Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Blaðsíða 26
Í upphafi hvers árs birtir The NewYork Times lista yfir 52 áhuga-verða áfangastaði að ferðast til á árinu. Árið 2017 var gengið skrefinu lengra. Ákveðið var að senda mann- eskju í langferð; á 52 staði á einu ári og báðu fólk um sækja um þetta draumastarf. Þrettán þúsund manns sóttu um starfið sem þótti að vonum spennandi. Fyrir valinu var hin tæp- lega fertuga Jada Yuan; blaðamaður hjá New York magazine. Yuan lagði í hann í febrúar 2018 og var fyrsti áfangastaðurinn New Orleans. Ári síðar kom hún heim hokin af reynslu. „Ég byrjaði ferðalagið, hlaðin góð- um ráðum, staðráðin í að fara eftir þeim öllum: borða allan góða matinn í New Orleans, fara í fjallgöngu að sæ- hellinum í Tasmaníu sem allir fara í, heimsækja öll fjallahof í Pyeong- chang, Suður-Kóreu. En það sem ég man best eru litlu sigrarnir og mann- legu samskiptin,“ segir hún í síðasta ferðapistli sínum í The New York Times nú í janúar. Hún telur upp það sem var minn- isstæðast. „Allt vingjarnlega fólkið og góm- sætu salchipapas (sundurskornar pulsur með frönskum) sem ég fékk í perúskum matarvagni á hraðbraut- inni fyrir utan Disney Springs, Flór- ída. Maðurinn í Lucerne, Sviss, sem skilaði mér fartölvunni minni sem ég hafði gleymt á brú í rigningu,“ segir Yuan og bætir við: „Traust er það sem ég hef tekið með mér úr þessu ferða- lagi. Að treysta sjálfri mér, að treysta á góðmennsku fólks, að treysta því að ég sem kona og ferðalangur geti pass- að upp á mig án þess að missa af neinu. Sjáið til, þetta var drauma- djobbið. Það er bara það að hugmynd mín um hvað gerði þetta að drauma- djobbi hefur breyst svo mikið.“ Yuan skrifaði pistla frá hverjum stað sem birtust vikulega í The New York Times. Nú þegar ævintýrið er á enda hefur Yuan tekið saman sjö lífs- lexíur sem gætu hæglega nýst okkur hinum á ferðalögum um heiminn. Sérstaklega ef fólk leggur í langferð á borð við þessa! 1. Eitt ár er fljótt að líða. Yuan segir fyrstu mánuðina hafa verið erfiða. Á fimmtu viku var hún stödd í Bogotá í Kólumbíu og átti hún þá eftir að skila pistlum frá stoppi númer þrjú og fjögur. Hún eyddi þremur dögum við skriftir á hótelher- berginu og eyddi þar með dýrmætum tíma sem hún hefði getað notað í að ganga um stræti borgarinnar, taka inn stemninguna og mynda. Loks fór hún út af hótelinu og tók leigubíl á safn en uppgötvaði þá sér til skelf- ingar að hún hefði gleymt veskinu á hótelinu. „Ég missti það bara. Ég hringdi í góða vinkonu sem hefur ferðast víða um heim, og grét í sím- ann. Hún sagði: „Ég veit að þér finnst þetta erfitt núna en mundu bara að ár er fljótt að líða.“ Ég mótmælti henni og sagði að þetta væri lengsta ár ævi Getty Images/iStockphoto 52 staðir á 52 vikum Jada Yuan var valin úr hópi þrettán þúsund umsækjenda til þess að ferðast til 52 staða heims á 52 vikum og skrifa um ævintýrið í The New York Times. Hún ferðaðist á einu ári 120 þúsund kílómetra, einn þriðja af vegalengdinni til tunglsins, og kom heim reynslunni ríkari. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Maturinn var víða framandi og Yuan smakkaði m.a. maura. Jada Yuan ferðaðist í heilt ár um heim- inn fyrir The New York Times. Bolivía var eitt landanna sem hún heimsótti en þar má finna falleg lamadýr. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 FERÐALÖG Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggjamálning Dýpri litir - dásamleg áferð ColourFutures2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.