Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 07.02.2019, Qupperneq 68
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 NIDAROS WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS Nýtt 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR 1 2 3 4 5 6 7 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort Latex - 5 cm 3 Softflex svampur - 3 cm 4 7 svæða pokagormar - 15 cm 5 Stuðningssvampur 6 Stuðnings-pokagormar - 13 cm 7 Mjög sterkur viðarrammi - 12 cm NIDAROS N°6729 160x200 cm 239.900 kr. Nú179.900 kr. 180x200 cm 249.900 kr. Nú186.900 kr. HÖFUÐGAFL N°04 160x200 cm 59.900 kr. Nú 44.900 kr. 180x200 cm 69.900 kr. Nú 49.900 kr. Vetrarhátíð verður sett í kvöld og stendur út laugardag. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins. Setningin fer fram við Hallgrímskirkju og hefst kl. 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetn- ingin Passage eftir listamannahóp- inn Nocturnal frá Nýja-Sjálandi og verður henni varpað á kirkjuna. Vetrarhátíð sett við Hallgrímskirkju FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Þrettán Íslendingar hafa leikið í efstu deild karla í þýska fótbolt- anum og þrír þeirra léku á þriðja hundrað leiki. Alfreð Finnbogason hefur skorað 32 mörk fyrir Augs- burg frá því hann kom þangað ár- ið 2016 og er þegar orðinn þriðji markahæstur af Íslendingunum. Farið er yfir sögu Íslendinga í þýsku deildinni í íþróttablaðinu. »4 Þrettán Íslendingar í efstu deild Þýskalands ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Í dag verður opnuð í Kiasma, Sam- tímalistasafni Finnlands í Helsinki, umfangsmikil einkasýning Hrafn- hildar Arnardóttur myndlistarkonu sem einnig er þekkt sem Shoplifter. Sýninguna kallar Hrafhildur Nervescape eða Taugafold VIII en sú sjöunda í röð þeirra innsetninga var sett upp í Listasafni Íslands 2017 og vakti mikla athygli. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hrafnhildi því hún verður fulltrúi Íslands á Feneyja- tvíæringnum í ár og verður sýn- ing hennar þar opnuð í maí. Sýning Hrafnhildar opnuð í Kiasma Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Save the Children, ein stærstu al- þjóðlegu, frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna í heiminum, fagna 100 ára afmæli í ár. „Í tilefni tímamótanna leggjum við áherslu á að fá stjórnvöld og almenning í lið með okkur til að gera enn betur fyrir börn sem búa við ofbeldi og beinum sjónum okkar sérstaklega að börnum sem búa við stríðs- ástand,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Erna segir að söfnun til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi haldi áfram í ár, en samtökin, með stuðn- ingi styrktaraðila sinna og utanrík- isráðuneytisins, sendu 28 milljónir króna til Sýrlands fyrir áramót og ráðgera að senda um 22 milljónir til Jemen innan skamms. „Stofnandi samtakanna, Eglantyne Jebb, sagði fyrir 100 árum að öll stríð væru stríð gegn börnum og það er sorg- legt til þess að hugsa að aðstæður barna séu enn í dag svona skelfileg- ar eins og raun ber vitni – og það af mannavöldum.“ Barnaheill taka þátt í áskorun al- þjóðasamtakanna um að ráðamenn heims taki höndum saman um að gera stríðandi fylkingar ábyrgar fyrir þeim aðstæðum sem þær setji börn í með stríði. Erna segir að auk þess vilji Barnaheill að stjórnvöld tryggi að Ísland tengist ekki vopna- flutningum á nokkurn hátt og að yf- irvöld stöðvi alla slíka háttsemi, sé hún raunin, því öll stríð bitni á börnum. Auk mannúðaraðstoðar í Sýrlandi og Jemen eru Barnaheill á Íslandi með í undirbúningi þróunarsam- vinnuverkefni í Úganda sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Barnaheill í 30 ár Barnaheill á Íslandi hafa nú starfað í 30 ár. Erna bendir á að áherslan hafi alla tíð verið á börn á Íslandi og stærsta baráttumálið verið vernd barna gegn hvers konar ofbeldi. „Við höfum ásamt mörgum öðrum lagt okkar af mörkum til þess að breyta samfélaginu með vit- undarvakningu, fræðslu og for- vörnum,“ segir hún og leggur áherslu á að Barnasáttmálinn, sem var formlega samþykktur á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og lögfestur á Alþingi 2013, sé leiðarljós samtakanna. Eins megi nefna að Barnaheill hafi barist fyrir gjaldfrjálsri tannlæknaþjónustu fyr- ir börn og gjaldfrjálsri grunn- menntun. „Undanfarin ár höfum við unnið að „Vináttu“, forvarnaverk- efni gegn einelti í leikskólum og grunnskólum og það er í fullum gangi.“ Erna nefnir auk þess mikil- vægi ábendingahnappsins á heima- síðunni (barnaheill.is). „Þar getur fólk tilkynnt um ólöglegt og óviðeig- andi efni og hegðun á netinu en verkefnið er unnið í samstarfi Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra.“ Þrátt fyrir að vera lítil samtök innan alþjóðasamtaka Save the Children hafa Barnaheill mikilvægt hlutverk á alþjóðavísu og taka full- an þátt í heimsátaki samtakanna „Stöðvum stríð gegn börnum“ í til- efni aldarafmælisins. „Við skorum á stjórnvöld, atvinnulífið og almenn- ing að taka þátt í að styðja börn sem búa við þær skelfilegu að- stæður sem stríðsástand er og krefjumst þess að stríðandi fylk- ingar séu dregnar til ábyrgðar gagnvart þeim mannréttindabrotum sem unnin eru á degi hverjum gagnvart saklausum börnum,“ segir Erna. Barnaheill Erna Reynisdóttir í hópi barna í Suður-Afríku. Áhersla er á að stöðva stríð gegn börnum. Til varnar börnum  Barnaheill skora á stjórnvöld, atvinnulífið og almenning að taka þátt í að styðja börn sem búa við stríðsástand
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.