Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 41
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja
Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra
innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle
ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar
húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag.
Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK.
loccitane.com
ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ
VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ
#HelloGoldMorning
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
það í sér ákveðna aðgangshindrun.
Ný fyrirtæki sem vilja hasla sér
völl hér á landi eru án tekna fyrstu
árin meðan þau byggja upp líf-
massa til slátrunar. Samkvæmt
frumvarpinu þurfa þau samt sem
áður að greiða háar fjárhæðir frá
fyrsta degi sem rekstrarleyfi er út-
hlutað. Yrði frumvarpið óbreytt að
lögum virðist sem löggjafinn myndi
mismuna nýjum fyrirtækjum og
hampa þeim sem þegar eru með
starfsemi við landið.
Aðgangshindrun
Í framlögðu frumvarpi er einnig
gert ráð fyrir að Hafrannsókna-
stofnun skipti fjörðum eða haf-
svæðum í eldissvæði sem ráðherra
síðan auglýsi til úthlutunar. Sam-
kvæmt frumvarpinu á að meta um-
sóknir, m.a. eftir upphæð tilboðs,
reynslu og fjárhagslegum styrk;
mælikvörðum um hvernig tilboðs-
gjafi hafi stundað rekstur sinn og
hvernig hann hyggist stunda rekst-
urinn, m.a. út frá umhverfissjónar-
miðum. Mjög jákvætt er að taka
eigi tillit til áætlana um umhverfis-
sjónarmið, en vegi upphæð tilboðs
mest myndast mikil aðgöngu-
hindrun fyrir fyrirtæki sem vilja
hasla sér völl í fiskeldi með nýjum
og dýrum búnaði.
Þegar útboð og gjald fyrir út-
hlutað framleiðslumagn skella á ný
fyrirtæki af fullum þunga frá fyrsta
degi sé ég ekki hvata í frumvarpinu
fyrir ný smærri fyrirtæki í fiskeldi
við strendur Íslands.
Hvetja þarf til þróunar
Verði frumvarpið samþykkt er
erfitt að sjá að eitthvert fyrirtæki
hér á landi færi í þá þróunarvinnu
sem sést hefur í Noregi, meðal
annars hjá systurfélagi AkvaFut-
ure sem vill nýta eldistækni sína
við strendur Íslands.
Helstu kostir fiskeldis í lokuðum
kerfum AkvaFuture eru að með
tvöfaldri vörn er hætta á slysa-
sleppingum lágmörkuð. Rann-
sóknir hafa sýnt fram á að laxalús
þrífst ekki í kvíum AkvaFuture,
nýting fóðurs er mun betri og afföll
mun lægri. Þá nýtist burðaþol
fjarða betur vegna kosta lokuðu
kvía AkvaFuture umfram opinna
þar sem stórum hluta úrgangs er
dælt upp og hægt er að nýta hann í
t.d. lífeldsneyti, moltugerð eða
breyta í áburð.
Gagngerrar endurskoðunar er
þörf á frumvarpinu til að hvetja fé-
lög til umhverfisvænni fram-
leiðsluaðferða. Það yrði til dæmis
til mikilla bóta ef hafsvæðum yrði
skipt upp þannig að ákveðin svæði
við landið yrðu eingöngu boðin út
til fyrirtækja sem gætu, með sann-
anlegum hætti, sýnt fram á að bún-
aður þeirra lágmarki slysaslepp-
ingar, sé laus við laxalús og
fjarlægi ákveðið lágmark af úr-
gangi sem til fellur við eldið. Haf-
rannsóknastofnun gæti þannig ver-
ið gert kleift að leggja fram
áhættu- og burðarþolsmat mis-
munandi svæða sem tæki mið af
ólíkum framleiðsluaðferðum.
Sterkar byggðir til framtíðar
AkvaFuture í Noregi framleiddi
í fyrra rúmlega 3.000 tonn af laxi
og í ár verða það væntanlega rúm
6.000 tonn. Til að setja þessar
framleiðslutölur í samhengi, má
benda á að samkvæmt ársskýrslu
dýralæknis fisksjúkdóma 2018 var
heildarframleiðsla á laxi á Íslandi
13.448 tonn árið 2018. Samkvæmt
okkar útreikningum benda kostn-
aðartölur frá AkvaFuture AS til
þess að framleiðslukostnaður sé
sambærilegur við opin kerfi þótt
stofnkostnaðurinn sé hærri.
Fiskeldi styrkir byggðir lands-
ins. Þannig þarf það að vera til
framtíðar. Ísland er nú í kjörinni
stöðu til að laða til landsins fyrir-
tæki sem framleiða laxfiska á um-
hverfisvænan hátt. Ef hvati er ekki
til staðar mun það því miður ekki
takast.
Höfundur er framkvæmdastjóri
AkvaFuture ehf.
rg@akvafuture.is
borgaranna og af út-
lendingunum frædd-
ust þeir um erlenda
strauma og hristu af
sér heimóttarskapinn.
Á Ingólfstorgi er
oft næðingur. Þar lyft-
ir norðangarrinn frá
hafinu sér yfir Hafn-
arhúsið og lágu húsin
við Hafnarstræti og
skýtur sér um leið í
gegnum húsasundin
báðum megin við og
inn á opna rýmið.
Brettakrakkar virðast
vera þeir einu sem sjá
vit í hönnuninni á
torginu, þó var það
ekki hannað fyrir þá,
en börn og unglingar
sem hreyfa sig halda á
sér hita frekar en full-
orðið fólk. Ingólfstorg
gæti orðið enn betra
leiksvæði, því þar
mætti koma fyrir ap-
arólu og klifurvegg
eða einhverju allt öðru
sem laðaði unglinga að.
Og allur gamli Víkurkirkju-
garður yrði að aldingarði með bekkj-
um og borðum, sannkallaður frið-
arreitur í miðjum bænum. Þeim sem
þarna liggja í moldu eða eru komnir
í geymslu Þjóðminjasafnsins yrði
sýnd sú virðing sem þeim ber og
ekki síður sögu okkar. Hvíldarstund
frá dagsins önn undir trjám í fal-
legum garði er öllum til góðs.
Í Kirkjustræti yrði friður en
ekki öngþveiti. Alþingismenn gætu
hugað óhultir að þjóðþrifamálum.
Og í Dómkirkjunni færu giftingar og
jarðarfarir fram án þess að tónlist
og söngur frá Austurvelli yfir-
gnæfðu prestinn. Því útiskemmtanir
væru á Ráðhústorgi.
Þetta finnst mér vera falleg fram-
tíðarsýn. Ef til vill finnst fleirum
það. Skipulagsmál skipta máli. Þau
eru ekki einkamál borgaryfirvalda
og verktaka!
Eins og margir aðrir
borgarbúar hef ég sýnt
skipulagsmálum lítinn
áhuga. Eru ekki arki-
tektar og skipulags-
fræðingar ráðnir til að
leysa þau? En þegar ég
fór að kynna mér hvað
er gerast við Austurvöll
breytti ég um skoðun.
Þar ætlar fyrirtæki sem
heitir Lindarvatn ehf að
reisa stórt hótel og
kalla Hotel Parliament.
Icelandair Group á þar
50% hlut.
Hótelið þrengir að
Austurvelli og Alþingi
sem bæði njóta helgi í
huga flestra Íslendinga.
Hótelið eykur umferð-
aröngþveitið í Kvosinni.
Þetta er þriðja stóra
hótelið sem þar er í
byggingu. Og ekki verð-
ur einu sinni hægt að
komast inn og út úr hót-
elinu svo skammlaust
sé. Og til að kóróna allt
saman er hluti þess
byggður ofan í kirkju-
garði. Er nema von að
fjöldi manns hafi mót-
mælt þessum áformum?
En hvað er þá til ráða
til að leysa þennan
hnút? Það eru eflaust til
ýmsar lausnir en ein
gæti verið eftirfarandi.
Verktakinn fengi
nýja lóð hjá borginni
sem lengst frá öllum
menningarverðmætum.
Alþingi vantar nýtt
húsnæði og ætlar að
setja niður stórhýsi
beint fyrir framan Ráð-
húsið. Skák og mát! En
í stað þess að gera
borgina heimaskítsmát
yfirtæki Alþingi gamla
Landssímahúsið og
gerði það upp. Jarð-
hæðirnar mætti nota
fyrir margskonar rekstur til að
fegra og bæta mannlífið. Ásýnd Jóns
Sigurðssonar og fríska loftið á rölti
þarna yfir blési alþingismönnum
móð í brjóst á hverjum degi.
Borgin tæki við opna svæðinu
fyrir sunnan húsin við Kirkjustræti
og að Ráðhúsinu og gerði þar stórt
og fallegt ráðhústorg. Þarna er sól-
ríkt og skjólgott. Á torginu mættu
vera sölubásar, pylsusalar, græn-
metismarkaður á laugardögum, jóla-
markaður að þýskri fyrirmynd
o.s.frv.
Á nýja Ráðhústorginu mætti
gera sýnilegan uppgröft fornleifa-
fræðinga á landnámsreitnum en
hluti hans liggur þarna falinn undir
möl: Viðarstígur, rauðablásturs-
ofnar, smiðjur, kolagrafir. Borgar-
fulltrúar gætu í hléum á milli funda
gengið út á torgið og kynnt sér upp-
haf stóriðnaðar á Íslandi. Um leið
næðu þeir að spjalla við íbúana og
ferðamenn sem þyrptust á þetta
torg. Þá áttuðu þeir sig betur á vilja
Eftir Jón
Hálfdanarson
Jón Hálfdanarson
» Allur gamli
Víkurkirkju-
garður yrði að
aldingarði með
bekkjum og
borðum, sann-
kallaður friðar-
reitur í miðjum
bænum.
Skipulagið í Kvosinni
Skipulag Víkurgarður og nýja Ráðhústorgið.
Höfundur er eðlisfræðingur.