrá það sem all-
ar manneskjur þrá; ást og viðurkenn-
ingu. Umgjörðin er afhjúpuð með
meistaralegum hætti og gert ljóst að
það er ekkert eðlilegt eða náttúrulegt
við þessa hárkolluprýddu heldri stétt
og það að vera drottning er full-
komlega sturlað dæmi.
Þrátt fyrir að kvikmyndin byggist
á raunverulegum persónum er farið
nokkuð frjálslega með sögulegar
staðreyndir. Það er að sjálfsögðu hið
besta mál því þetta er bíómynd, ekki
kennsluefni. Bæði Sarah og Abigail
eiga til dæmis í ástarsambandi við
drottinguna, sem er ekki staðfest
samkvæmt heimildum að ég tel, en
þetta bætir sterkri frásagnarlegri
vídd við söguna og eðli ástarsam-
banda er kannað með áhugaverðum
hætti. Abigail dregur drottninguna á
tálar til að ná sínu fram og nokkuð
ljóst að hún er ekki raunverulega ást-
fangin. Þótt samband Söruh og Önnu
sé ansi brenglað er það á vissan hátt
heilbrigðara en samband drottning-
arinnar og Abigail af því það byggist
síður á lygum. Ég má til með að
drepa niður í samtali, þar sem Anna
og Sarah ræða um Abigail:
Anna: Ég vildi óska að þú gætir elskað
mig eins og [Abigail]!
Sarah: Óskarðu þess að ég ljúgi að þér?
„Ó þú ert líkt og engill fallinn af himn-
um ofan, yðar hátign.“ Nei. Stundum
líturðu út eins og greifingi. Og getur
treyst á mig til að segja þér það.
Anna: Af hverju?
Sarah: Af því ég neita að ljúga! Það er
ást!
Ástin er ekki skilyrðislaus og
grundavallast ekki á innantómri að-
dáun og skjalli. Raunverulegt ástar-
samband byggist á gagnkvæmri
greiðastarfsemi. Svo er bara mis-
sjúklegt hvernig þessum greiðaskipt-
um er háttað.
Rammsterk umgjörð
Sviðsmynd, búningar og kvikmynda-
taka í The Favourite eru mikið
augnakonfekt. Búningarnir eru í takt
við tísku þessa tímabils en hafa samt
sem áður nútímalegan brag þar sem
búningahönnuður hefur tekið sér
visst skáldaleyfi. Sviðsmyndin í höll-
inni er vitaskuld mjög flókin og íburð-
armikil og það er auðvelt að gleyma
sér við að rýna í hana.
Leikkonurnar þrjár, Olivia Col-
man, Rachel Weisz og Emma Stone,
eru hver annarri stórkostlegri. Col-
man túlkar hina sjúku drottningu af
ótrúlegu næmi, það er mikill þungi í
flutningi hennar og líkamsburði, sem
endurspeglar þunglyndi persónunn-
ar. Þær eru allar þrjár tilnefndar til
Óskarsverðlauna sem er ekki að
undra því það er erfitt að gera upp á
milli þeirra, allar vinna þær leiksigur.
Hvert einasta smáatriði í The Fav-
ourite er úthugsað, óvænt og hlaðið
og útkoman er frámunalega heillandi
bíómynd. The Favourite er skínandi
perla og skylduáhorf fyrir allt kvik-
myndaáhugafólk.
Ást er aldrei skilyrðislaus
Háskólabíó
The Favourite Leikstjórn: Yorgos Lanthimos. Handrit:
Deborah Davis og Tony McNamara.
Kvikmyndataka: Robbie Ryan. Klipping:
Yorgos Mavropsaridis. Aðalhlutverk:
Olivia Colman, Emma Stone, Rachel
Weisz Nicolas Hoult, Joe Alwyn. 120
mín. Bretland og Bandaríkin, 2018.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Kvikmyndaperla Rachel Weisz og
Olivia Colman í The Favourite sem
rýnir telur skylduáhorf fyrir allt
kvikmyndaáhugafólk.
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimiliS Ö N G L E I K U R I N N
MIÐASALAN
ERHAFIN