Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2019, Page 37
Eins mikið og látið hefur verið með Vicious gegnum tíðina og menn velt sér upp úr lífi hans og störfum mætti ætla að hann hafi verið kom- inn á miðjan aldur þegar hann dó. Öðru nær, hann var 21 árs. Segið svo að pönkarar lifi ekki hraðar en aðrir menn! Var „attitjúd“ pönksins Vicious, sem hét réttu nafni John Simon Ritchie, fæddist í Lundúnum 10. maí 1957. Hann hafði komið við sögu hjá einhverjum pönkböndum áður en Sex Pistols réð hann sem bassaleikara snemma árs 1977 sem sætti tíðindum í ljósi þess að hann kunni varla á bassa. En „lúkkið“, við- horfið og sviðssjarminn voru hins vegar upp á tíu. „Ef Johnny Rotten [söngvari Sex Pistols] er rödd pönks- ins, þá er Sid Vicious „attitjúdið“,“ var einu sinni haft eftir Malcolm McLaren. Vicious var aðeins með á einni plötu Pistols, Never Mind the Bol- locks, Here’s the Sex Pistols. Lék þó bara í einu lagi, bæði vegna þess að Steve Jones gítarleikari var betri á bassa og svo vegna þess að Vicious lá um tíma á spítala meðan á upptökum stóð með lifrarbólgu vegna sprautu- fíknar sinnar. Seinna iðraðist John Lydon (Johnny Rotten) þess að hafa dregið æskuvin sinn inn í bandið. „Hann átti enga möguleika,“ sagði hann í viðtali árið 2014. „Móðir hans var heróínfík- ill. Mér líður illa yfir því að hafa fengið hann til liðs við bandið, hann réð ekki neitt við neitt. Mér finnst ég bera ákveðna ábyrgð á dauða hans.“ Kynlegur hippi Lydon kallar Beverly, móður Vicio- us, „kynlegan hippa“ í bókinni Rott- en: No Irish, No Blacks, No Dogs frá 1993. Hún skildi við föður Vicious þegar drengurinn var lítill og var stöðugt á faraldsfæti. Ku hafa selt kannabis á Ibiza um tíma til að draga fram lífið. Loks komu mæðginin sér fyrir í Hackney-hverfinu í Lund- únum. Í bók sinni um Vicious og Spungen frá 1983 segir móðir þeirrar síð- arnefndu, Deborah Spungen, að Vic- ious hafi komið sér fyrir sjónir sem feiminn og barnalegur klaufi sem hafi verið yfir sig ástfanginn af dótt- ur hennar. Hún rifjar meðal annars upp símtal úr fangelsinu, þar sem hann tjáði tengdamóður sinni tárvot- ur: „Ég skil ekki hvers vegna ég er á lífi, úr því Nancy er farin.“ Hann þurfti ekki að þjást lengi. Fræg mynd ljósmyndarans Chalkies Davies af Sid Vi- cious og Nancy Spungen. 10.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 GRUGG Gítarleikarinn Jerry Cantrell kveðst muna lítið frá fyrstu Alice in Chains-tónleikunum eftir að söngvarinn Layne Staley féll frá en bandið kom saman á góðgerðartónleikum árið 2005 til að safna peningum fyrir fórnarlömb hamfara. Ástæðan er sú að það mun hafa verið tilfinningaþrungin stund að standa á sviðinu án kærs félaga þeirra. Þetta upplýsti Cantrell í út- varpsþætti Lars Ulrichs, It’s Electric! Hann sagði enn- fremur að ekki hafi staðið til að endurtaka leikinn en þar sem þremur eftirlifandi meðlimum Alice in Chains hafi liðið vel við flutning gömlu slagaranna hafi þeir hugsað mér sér: Hvers vegna ekki? Bandið hefur starf- að allar götur síðan með söngvaranum William DuVall. Tilfinningalegt óminni Jerry Cantrell og Lars Ulrich. MÁLMUR Philip Anselmo hlóð í nokkra Pan- tera-slagara á tónleikum með hljómsveit sinni The Illegals í Brasilíu á dögunum en gamli Pantera-söngvarinn hefur notað það efni sparlega í seinni tíð. Í samtali við ástr- alska tímaritið Heavy kvaðst hann með þess- um hætti vilja gleðja áhangendur sveit- arinnar en trymbillinn, Vinny Paul, sálaðist sem kunnugt er á síðasta ári. „Þetta var erf- itt ár og hvers vegna ekki að spila gamla efn- ið sem fólk vill heyra og hefur beðið um lengi?“ sagði Anselmo. Dimebag Darrell, gít- arleikari Pantera, var myrtur árið 2004. Hlóð í nokkra Pantera-slagara Philip Anselmo minnist fallinna félaga. Úrvals- FÓÐUR fyrir hestinn þinn Reykjavík - Selfoss - Hella - Hvolsvöllur - Sími 570 9800 - fodur@fodur.is SÉRBLAÐ Tíska& förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. febrúar Fjallað er um tískuna í förðun, snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur o.fl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.