Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Side 19
10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 þér. Með því að tengja sig við ýmsa aðra vefi þar sem þeir setja tæknikökur, komast þeir að hegðun þinni fyrir utan Facebook,“ segir Elfur og bætir við að í hvert skipti sem þú smellir á Facebook læk-hnapp, sértu að gefa Facebook upplýsingar. „Þá ertu með tækniköku sem sendir upplýs- ingar til Facebook um hvað þú ert að gera,“ segir hún og nefnir dæmi af því að læka frétt um tiltekið efni, t.d. Trump. Þá fær Facebook upplýsingar um að þér líki við mál tengt Trump og skráir það hjá sér. Þess má geta að í vikunni féll dómur í Þýskalandi en samkeppniseftirlitið þar í landi kærði Facebook fyrir að nota upplýsingar sem það safnar utan Facebook til þess að byggja upp prófíl og vilja þeir að Facebook geti ekki gert það nema með sam- þykki viðkomandi. Er átt við efni sem Facebook fær á Instagram og WhatsApp. Að sama skapi vill sam- keppniseftirlitið hindra að Face- book geti notað upplýsingar frá þriðja aðila, eins og þegar ein- staklingur lækar vefsíðu með Face- book-hnappi, til þess að blanda við þær upplýs- ingar sem fyrir eru um einstaklinginn. Face- book mun að öllum líkindum áfrýja. Fólk samþykkir oftast Elfur segir að fólk þurfi að vera vakandi yfir því að tækin sem við notum gætu mögulega tekið upp það sem við segjum eða gerum. „Við þurfum að hugsa vel um hvaða forritum við gefum aðgang að búnaðinum sem er í sím- anum okkar. Hverjum veitum við aðgang að myndunum okkar til dæmis? Vegna þess að forritin gætu hugsanlega farið í gegnum allar myndirnar þínar og gert hvað sem er með þær, og myndirnar geta verið viðkvæmar,“ segir Elfur og nefnir að oft þegar fólk fer í hina og þessa leiki í símanum sínum sé það beðið um aðgang að myndum. Margir smella strax á já, til þess að komast sem fyrst í leikinn. „Það er það sem þeir treysta á. Þeir treysta á að þú segir nánast alltaf já. Og alveg sama með tæknikökurnar, þeir treysta á að þú sam- þykkir,“ segir Elfur. „Reglurnar um tæknikökurnar eru ekki í nýju persónuverndarlögunum. En þetta er óbein afleiðing af lögunum og vitundarvakn- ingunni; fyrirtæki verða ekki alltaf að biðja um að tæknikökur séu samþykktar. Í hvert sinn sem upplýsingaöflunin er í markaðstilgangi eða tilgangi sem er ekki nauðsynlegur til að birta þér vefsíðuna, þá áttu að upplýsa notand- ann um það, þannig hljóða reglurnar. En þetta týndist í umræðunni og nú biðja allir um að tæknikökur séu samþykktar. Þetta getur verið ótrúlega pirrandi og stundum kemst maður ekki einu sinni á síðuna nema maður samþykki tæknikökuna. Og það er í raun brot gegn per- sónuverndarlögum því þá ertu að fara gegn markmiðunum; þú ert að þvinga fólk. Það er þá ekki frjálst og upplýst samþykki,“ segir Elfur og bendir fólki á að lesa skilmálana til þess að sjá hvað það sé að samþykkja. Sjálf er hún mjög varkár í þessum efnum og segist yfirleitt ekki samþykkja tæknikökur. Einnig er hún varkár um tækin og tólin sem hún notar. „Ég er allt- af með límband fyrir myndavélina í iPad- inum mínum og fartölvunni og ég hleypi engum hugbúnaði, nema Facebook, inn í myndirnar mínar. Og enginn fær aðgang að míkrófóninum eða myndavélinni hjá mér. Ég nota ekki Siri heldur. Það eru svona varnir sem ég beiti.“ Heldurðu að einhver sé að fylgjast með þér? „Ég held það ekki, nei, en ég býð ekki upp á það. Ef þeim dettur það einhvern tíma í hug þá er það ekki í boði hjá mér. Sem dæmi, ef ég tek símann minn með inn á bað til þess að hlusta á tónlist þegar ég fer í sturtu, set ég hulu yfir símann.“ Morgunblaðið/Eggert ’ Þeir vita allt um mig, þeirselja aðgang að mér og jafn-vel selja þeir upplýsingar ummig og ég sætti mig við það. Flest fyrirtæki sem nota vefsíður (sem eru líklega flest fyrirtæki í dag) reyna að kortleggja notkunarmynstur not- enda sinna. Um leið og nýr notandi opnar vefsíðu sem hann hefur ekki ver- ið á áður er sett lítil tæknikaka hjá honum (cookie). Kakan er afar smá textaskrá sem er geymd í tölvu hjá viðkomandi. Kökurnar eru settar til þess að auðvelda notendum að fara inn á vissar síðar aftur og aftur og þarf viðkomandi þá t.d. ekki að logga sig inn á síðuna í hvert skipti. Kökur hafa endingartíma en geta haft sjálfkrafa stillingu þannig að þær endurnýja sig þegar sá tími er liðinn. Fyrirtæki vilja gjarnan vita meira um þig og oft er það til þess að auðvelda neytendum lífið. Til að mynda þegar ljóst varð að margir notuðu símana sína til þess að lesa fréttir fóru fyr- irtækin að hanna viðmót sem hentaði litlum skjám. En einnig vilja fyrirtækin vita hvernig fólk notar síðuna. Ef dæmi er tekið af fréttasíðu eins og mbl.is vill fyrirtækið vita hvaða síður þú lest fyrst, hversu lengi staldrar þú við, hvaða síðu þú lest næst o.s.frv. Þá væri hægt að setja köku (í tölvu hjá viðkom- andi) sem segir til um notkunarmynst- ur viðkomandi. Að sjálfsögðu veit fyr- irtækið ekkert endilega hver er bak við hvaða tæki en setur þá kökuna í við- komandi tæki og kemur þá IP-talan við sögu. Evrópusambandið setti tilskipun árið 2009 sem skikkaði vefsíðuhaldara til þess að sækja heimild hjá notendum þegar safna á upplýsingum og geyma þær á tölvu notandans í formi tækni- kaka. Þessi tilskipun hefur ekki verið innleidd í íslenskan rétt, en er ástæða þess að erlendar síður voru byrjaðar að leita eftir samþykki undir tilteknum kringumstæðum. Væntanlega hafa margir tekið eftir því undanfarið að varla er hægt að opna nýja vefsíðu án þess að fá beiðni um að samþykkja þessar smákökur. Það er vegna þess að síðasta vor var sett tilskipun í Evrópu um það að allir þyrftu að vera meðvitaðir um að verið væri að fylgjast með þeim á þennan hátt. Sumar síður tilkynna að þær noti kökur án þess að biðja um samþykki en margar vefsíður biðja um samþykki tæknikaka og eru ástæðurnar ekki allt- af skýrar. Fólk ætti að huga að því að lesa skilmálana áður en það samþykkir. Fyrirtæki geta ekki sett köku í tæki hjá fólki til þess að sjá annað en það sem viðkemur notkuninni á þeirra síðu; þ.e. ekki má fylgjast með hvaða aðrar síður notandinn fór á eftir að hann lokaði síðu viðkomandi fyr- irtækis. Tæknikökur Margir hafa heyrt talað um dark net en líklega vita ekki allir um hvað það snýst. Dark net eða dark web eru eins konar undirheimar netsins. Hægt er að nálgast vefsíður þar ef þú veist slóðina, en flestir sem eiga erindi inn á hið myrka net vilja ekki láta rekja það til sín og fara því inn á það með sérstökum hugbúnaði sem ger- ir notendum kleift að dylja slóð sína. Ef einhver vill setja upp vefsíðu sem á ekki að vera sýnileg, er hægt að setja hana á dark net. Þá gæti maður spurt sig hvernig síða sem enginn veit hvar er og eng- inn getur fundið geti gagnast nokkrum. En málið er að það fólk sem vill vera undir radarnum lætur slóðina spyrjast út. Þá slær fólk inn vissa IP-tölu og kemst þá inn á földu vefsíðuna. Hún er því að- eins sýnileg þeim sem vita hvar hana er að finna. Á þess- um síð- um er t.d. verið að selja vopn, eiturlyf, kynlífsþjónustu eða stolin kreditkortanúmer. Það getur verið flókið mál að finna þessar síður en það er einmitt það sem þessir sölumenn vilja til þess að forðast hinn langa arm lag- anna. Flestir sem eru á hinu myrka neti nota VPN-tengingu og hafa sett upp Tor- vafra. Með því að nota VPN-tengingu ertu falinn frá internet- fyrirtækjum og lögreglu en auk þess verður öll þín notk- unarsaga dulkóðuð. Þannig mun enginn vita að þú sért að nota Tor, hvað þá að þú sért á dark net. Þar að auki færðu í gegnum VPN falska IP-tölu, þannig að ef einhver kemst inn í Tor, þá er IP- talan þín rakin eitt- hvað ann- að, jafn- vel í annað land, en ekki til þín. Getty Images/iStockphoto Hið myrka net IP-talan þín Þegar maður tengist netinu í gegnum netþjónustu þarf tengingin að vera með IP-tölu. Þessi talnaröð er til þess að netþjónustan viti hvar þú ert og hægt sé að svara þér; eins konar heim- ilisfang. Flestir eru alltaf með sömu IP- töluna en sumir fá nýja IP-tölu í hvert sinn. Í hverri lotu sem þú tengist ertu með sömu töluna. Í netheimum er ekki beint samband á milli netþjónsins og manneskjunnar sem situr við tölv- una, heldur við tækið. Það getur verið kostur að vera með breytilega IP-tölu ef þú vilt fela þig en fyrir flesta einstaklinga skiptir það ekki máli. Hjá sumum fyrirtækjum eru allir með sömu IP-töluna. Til þess að upp- lýsingar rati til hvers og eins er ein inn- anhússtölva sem veit hver á að fá hvað. Auðvelt er að rekja allt hjá fólki sem er með fasta IP-tölu. Gallinn er sá að ekki er hægt að vita með vissu hver er við tölvuna hverju sinni. Því er IP-talan ekki algild lausn ef rekja á slóð fólks því hún tengist vél; síma, tölvu eða spjald- tölvu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.