Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2019 B réfritari hefur stofnað til góðra kynna við ketti á lífsleiðinni, bæði þá sem hafa deilt heimili með fjölskyldunni eða treyst henni til að annast um greiðslu fasteignagjalda, hita, raf- magns og annarra innkaupa, ræstinga og annars umstangs sem kettir hafa sem reglu að fela öðrum. Niðurstaðan eftir löng og góð kynni er sú að kettir séu ekki síður merkilegir en annað fólk, eins og karlinn sagði. (Á óvissutímum er ekki ráðlegt að hafa neitt eftir kerlingunni, sem áður þótti betri heimild.) Smjörklípuaðferðin brýst inn í stjórnmál Í viðtali við ágæta dagskrárgerðarkonu, um sitthvað frá löngum ferli sagði bréfritari í framhjáhlaupi frá fyrsta kettinum sem varð góðkunningi hans. Sá hét Mikka, en hún lá þó undir grun um að vera fress, þótt varlega væri með málið farið og konurnar tvær sem deildu heimili með Mikku ræddu það aldrei svo hún heyrði til. En það sem bréfritari missti út úr sér næstum því án þess að taka eftir því var að föðursystir hans elskuleg hefði haft þá aðferð að væri Mikka með dynti setti hún smáklípu af smjöri í feldinn svo hún fengi annað mál til að fást við á næstunni. Og þar sem bréfritari var þá á leið út úr stjórnmálum taldi hann sér óhætt að upplýsa að ekki væri frá því að þessu herbragði góðu frænkunnar hefði hann stundum beitt á ferlinum og með ekki síðri árangri en hún. Þetta smáatriði, sem flaut svona óviljandi með í löngu spjalli, varð svo það sem upp úr stóð og mátti enginn sjá það fyrir. Þeir, sem helst hafa látið bréfritara fara í taugarnar á sér og glatt hann með því, töldu þessa ógætilegu upp- ljóstrun mikilvæga sönnunarfærslu um vafasamar að- ferðir óvinar góða fólksins númer eitt og þóttust þegar sjá í hendi sér mörg tilvik úr nýliðinni sögu þar sem „smjörklípuaðferðinni“ var beitt með svo útsmognum hætti að fáa grunaði að það leynivopn væri á brúkað. Síðar hefur smjörklípuaðferðin oft verið nefnd til sög- unnar og umfjöllunin nú svo almenn að margir þekkja ekki lengur til upprunans né hvaða skúrkur kynnti hana til sögu. Smjörklípuaðferðin á nú sjálfstæða tilveru líkast því að hún hafi borist hingað með landkönnuðum sem sögðu frá því í sínum heimkynnum að hér drypi smjör af hverju strái. Þrætugjarnir þrælahaldarar og vík- ingar hafa sótt ólmir til þess hólma þar sem skilyrði smjörklípuaðferðar væru svona hagfelldar. Og er því orðið ástæðulaust að hafa tilvitnunarmerki um aðferð- ina lengur. En hvort sem litið er nær eða fjær er engu líkara en að smjörklípuaðferðin alræmda, eins og hún er stund- um kölluð, sé þekkt um víða veröld og hafi kannski ver- ið til lengi, þótt nafnið hafi vantað. Ólánlegur ríkisstjóri Í Bandaríkjunum hafa verið heitar umræður um rík- isstjóra demókrata í Virginíu sem hafði fyrir ein- hverjum áratugum klætt sig upp í einkennisbúning Ku Klux Klan leyniklíkunnar eða þá verið í gervi blökku- manns sem klan-maður ofsótti og birt mynd af þessu á árbókarsíðu sinni við skólalok í læknadeild. Hefur hvert forsetaefni demókrata af öðru, en þau skipta nú tugum, krafist þess að ríkisstjórinn víki þeg- ar í stað úr embætti vegna þessa glæps. Að vísu dró nokkuð úr bumbuslættinum sem fylgdi vegna þess að vararíkisstjóri Virginíu sem krafist hafði verið að tæki strax við situr undir nauðgunarámæli frá konu, sem sá kannast við að hafa átt samræði við en segir það hafa gerst í góðu samkomulagi aðila en konan segir það rakalaus ósannindi. Vandi demókrata er þó töluverður vegna framgöngu flokksins í heild og alls fjölmiðlahers hans fyrir skömmu. Þá krafðist sá söfnuður allur uppfullur af svo ríkri réttlætiskennd að annað eins hafði varla sést og er þó réttlætiskennd séreign hans, að dómaraefni til hæstaréttar Bandaríkjanna léti sig þegar í stað hverfa frá þar sem kona ein sagðist hafa orðið fyrir áreitni af dómarans hálfu fyrir einum þrjátíu árum. Hún gat að vísu ekki af neinu öryggi lýst því hvar atvikið átti sér stað eða hvenær. Ekki heldur hvaðan hún kom á meintan stað eða hvert hún fór að „atburðinum“ liðn- um. Fjögur vitni sem konan fullyrti að myndu stað- festa frásögn hennar komu öll af fjöllum. Konan hafði náð þessari minningu um dómaraefnið fram í dulsál- fræðilegri meðferð nærri þremur áratugum eftir að ódæðið átti að hafa verið framið. Þingmenn demókrata og fjölmiðlaherinn, þar á meðal „stórblöð“ og „virtustu blöð“ Bandaríkjanna, tóku undir allar kröfur á hendur dómaraefninu eins og ekkert væri. Sönnunarkröfur ráðist af því hver á í hlut En nú, þegar vararíkisstjórinn er sakaður um nauðgun af konu sem hann viðurkennir að hafa átt samræði við á þeim tíma sem hún nefnir þá telja demókratar að „eðlilega varúð“ verði að sýna við að leggja trúnað á ásökunina og það þó svo hátti til að ásakandinn sé að auki flokkssystir hans svo stjórnmálaleg sjónarmið búa ekki að baki. En hvað kemur þessi söguþráður hinni alræmdu smjörklípu við, kynni einhver að spyrja. Þá er til að taka að örfáum dögum áður hafði ríkis- stjórinn Northam, sem er læknir eins og áður kom fram, verið á opinberum fundi og þá verið spurður um kröfur um sífellt auknar heimildir til að fremja fóstur- eyðingar þótt fóstrið sé orðið eldra en áður hefur þótt verjanlegt svo megi eyða því. Afstaða ríkisstjórans hlaut að vekja furðu. Hann sagði að vildi kona strax eftir að hún hefði fætt barnið (ekki hægt að tala um fóstur og því síður frumuklasa eins og formaður Samfylkingar) láta eyða því (þ.e. deyða það) þá bæri að verða við því. Hann bætti svo við einhverjum orðum um samráð við lækna og aðra á staðnum til að tryggja framkvæmdina og að barnið liði ekki kvalir! Árbókin dúkkar upp Örfáum dögum síðar er hafin umræða um árbók rík- isstjórans og grímuklæðnað hans. En flokksbræður hans og -systur sem voru sérlega hávær í kröfum sín- um um afsögn hans láta helst eins og þau hafi ekki heyrt hinar stórfurðulegu yfirlýsingar um að myrða bæri nýfætt barn gerði móðir þess kröfu um það. Ekki einu sinni við fæðingu virtist réttur barns eða föður koma við sögu en alræði móðurinnar hefur hingað til verið beintengt líkama hennar. Þeir fáu trúnaðarmenn demókrata sem viðurkenna að þeir hafi heyrt yfirlýsingar ríkisstjórans afgreiða þær með því að segja að þarna hljóti að hafa verið um einhver mismæli hans að ræða, sem sést þegar hlustað er á ummælin að er fráleitur útúrsnúningur. Þetta er nýlegt dæmi um það hvernig á fjarlægum slóðum er reynt með rækilegri hjálp vinveittra fjöl- miðla að drepa vandræðamáli á dreif. Hneykslismál hlaðast upp og versna En nær má horfa til nýjustu frétta um hinn dæmalausa meirihluta í borginni. Höfuðborgin var áður talin fyrir- mynd um örugga og öfluga stjórnsýslu. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins héldu því stund- um fram forðum tíð að stjórnkerfið, sem þeir kölluðu pýramídakerfi, væri kerfi þar sem valdið safnaðist eftir því sem hærra kæmi uns allir endar legðust í hendur borgarstjórans. Slík mynd var ekki endilega fráleit. Borgarstjórinn var æðstur embættismanna og þótt utan frá væri eink- um horft á hinn pólitíska leiðtoga og aðhaldið sem veitt væri af pólitískum toga þá var hann á þessum tíma ekki síst æðsti framkvæmdastjóri borgarinnar. Þess vegna vildu borgarbúar hafa greiðan aðgang að borg- arstjóranum sínum og það áttu þeir allt þar til að fjöl- flokkakerfið tók við keflinu á tíunda áratugnum. Það er fróðlegt, en ekki gleðilegt, að sjá hvernig óbreyttum borgarbúum er gert að bera sig að ætli þeir að eiga samtal við borgarstjórann. Þeir þurfa að svara löngum spurningalista á netinu á einkar ópersónu- legan máta. Þeir skulu gera grein fyrir því hvað þeir Óhjákvæmilegt er að óháðir aðilar komi að ’ Persónuvernd gerir mjög alvarlegar athugasemdir. Við blasir að um mjög alvarlega misnotkun var að ræða og reynt var með öllum ráðum að blekkja Persónu- vernd. Borgarstjórn þarf að fara rækilega yfir málið og hverjir það voru sem tóku ákvörðun um þá misnotkun, vissu um hana eða komu að öðru leyti að undirbúningi hennar. Reykjavíkurbréf08.02.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.