Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Side 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 Það var fleira fréttnæmt viðsigur New England Patriotsá Los Angeles Rams í of- urskálarleiknum í NFL-ruðn- ingnum í Atlanta í Bandaríkjunum um síðustu helgi en það að Tom Brady hefði unnið sinn sjötta titil. Á sunnudagskvöldið var 53. of- urskálarleikurinn leikinn en þetta var í fyrsta skipti sem karlkyns klappstýrur tóku þátt. Napoleon Jinnies og Quinton Peron hvöttu lið sitt, LA Rams, en alls eru 40 í klappstýruliðinu. Úrslitaleikurinn og þar á meðal tvíeykið fær mikla athygli út á þetta en ofurskálarleik- urinn er vinsælasta sjónvarpsefnið vestra. Jinnies og Peron eru fyrstu karl- kyns klappstýrunar í NFL auk Jesse Hernandez, sem er í liði New Orleans Saints. Hernandez hefur einmitt lýst því yfir að hann hefði farið í prufur eftir að hafa fylst með Peron og Jinnies. Aldrei verið bannað Karlmenn hafa áður tekið þátt í at- riðum með einhverjum NFL-liðum en hafa þá verið kallaðir „brellu- karlar“ eða ámóta. Peron og Jinnes eru fyrstu karlmennirnir sem taka fullan þátt og gera sömu hreyfingar og konurnar í klappstýruliðinu. Þeir eru báðir með langa menntun að baki í dansi og voru á meðal þeirra 300 sem tóku þátt í prufum til að komast í liðið í fyrra. Það hefur samt aldrei verið bannað að hafa karlmenn í klappstýruliðum í NFL-deildinni en þetta hefur ekki tíðkast. Hinsvegar er tiltölulega algengt að sjá karla og konur saman í klappstýruliðum í háskólaruðningi í Bandaríkjunum. Þetta er framtíðin Steven Leslie er einn fjölmargra aðdáenda LA Rams og hefur ekki misst af leik síðustu fjögur ár. „Þeir eru mjög vinsælir. Þessir tveir strákar eru frábærir. Þeir eru búnir að vera æðislegir alla leiktíð- ina. Það er enginn búinn að vera að berjast gegn þeim eða eitthvað álíka vitlaust, þeim hefur bara verið tekið fagnandi. Þetta hlaut að ger- ast, það er árið 2019 núna,“ sagði hann í samtali við Radio 1 News- beat og endurspeglar viðhorf þorra aðdáendanna. „Mér finnst þetta frábært og ég held að þetta eigi eftir að vera svona í framtíðinni í hinum liðunum líka,“ sagði hann. Framsækið lið LA Rams Þetta þýðir samt ekki að þeir hafi ekki lent í neinu mótlæti, ekki síst í upphafi tímabilsins, sem end- urspeglaðist í ljótum orðum fylg- ismanna liðsins á vellinum og á samfélagsmiðlum. Þeir enda leiktíð- ina hins vegar í ofurskálarleiknum, búnir að vinna hug og hjörtu flestra. Aðdáendur liðsins eru stolt- ir af því að klappstýruliðið end- urspegli viðhorfið í Los Angeles, sem sé að fagna fjölbreytileika og skilja engan útundan. Fyrsti svarti leikmaðurinn í NFL spilaði einmitt fyrir Rams, Kenny Washington, árið 1946 og liðið var jafnframt það fyrsta sem valdi sam- kynhneigðan leikmann, sem var kominn út úr skápnum, Michael Sam, árið 2014. „Þrátt fyrir það sem hefur gerst höfum við vel getað tekist á við þetta því við vitum að fólkið okkar styður okkur. Fjölskyldan okkar styður okkur, stelpurnar og stór- borgin LA,“ sagði Peron, sem er 26 ára, við Los Angeles Times. „Þeir eru svo stórkostlegir dans- arar að þegar fólk sér þá koma fram og dansa, skiptir það um skoðun. Allt gengur svo full- komlega upp,“ sagði stjórnandi klappstýruliðs Rams, Keely Fim- bres, við sama blað. „Allur heimurinn, sérstaklega skemmtanaiðnaðurinn, er staður sem er opinn fyrir möguleikum. Ef þú ert hæfur til starfsins, hví ekki að gera það?“ sagði Jinnies, sem er 28 ára gamall, í samtali við CBS. Framkvæmdastjóri Rams, Kevin Demoff, sagði að Peron og Jinnies, hefðu staðið sig svo vel á prufunum að þeir hefðu átt skilið að vera með. Aðlagað að þeim Rams aðlagaði liðið að þessari breytingu. Hannaður var sérstakur búningur fyrir strákana og þeir jafnframt látnir sleppa því að veifa dúskum. Danssporunum hefur að einhverju leyti verið breytt eins og í þá veru að gera stærri og kraft- meiri handahreyfingar. Loks dansa klappstýrunar ekki lengur við lög sem eru ekki við hæfi fyrir blönduð kynjalið eins og t.d. „Diamonds Are a Girl’s Best Friend“ og „Single Ladies (Put a Ring on It)“. „Við vildum sýna öllum að við værum glöð og stolt af fjölbreytn- inni hjá okkur,“ sagði Fimbres. Peron og Jinnies hafa sagt frá því í viðtölum að margir karlmenn hafi rætt við þá um hversu spenntir þeir séu fyrir að fara í prufur fyrir klappstýruliðin í NFL-deildinni. Þetta er því væntanlega upphafið að einhverju meira og stærra. Tímabærar breytingar Napoleon Jinnies og Quinton Peron urðu fyrstu karlkyns klappstýrurnar til að taka þátt í ofur- skálarleik í NFL-ruðningi þegar lið þeirra, Los Angeles Rams, mætti New England Patriots í Atlanta í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is AFP Klappstýran Quinton Peron með fleiri klappstýrum úr liði sínu í úrslitaleiknum á milli New England Patriots og Los Angeles Rams sem fram fór á Mercedes-Benz-vellinum í Atlanta í Georgíu um síðustu helgi. Quinton Peron (t.v.) og Napoleon Jinnies í atriði með hinum 38 klappstýr- unum í LA Rams. Þeir eru fyrstu karldansararnir í NFL-deildinni og urðu jafn- framt þeir fyrstu til að dansa í ofurskálarleik. AFP BRASILÍA Íbúar í suðaustur- hluta Brasilíu þar sem stífl a sprakk fyrr á árinu eiga á hættu að smitast af ýmsum sjúk- dómum. Hundruð létust í slysinu og er enn verið að leita að fólki á svæðinu. Vandamálið nú er mengun af völdum þungmálma og mikil hætta er á ýmsum magakveisum. Eftir einhverja mánuði er hætta á að smitsjúkdómar breiðist út og sníkjudýr sömuleiðis. Mæla vísindamenn með því að bólusett verði strax gegn gulusótt. Ennfremur þurfi að fylgjast vel með andlegri heilsu íbúanna eftir svona mikið áfall. JEMEN Samvaxnir tvíburar fæddust í Jemen fyrir um tveimur vikum. Þeir eru með aðskilin lungu og hjörtu en deila nýrum og fótum. Yfi rlækn- ir á sjúkrahúsinu í Sanaa hefur óskað eftir því að þeir fái að yfi rgefa landið til að geta gengist undir aðgerð til þess að aðskilja þá. Búnaður til aðgerðar- innar er ekki fyrir hendi á sjúkrahúsinu en landið er í molum eftir stöðug átök að undanförnu. PÁFAGARÐUR Frans páfa hefur verið boðið að milljón dalir renni til góðgerðarfélags að hans vali. Skilyrðið er að páfi muni gerast vegan yfi r páskaföstuna, eða í alls 40 daga. Genesis Butler, 12 ára baráttukona, skrifaði í bréfi til páfa að við yrðum að bregðast við ástandinu. Hún sagði að ef fl eiri færu að borða grænmetisfæði myndi það vernda jörðina og hjálpa þeim verst stöddu. Undir bréfi ð skrifa einnig m.a. Paul McCartney og Brigitte Bardot. Frans páfi lifi r hófsömu lífi en í heimalandi hans, Argentínu, er hinsvegar borðað mikið kjöt. HOLLAND Hollenskir vísindamenn eru forviða eftir að 20.000 dauðum eða dauðvona svartfuglum skolaði upp á strönd í landinu. Fuglarnir eru allir að deyja úr hungri. Vísindamenn vita ekki hvað veldur og hafa miklar áhyggjur. Sama er ekki í gangi í nágrannalöndunum og ekki hafa fundist merki um að þetta sé af völdum mengunar. Sterkir vindar og slæmt veður gæti hafa haft áhrif en þykir ekki nægja til að útskýra fyrirbærið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.