Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019
VETTVANGUR
Hugmyndafræðileg við-fangsefni stjórnmálannaá undanförnum árum
hafa að verulegu leyti snúist um
annað en hið hefðbundna þrætu-
epli á milli vinstri og hægri um
skatta. Umhverfismál, jafnrétt-
ismál, þjóðerni og innflytjenda-
mál, alþjóðasamstarf og milliríkja-
viðskipti; allt eru þetta
grundvallar-viðfangsefni sem hafa
verið fyrirferðarmikil á sviðinu.
Og það með réttu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt
gott til málanna um þetta allt. Á
sama tíma skynja sjálfstæðismenn
vel hve mikla sérstöðu flokkurinn
hefur – og ber um leið mikla ábyrgð
– þegar kemur að því að stemma
stigu við skattlagningaráráttunni
sem er alltof útbreidd í stjórn-
málum.
Að skattleggja bratt
og hratt
Í fyrstu ræðu minni um málefni
ferðaþjónustunnar sem ráðherra
málaflokksins, á fundi hjá Íslands-
stofu 23. febrúar 2017, vék ég að
hinni lífseigu og þrálátu umræðu um
gjaldtöku og freistaði þess að dempa
þær raddir frekar en hitt. Svo gripið
sé niður í ræðuna:
„Gjaldtaka er vinsælt umræðuefni
en mér finnst umhugsunarefni
hversu mikil orka fer í þá umræðu.
Ferðaþjónusta er ekki lengur nein
aukabúgrein heldur ein mikilvægasta
atvinnugrein þjóðarinnar. Við byggj-
um virkjanir fyrir tugi milljarða til að
gera stóriðju mögulega, í þeim til-
vikum þar sem við álítum það skyn-
samlegt og hagkvæmt. Við hljótum á
sama hátt að geta byggt göngustíga
og aðra nauðsynlega aðstöðu til að
gera ferðaþjónustu mögulega.“
Mánuði síðar kynnti þáverandi
fjármálaráðherra, formaður Við-
reisnar, áform sín um að hækka
virðisaukaskatt á ferðaþjónustu um
níu milljarða króna árið eftir – og
síðan um 16 milljarða á ári þaðan í
frá, að teknu tilliti til lækkunar á al-
menna þrepinu sem átti að koma á
móti, til hagsbóta fyrir neytendur.
Á þessari aðgerð eru margar hlið-
ar sem ekki verður farið út í hér og
ýmislegt sem mælir bæði með og á
móti. Landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins hafði til að mynda bæði
ályktað gegn auknum álögum á
ferðaþjónustuna og gegn því að at-
vinnugreinum væri mismunað í virð-
isaukaskatti. Leiðbeining lands-
fundar í þessu máli var því ekki
alveg einlít.
En það sem kom á óvart var hve
bratt og óhikað samstarfsflokkurinn
gekk fram í því, eftir aðeins fáeinar
vikur við völd og á grundvelli tak-
markaðra greininga og umræðu, að
leggja til þessa miklu skattahækkun
á eina atvinnugrein, þó að auðvitað
sé það viðskiptavinurinn sem borgar.
Sami flokkur hafði nokkrum mán-
uðum áður gengið til kosninga með
það stefnumál að sækja 15-20 millj-
arða af sjávarútveginum með upp-
boði aflaheimilda – varlega áætlað
að eigin sögn – sem samsvaraði um
þreföldun veiðigjalda þess tíma.
Varfærni og sanngirni
Það var skynsamlegt hjá okkur að
leggja áformin um hækkun virð-
isaukaskatts til hliðar. Umræðunni
um gjaldtöku í ferðaþjónustu er hins
vegar ekki lokið þó að hún þokist í
rétta átt að mínu mati.
Mikilvægt er að minna á þá stað-
reynd að gjaldtaka er nú þegar til
staðar. Hér er innheimtur gistinátt-
askattur, eins og þekkist víða um
heim, og hér eru líka tekin ýmis
þjónustugjöld á ferðamannastöðum,
meðal annars bílastæðagjöld á Þing-
völlum og svæðisgjald í Skaftafelli.
Við skulum einnig hafa í huga að
ríkissjóður hefur miklar beinar og
óbeinar tekjur af þeim rúmlega
tveimur milljónum gesta sem hingað
koma. Og það jafnvel þó að við und-
anskiljum skattgreiðslur starfs-
manna, sem orkar tvímælis að telja
með því að þær eru vitaskuld ekki
eyrnamerktar stuðningsaðgerðum í
þágu viðkomandi atvinnugreinar.
Ísland er einnig orðið dýr áfanga-
staður í alþjóðlegum samanburði og
því er rétt að stíga varlega til jarðar.
Ferðaþjónustan stendur á við-
kvæmum tímamótum óvissu í
tengslum við bæði kjarasamninga og
þróun flugframboðs. Þetta eru ekki
kjöraðstæður til að snarhækka verð-
miðann til landsins.
Hitt er þó líka ljóst að uppbygg-
ingarþörfin er veruleg. Sem dæmi
má nefna að áætlað hefur verið að
það kosti um milljarð að byggja upp
nauðsynlega innviði við Jökulsárlón
og það er bara einn áfangastaður af
mörgum.
Eitt af því sem nokkuð hefur verið
horft til í þessum efnum er hvort
ekki sé eðlilegt að fyrirtæki greiði
eins konar afnotagjald fyrir að fá að
nýta land í opinberri eigu til að
stunda þar ferðaþjónustu. Oft er um
að ræða takmörkuð gæði en stýring
á þeim gæðum er lítil enn sem komið
er. Vaxandi skilningur er á því að
þarna gæti verið skynsamlegt að
stíga skref – skref sem þjóna öðru
og stærra markmiði en hreinni
„skattlagningaráráttu“ ef svo má
segja, nefnilega aukinni og nauðsyn-
legri stýringu í þágu bæði grein-
arinnar, almennings og náttúrunnar.
’Mikilvægt er aðminna á þá staðreyndað gjaldtaka er nú þegartil staðar. Hér er inn-
heimtur gistináttaskattur,
eins og þekkist víða um
heim, og hér eru líka tek-
in ýmis þjónustugjöld á
ferðamannastöðum.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Eggert
Að nálgast álögur af varfærni
Tónlistarmaðurinn
Pétur Jónsson
tísti:
„Það er ekkert
sem ég elska ekki
við Gretu Thun-
berg. Eins og Astrid hafi skrifað
hana. Staðföst og ákveðin, sjálfstæð
og sterk, í baráttu við meðvirkt og
sjálfhverft samfélag með réttlætið
og framtíðina að leiðarljósi, vopn-
uð vísindalegum niðurstöðum. Vilj-
iði von? Hér er hún.“
Aron Leví
Beck skrifaði á
sama miðil:
„Ég sniðugur:
linsýð tvö egg alla
morgna og nota
þau til að ylja mér um hendurnar á
leið út í strætóskýli og borða þau
svo þar.
Líka ég: dúndra eggjunum í vas-
ann á jakkanum mínum, hleyp á eft-
ir strætó og þau springa þar.“
Útvarpsmaðurinn Þorsteinn
Hreggviðsson,
jafnan kallaður
Þossi, tísti:
„Er að keyra
mig í gang til að
horfa á þessa
Clubdub-mynd, er þetta ekki svip-
að og Útkall – Kraftaverk á
menntaskólaballi?“
Þórunn El-
ísabet Boga-
dóttir skrifaði:
„Ég held ég hafi
aldrei séð gömlu-
kallakvenfyrirlitn-
inguna kristallast eins skýrt og í
þessu viðtali. Og aldrei séð slíkri
fyrirlitningu rústað eins vel og hjá
okkar einu sönnu @fanneybj
#silfrið“
Birta Björns-
dóttir tísti:
„Besti misskiln-
ingur dagsins er að
starfsdagur heiti
Star Wars-dagur.“
AF NETINU
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600
Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Heimsæktu Færeyjar eða
Danmörku með Norrænu
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga.
Verð miðast gengi gengi DKK 30. janúar 2019 og getur breyst.
DANMÖRK FÆREYJAR
Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000
Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000
Háannatímabil verð á mann ISK 150.000
Lágannatímabil verð á mann ISK37.250
Miðannartímabil verð á mann ISK57.900
Háannatímabil verð á mann ISK88.800
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Dekraðu við þann
sem þú elskar
með gómsætri
matvöru og fallegum
eldhúsáhöldum frá