Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 51
lynx, í Lettlandi, Travel Service í
Tékklandi og Bluebird Cargo.
Helstu áhugamál Árna tengjast
íþróttum. Hann spilaði knattspyrnu
með KA þar sem hann spilaði m.a. 60
leiki í efstu deild og skoraði 10 mörk.
Árið 1989 varð hann Íslandsmeistari
með KA. Á námsárunum í Þýskalandi
spilaði hann einnig með nokkrum lið-
um í neðri deildum þýsku knattspyrn-
unnar.
„Á undanförnum árum hefur nán-
ast allur frítími okkar hjónanna farið í
að fylgja börnum okkar eftir í knatt-
spyrnu, körfuknattleik og tónlist
hvort heldur innanlands eða utan.
Áhugamál mín snúast einnig um mat
og drykk, ferðalög og stangveiði auk
þess sem ég hef verið dyggur stuðn-
ingsaðili GR þar sem ég næ að jafnaði
1-2 golfhringjum á ári. Þetta stendur
til bóta og í nánustu framtíð er að
stefnt að lækkun forgjafar.“
Árni hefur í mörg ár sinnt sjálf-
boðaliðastörfum fyrir knattspyrnu-
deild Fjölnis þar sem hann er nú að
hefja sitt fjórða starfsár sem formað-
ur deildarinnar og níunda ár sem
stjórnarmaður. Þá var hann einnig í
stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, í
tvö ár.
Fjölskylda
Eiginkona Árna síðan 31. júlí 1993
er Hildigunnur Smáradóttir, f. 7. febr-
úar 1969, textílhönnuður. Þau áttu því
silfurbrúðkaup sl. sumar.
Foreldrar hennar eru hjónin Smári
Jónas Lúðvíksson, f. 14. mars 1938,
húsasmíðameistari, útgerðarmaður
og æðarbóndi, og Auður Alexanders-
dóttir, f. 19. apríl 1940, fyrrverandi
skrifstofumaður. Þau eru búsett á Rifi
á Snæfellsnesi.
Börn Árna og Hildigunnar eru 1)
Hermann Árnason, f. 3. mars 1994,
viðskiptafræðingur frá Háskólanum í
Reykjavík; 2) Hrafnhildur Árnadóttir,
f. 4. mars 2003, nemi í Foldaskóla og
3) Auður Árnadóttir, f. 19. ágúst 2005,
nemi í Foldaskóla.
Bræður Árna: Friðfinnur Her-
mannsson, f. 4. júní 1963, d. 17. apríl
2017, viðskiptafræðingur; Tómas
Hermannsson f. 16. júlí 1971, bókaút-
gefandi hjá Bókaútgáfunni Sögur út-
gáfa, búsettur í Reykjavík, og Jóhann
Gunnar Hermannsson, f. 2. janúar
1980, tölvunarfræðingur hjá DBVi-
sion, búsettur á Akureyri.
Foreldrar Árna eru Hermann
Árnason, f. 4. september 1942, löggilt-
ur endurskoðandi, og Guðríður Sol-
veig Friðfinnsdóttir, f. 17. janúar
1942, framkvæmdastjóri Bókend á
Akureyri. Þau eru búsett á Akureyri.
Úr frændgarði Árna Hermannssonar
Árni Hermannsson
Guðríður Hafliðadóttir
húsfreyja í Strandseljum,
bróðurdóttir Hannibals
vegghleðslumanns,
afa Hannibals
Valdimarssonar ráðherra
Guðríður Solveig Friðfinnsdóttir
framkvæmdastjóri á Akureyri
Halldóra Anna Sigurbjörnsdóttir
húsfreyja í Rvík
Sigrún Indriðadóttir
húsfreyja á Sveinsstöðum
Sigurbjörn Sæmundsson
útvegsbóndi á Sveinsstöðum í Grímsey
Katrín Ólafsdóttir
húsfreyja, frá Lækjarbakka í Mýrdal
Torfi Einarsson
útvegsbóndi í Eyjum
Ása Torfadóttir
húsfreyja í Eyjum,
síðar gjaldkeri í Rvík
Hermann Árnason
löggiltur endurskoðandi á Akureyri
Stefán Friðfinnsson
fv. forstjóri Íslenskra aðalverktaka
Þórunn Þórðardóttir
fv. frkvstj. Ferðafélags
Íslands
Kristín S.
Hjálmtýsdóttir
frkvstj. Rauða
kross Íslands
Þórður Ólafsson
útvegsbóndi á Odda í
Ögurhr., og iðnverka-
maður í Rvík
Hildigunnur H.
Thorsteinson
frkvstj. hjá Orku-
veitu Reykjavíkur
Elín Þóra Friðfinnsdóttir
dagskrárgerðarm. og kennari
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir
vinnur hjá
Tryggingastofnun
Stefán Hrafn Hagalín
deildarstj. samskipta
á Landspítala
Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstjóri
Dr. Halldór Björnsson
hjá Veðurstofu Íslands
Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir prestur
í Neskirkju
Ólafur Þórðarson
b. í Strandseljum við Djúp
Friðfinnur Ólafsson
bíóstjóri í Háskólabíói
Sólveig Ólafsdóttir
húsfreyja á Ísaf.,
Selárdal og í Rvík
rnór Hannibalsson
eimspekiprófessor
A
h
Þóra Arnórsdóttir
ritstjóri Kveiks
á RÚV
Árni Guðmundsson „Árni úr Eyjum“
kennari, texta- og ljóðskáld
Jónína Sigurðardóttir
húsfreyja í Eyjum
Guðmundur Jónsson
útgerðarm. og skipasm. í Eyjum
Ásta Lúðvíksdóttir
framhaldsskólak. í Hfj.
Lúðvík Geirsson
hafnarstjóri í Hafnarfirði
og fv. bæjarstjóri og alþm.
Lúðvík Jónsson
bakaram. á Selfossi
Bjarni Guðnason prófessor og fv. alþm.
Jón Guðnason prófessor
Guðni Bergsson
formaður KSÍ
Bergur Guðnason
lögfræðingur
Guðni Jónsson prófessor
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
90 ára
Sigríður Sóley Magnúsd.
Sigrún Jónsdóttir
Sigurvin Jónsson
85 ára
Ingibjörg Jónsdóttir
Jenný Júlíusdóttir
Jóhanna Stefánsdóttir
Jóhann Sv. Jónsson
80 ára
Baldur Vagnsson
Guðrún Bóasdóttir
Hrefna M. Magnúsdóttir
Inga Jóna Sigurðardóttir
Magnús Ólafsson
75 ára
Alfreð Steinar Rafnsson
Ágústa Högnadóttir
Gísli Þórðarson
Guðrún Hjördís Ólafsdóttir
Gunnhildur Vilhjálmsdóttir
Halldóra Baldursdóttir
Hjörleifur Halldórsson
Sigurbjörg Sigurðardóttir
Þorbjörg Ólafsdóttir
70 ára
Benedikt Sigurjónsson
Bjarni L. Benediktsson
Hjörtur H. R. Hjartarson
Lárus Helgason
Margrét Sigurðardóttir
Ólafur Þorsteinsson
Stefanía Sigfúsdóttir
Svavar Stefánsson
60 ára
Alvydas Grigas
Anna María Antonsdóttir
Daisa A. Miranda Nogueira
Einar Valur Kristinsson
Elísabet I. Þorsteinsdóttir
Elzbieta Sergjeiusz
Eyjólfur H. Heiðmundsson
Gabriel E. Pardo Pardo
Jadwiga Raczkowska-Ert
Jarl Bjarnason
Sesselja Haraldsdóttir
Þórður Helgi Jónsson
50 ára
Anna H. Stefánsd. Hjelm
Ágústa Harpa Kolbeinsd.
Árni Hermannsson
Guðlaug Málfríður Pálsd.
Guðný Þórisdóttir
Helgi Viðarsson
Margrét Þórðardóttir
Ómar Már Þóroddsson
Pétur Örn Sverrisson
Sigrún Jóhanna Ólafsdóttir
Sóley Valdimarsdóttir
40 ára
Anton Kristinn Þórarinsson
Árni Garðar Jónsson
Guðlaug Sunna Gunnarsd.
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Haukur Páll Guðmundsson
Hjörtur Þorbjörnsson
Inas Leandro de Souza
Ingveldur Þórey Eyjólfsd.
Jóhanna Edith Edvinsdóttir
Sigríður María Snæbjörnsd.
Sigurður Þór Hlynsson
Svavar Austmann Traustas.
Úlfar Þór Gunnarsson
30 ára
Adam Widenski
Aríel Jóhann Árnason
Bergþór Sigurðsson
Elín Rún Birgisdóttir
Hera Pálmad. Thorlacius
Hildur Brynjarsdóttir
Jan Adam
Konráð Logn Haraldsson
Ragnar Árni Ágústsson
Sigrún Ísleifsdóttir
Til hamingju með daginn
Arnar Hafliðason hefur lokið
doktorsvörn sinni í efnafræði við Há-
skóla Íslands. Heiti ritgerðarinnar er
Rofferli við fjölljóseindaörvun og orku-
eiginleikar halogenhaldandi sameinda
út frá massa- og myndgreiningu. Leið-
beinandi var Ágúst Kvaran, prófessor
við Raunvísindadeild HÍ og andmæl-
endur voru dr. Timothy Wright, pró-
fessor í eðlisefnafræði og kennilegri
efnafræði við háskólann í Nottingham.
Bretandi, og dr. Ragnar Jóhannsson
sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun.
Rannsóknirnar fólust einkum í að
kanna áhrif fjölljóseindaörvunar á rof-
ferli HBr, DCl og brómometan sam-
einda með massagreiningu (MR-MPI
aðferð) og myndgreiningu (VMI). Túlk-
un mæligagna fólst í greiningu á fjöl-
ljóseindarófum ((2+n)REMPI róf) sem
og á hraða- (KERs) og hornháðum
dreifimynstrum jóna sem myndast.
Athuganir á HBr sýndu truflanir vegna
víxlverkana á milli þrístigs- og ein-
stigs-orkuástanda sameindarinnar,
sem birtust í formi hliðrunar (LS áhrif)
og styrkbreytinga (LI áhrif) litrófslína í
MR-REMPI litrófum sem og í formi
óreglulegra mynstra í VMI myndum.
Samkvæmt DCl mæligögnum fundust
fimm ný Rydberg orkuástönd og átta
ný titringsástönd jón-para forms sam-
eindarinnar. Sterk
víxlverkunaráhrif
greindust milli
einstigs Rydberg
ástanda og jón-
para ástandsins
sem birtist í formi
LS og LI áhrifa og
sem samsætu-
hliðranir. Óreglu-
legt mynstur REMPI litrófa fyrir sam-
eindabrotin CH og CD sem mynduðust
við fjölljóseindarof bromoforms báru
vitni um hraðvirka rofnun fjögurra
Rydberg ástanda. LS og LI áhrif sem
og breikkun litrófslína báru þessu
vitni. Orka viðkomandi ástanda var
auðkennd. Fjölmörg Rydberg ástönd
CH3Br sameindarinnar voru orkuörv-
uð á tveggja ljóseinda bylgjutölusvið-
inu 66.000-80.000 cm-1. Rofferli voru
könnuð með aðferðum eins- og tvílita
fjölljóseindaörvana. Einnar, tveggja og
þriggja ljóseinda örvanir sameindar-
innar leiddu til myndunar sameinda-
brotanna CH3 og Br.. Meginrofferli
sameindarinnar var hins vegar mynd-
un CH3 Rydberg ástanda ásamt bróm
frumeindum í kjölfar þriggja ljóseinda
örvunarinnar. Vísbendingar um víxl-
verkun milli Rydberg ástanda og jón-
para ástanda fundust.
Arnar Hafliðason
Arnar Hafliðason útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Kvennaskólanum í
Reykjavík árið 1998 og árið 2008 útskrifaðist hann með B.Sc. gráðu í efnafræði
frá Háskóla Íslands. Foreldrar Arnars eru Arndís Sigurðardóttir og Hafliði Guð-
mundsson heitinn (1941-2011). Dóttir Arnars er Elísa N. Arnardóttir 5 ára. Arnar
er núna nýdoktor við Háskóla Íslands.
Doktor
40 ára Gunnar er frá
Finnstungu í Blöndudal
en býr á Blönduósi. Hann
er með MA í sagnfræði og
er gæðastjóri hjá Vilko.
Maki: Þórdís Hauksdóttir,
f. 1979, fræðslustjóri.
Börn: Halldór, f. 2001,
Elísabet, f. 2008, og tví-
burarnir Haukur og Skírn-
ir , f. 2011.
Foreldrar: Halldór Bjarni
Maríasson, f. 1952, og Ás-
laug Guðmundsdóttir, f.
1951, bús. á Blönduósi.
Gunnar Tryggvi
Halldórsson
40 ára Sunna er Njarðvík-
ingur og er náms- og
starfsráðgjafi hjá Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja.
Maki: Bjarni Sæmunds-
son, f. 1977, vélvirki og
hópstjóri hjá Isavia.
Börn: Breki, f. 2002, Elín,
f. 2006, Brynjar, f. 2009,
og Sæmundur, f. 2011.
Foreldrar: Gunnar Þór-
arinss., f. 1949, við-
skiptafr., og Steinunn Sig-
hvatsd., f. 1950, þau reka
bókhaldsstofu í Njarðvík.
Guðlaug Sunna
Gunnarsdóttir
30 ára Konráð er úr
Ólafsvík en býr í Reykja-
vík. Hann er sendibílstjóri
í eigin rekstri.
Börn: Talía Björk, f. 2011,
og Kría Logn, f. 2013.
Systkini. Oddur, f. 1978,
Víðir, f. 1981, Kolfinna
Snæbjörg, f. 1987, og
Eydís Salbjörg, f. 1990.
Foreldrar: Haraldur
Yngvason, f. 1959, bús. í
Noregi, og Sigurlaug Kon-
ráðsdóttir, f. 1959, bús. á
Arnarstapa.
Konráð Logn
Haraldsson