Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Síða 27
minnar og það væri enn bara febrúar og að hún vissi ekkert um hvað hún væri að tala. En þessi setning leið mér ekki úr minni og fékk nýja merk- ingu þegar ég heyrði sjálfa mig kvarta yfir þessu frábæra tækifæri. Að frjósa nærri því í hel og að sofa í móteli þar sem maður þarf að sitja á klósettinu á meðan maður fer í sturtu? Þraukaðu! Þú ert að fara að sjá Regnbogahæðirnar í Zhangye, Kína! Ár er fljótt að líða. Aftur að frjósa og eini kvöldmaturinn er hnet- ustöng af því að þú vissir ekki að veit- ingastaðnum væri lokað klukkan átta? Þú varst á hestbaki á Íslandi! Ár er fljótt að líða!“ 2. Þekktu skipulagshæfileika þína og takmörk þín. „Ég myndi áætla að um það bil 60% af þessari vinnu væru að skipu- leggja ferðina. Jafnvel þótt ég væri með aðstoðarmann í New York sem fann fyrir mig hótel og flug,“ segir Yuan. „Löndin eru öll mismunandi, mis- munandi gjaldmiðill, ný tungumál, öðruvísi menning og taktur. Að eiga ekki pantaðan miða í lest þýðir eitt á Indlandi og annað á Spáni,“ segir hún og nefnir að á sumum stöðum borgar sig að mæta með fullt veski af seðlum því kort eru ekki tekin og engir hrað- bankar sem útlendingar mega nota, en hún lenti í þeim vandræðum á afr- ísku eyjunum São Tomé og Príncipe. Yuan segir því nauðsynlegt að und- irbúa sig eftir bestu getu þótt ýmis plön breytist á leiðinni. Hún segist t.d. hafa þurft að endurskoða á hvaða tímum dags hún tæki flug því þegar ferðast er svona ört og mikið borgar sig að fá góðan nætursvefn þegar hægt er. Einnig hætti hún að stressa sig þótt hún missti af flugvél eða lest; það kæmi alltaf önnur vél og önnur lest síðar. „Kannski missi ég einn dag en þegar maður er svona lengi á ferð- inni verður tíminn sveigjanlegur.“ 3. Finndu ofurkraftinn í þér. Yuan segist hafa uppgötvað, og nýtt sér til hins ýtrasta, að hún hefði þann „ofurkraft“ að geta sofnað hvar og hvenær sem væri. „Ég gat sofnað á hótelum sem voru við hávaðasamar götur, með hundagelti alla nóttina. Ég gat tekið tuttugu mínútna lúra með reglulegu millibili heilu næturn- ar þegar ég vakti við skrif.“ 4. Prófaðu það! Í heimsreisu er alveg bókað að ekki fer allt alltaf eins og þú planaðir og þar að auki munt þú fá tækifæri til að upplifa og prófa ýmislegt sem þig dreymdi ekki einu sinni um. Yuan lenti í ýmsum ævintýrum og lærði það á leiðinni að segja já; prófa alla skapaða hluti. Þannig hoppaði hún af háum kletti í ískalda á, fór á brim- bretti og í köfun á Fiji og smakkaði taco með stökkum maurum í Bólivíu. Í Kambódíu rakst hún á nokkuð á matseðli sem hún hélt að hún myndi aldrei sjá, hvað þá smakka: steiktur og vel kryddaður nautslimur. Vinur hennar hvatti hana til dáða og sagði hana alltaf geta státað sig af því að hafa smakkað nautslim. „Rétturinn kom á borðið. Hann leit út nákvæmlega eins og þú gætir ímyndað þér. Ég fékk mér að smakka. Það var tekið upp á mynd- band. Ég veit að ég sagði að maður ætti að prófa allt, en ég get sagt þér að sleppa þessu. Ég er búin að því fyrir þig,“ segir Yuan. 5. Farðu varlega. Yuan segist ávallt hafa haft í huga að hún væri ferðamaður því reglur sem gilda um heimamenn sem þekkja hvern krók og kima og falla inn í hóp- inn, gilda ekki endilega fyrir ferða- menn. Hún segist t.a.m. hafa forðast næturlífið því henni fannst hún ekki óhult að fara út á lífið ein. Eitt skipti, í Belgrad í Serbíu, ákvað hún að borga fyrir leiðsögumann og túlk til þess að fylgja sér út á lífið. „Það kostar smávegis meira að vera ung kona einsömul á ferðalagi. Í borgum sem töldust hættulegar tók ég leigubíla og Uber, frekar en ódýr- ar almenningssamgöngur. Og ef ég fór í fjallgöngu eða í skoðunarferðir um borgir, valdi ég oft að fá mér leið- sögumann og þurfti oft að borga meira því oftast er lágmarkið að vera með tvo í hóp,“ segir hún. 6. Talaðu samt við ókunnuga. Yuan hitti og kynntist mörgu fólki á leið sinni um heiminn. „Fólk spyr mig gjarnan hvað hafi verið stærsta lexían sem ég lærði á leiðinni. Ég svara alltaf; að fólk er í grunninn gott alls staðar í heiminum.“ 7. Að vera einn er ekki það sama og að vera einmana. „Að ferðast einn er upplifun sem ég myndi mæla með fyrir hvern sem er og sérstaklega ættu allar konur að prófa þetta einu sinni á lífsleiðinni. Þótt þú sért ekki með vinum þínum eða fjölskyldu ertu sjaldan einn. Þeg- ar maður er með snjallsíma í vasanum er hægt að hringja heim, eða setja inn mynd á samfélagsmiðlana sem oftar en ekki endar á því að þú byrjar að spjalla við ókunnuga,“ segir hún. Yuan hitti oft aðra ferðalanga sem slógust í för með henni, jafnvel í nokkra daga í senn. Hún var líka dug- leg að vera í sambandi við vini sína heima og segir símtöl við þerapistann hafa verið nauðsynleg. Eftir vikurnar 52 hélt Yuan heim á leið, til Brooklyn. Rétt fyrir heim- ferðina ritaði hún: „Hvað er næst? Ég veit það ekki. Ég er á leiðinni heim í íbúðina mína í Brooklyn sem ég kvaddi fyrir tólf mánuðum en er ekki lengur miðpunktur lífs míns. Hann er hjá sjálfri mér og hann er hreyf- anlegur.“ Á leiðinni hitti Yuan áhugavert fólk og segir hún fólkið sem hún hitti það minnisstæðasta úr ferðinni. Ljósmyndir/Jada Yuan Í Afríku fór Yuan í safarí og skoðaði villtu dýrin. Yuan ferðaðist til Gansu í Kína og segir hún einna erfiðast hafa verið að komast þangað af öllum stöðunum 52. Jada Yuan fór að sjálfsögðu að skoða Kínamúrinn á ferðalagi sínu um heiminn. 10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.