Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Page 13
10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Hefur ríka réttlætiskennd Hann fann sig ekki sem skyldi í hagfræðinni og söðlaði því um. Og það var stórt skref fyrir hlé- drægan og félagsfælinn ungan mann að skrá sig í laganám við Háskólann í Reykjavík. „Ég hef alltaf haft ríka réttlætiskennd og langað að berjast fyrir aðra. Þess vegna einhenti ég mér í laganámið. Ég fann mig strax í náminu og gekk vel enda þótt ég væri ekki sterkur félagslega til að byrja með. Það breyttist með tímanum og ég tók meðal annars þátt í að stofna Félag laga- nema við HR. Í mér býr frumkvöðull og drift og það hefur alltaf verið minn styrkur að láta hlut- ina gerast. Ég geng í verkin.“ Sævar efldist ekki bara félagslega í laga- náminu; hann varð ástfanginn af einum skóla- félaga sínum, Lárusi Sigurði Lárussyni, og hafa þeir verið par síðan. Giftu sig fyrir átta árum. Sævar lauk BA-prófi í lögfræði árið 2005 og ML-prófi tveimur árum síðar. Lögmannsrétt- indi hlaut hann árið 2010. Hann hóf störf hjá Skattstjóranum í Reykjavík árið 2006 og vann sig upp í deildarstjóra lögfræði- og úrskurð- ardeildar en því starfi gegndi hann frá 2007 til 2009. Árið 2009 stofnaði hann ásamt fleirum lögmannsstofuna Lagarök og frá 2013 hefur hann verið einn eigenda lögmannsstofunnar Lögmenn Sundagörðum. Hentaði vel að vera frontur Sævar segir lögmannsstarfið hafa hjálpað sér mikið í lífinu. „Ég hef alltaf verið metn- aðargjarn í vinnu. Vil standa mig. Hags- munagæsla á vel við mig og ég er svo kapp- samur að ég vil vinna öll mál. Lögmennskan hjálpaði mér líka að gleyma mér yfir vandræð- um annarra. Meðan ég lagði allt í sölurnar fyr- ir umbjóðendur mína þurfti ég ekki að hugsa um sjálfan mig. Þeirra hagsmunir gengu fyrir. Lögmaður er í eðli sínu frontur fyrir annað fólk og það hentaði mér alveg prýðilega.“ Með lögmannsstarfinu hefur Sævar sett á laggirnar sprotafyrirtæki, setið í stjórnum fyr- irtækja og tekið þátt í pólitísku starfi. „Ég hef gaman af því að vera í skapandi umhverfi,“ segir hann. Kynhneigðin hélt áfram að þvælast fyrir Sævari og hann kostaði kapps um að halda henni leyndri. „Fyrirmyndir mínar úr lögfræð- inni voru eldri menn, grjótharðir jaxlar sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þannig vildi ég vera sjálfur. Kæmist fólk að því að ég væri samkynhneigður myndi það örugglega draga þá ályktun að ég væri ekki nægilega harður. Það mátti alls ekki gerast og þess vegna var ekkert annað að gera í stöðunni en að fela kynhneigðina. Það var ekki fyrr en fyr- ir um átta árum að ég sætti mig endanlega við kynhneigð mína og hætti þessum leik. Það var mikið gæfuspor.“ Vilja ekki allir fara í drag Það getur verið þungur róður að berjast við staðalmyndir, rétt eins og vindmyllur, og Sæv- ar bendir á, að samkynhneigðir karlmenn séu eins misjafnir og þeir eru margir. „Sjálfur hef ég aldrei passað almennilega inn í samfélag samkynhneigðra, ef svo má að orði komast, vegna þess að ég fell illa að staðalmyndinni. Það eru ekki allir samkynhneigðir karlmenn kvenlegir. Það vilja heldur ekki allir samkyn- hneigðir karlmenn fara í drag. Það er gömul klisja og slitin sem bæði samfélagið í heild og samfélag samkynhneigðra hafa verið dugleg að viðhalda. Tökum Pál Óskar sem dæmi. Hann er frábær fyrirmynd en það breytir ekki því að það eru ekki allir samkynhneigðir menn eins og hann. Samtökin 78 hafa unnið gríð- arlega gott starf í þágu mannréttinda okkar samkynhneigðra en þau hafa alls ekki verið nógu dugleg að brjóta niður þessar stað- almyndir. Og þar eru samtökin á villigötum. Hvað á það til dæmis að þýða að taka inn hóp fólks með blæti? [BDSM, innskot blm.] Hvað koma slíkar þarfir kynhneigðinni við? Ég hef ekki legið á þessari skoðun minni og hef fyrir vikið verið gagnrýndur harðlega á vettvangi samtakanna. Hef til dæmis verið sagður íhaldspúki í einhverju leikriti sem þykist vera streit.“ – Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna kynhneigðar þinnar? „Já, það hef ég gert. Eftir að við tókum drenginn okkar að okkur fórum við Lárus einu sinni í blaðaviðtal. Í framhaldinu barst okkur nafnlaust bréf, þar sem stóð að við værum kynvillingar og myndum allir fara beinustu leið til helvítis. Það hefur líka verið skotið á mig í lögmennskunni; kynhneigð minni bland- að inn í mál. Þetta hefur ekki gerst oft en þeg- ar það gerist verð ég óvægnari sjálfur. Stíg fast niður á móti og verð grimmari en ella. Ég get orðið heiftugur, sem mér þykir alla jafna ekki gott, en stundum þarf maður að svara fyr- ir sig – fullum hálsi. Sem betur fer eru for- dómar af þessu tagi sjaldgæfir. En þeir eru ennþá fyrir hendi.“ Lífið er ekki bara vinna Að því kom að Sævar áttaði sig á því að lífið er ekki bara vinna. „Það er eins og lífsklukkan kalli á eitthvert jafnvægi í lífinu. Ég vann og vann og tók mér aldrei frí. Ég var alltaf til staðar fyrir mína umbjóðendur og sá ekkert athugavert við það að svara tölvupóstum um miðjar nætur. Ég var að rústa hjónabandinu. Að því kom að ég þurfti að spyrja mig þessarar áleitnu spurningar: Hvað ætlar þú að gera við þitt líf? Bara vinna?“ Svo var það gamli ógeðfelldi skugginn. Hann var enn í humátt á eftir Sævari. Tvennt varð til þess að hann fór að vinna í tilfinningum sínum. Fortíð sinni. Annars vegar urðu vatnaskil í lífi Sævars og Lárusar, eiginmanns hans, þegar þeim barst símtal á síðkvöldi 18. desember 2013. Þar kom fram að þeim stæði til boða að taka að sér þriggja ára gamlan dreng. Móðir hans, sem var frá Litháen, hafði svipt sig lífi hér á landi skömmu áður og ekkert var vitað um föðurinn. „Okkur var boðið að hitta drenginn strax „Það er furðuleg tilfinning, þessi sektarkennd þolandans. Lúmsk en yfirþyrmandi og mér gekk illa að átta mig á henni. Tilfinningalíf mitt varð mjög flókið,“ segir Sævar Þór. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.