Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat
og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu
verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur
í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest,
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
Ágúst Ingi Jónsson
Loðnubresturinn er mikið áfall fyrir
einstök sjávarútvegs- og þjónustu-
fyrirtæki og samfélögin sem þau
starfa í. Sjómenn á uppsjávarskipum
verða launalitlir í sjö mánuði og eng-
in uppgrip verða hjá starfsfólki
loðnubræðslnanna og uppsjávar-
frystihúsanna þetta árið. Það áfall
sem fyrirtækin og starfsfólkið verð-
ur fyrir smitast út í samfélögin og
hefur áhrif á flesta íbúa þeirra þegar
upp verður staðið.
Stjórnendur sveitarfélaga sem
eiga hagsmuna að gæta í veiðum og
vinnslu loðnu eru að taka saman upp-
lýsingar um áhrif loðnubrests á
byggðarlögin. Eftir að tilkynnt var
um að Hafrannsóknastofnun myndi
ekki standa fyrir frekari leit að loðnu
á þessari vertíð og þar með ljóst að
ekki verður neinn loðnukvóti gefinn
út hafa stjórnendur sjávarútvegsfyr-
irtækjanna sest yfir reksturinn. Það
sama á við um fyrirtæki sem þjóna
veiðum og vinnslu á loðnu.
Gríðarlegt áfall
Góðar loðnuvertíðir árin 2012 og
2013 skiluðu 30-34 milljörðum króna
í útflutningsverðmætum, á verðlagi
hvers árs. Undanfarin 3 ár hefur
loðnan skilað um 18 milljörðum á ári,
samkvæmt upplýsingum Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi. Frá árinu
2000 hafa loðnuafurðir skilað að með-
altali 9% af verðmæti sjávarafurða.
„Þetta er gríðarlega mikið áfall
fyrir fyrirtækin og samfélögin. Einn-
ig fyrir þjónustufyrirtækin sem hafa
verið að þjónusta greinina svo sem
við löndun, brettasmíði og fleiru. Ég
geri ráð fyrir að nú sitji hver og einn
stjórnandi og fari yfir stöðu síns
fyrirtækis og reikni,“ segir Jens
Garðar Helgason, formaður Sam-
taka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann
segir að loðnubresturinn sé einnig
mikið högg fyrir þjóðarbúið þar sem
ríkissjóður verði af að minnsta kosti
4 milljörðum króna í tekjur, ef miðað
er við vertíð eins og var í fyrra sem
þó hafi ekki verið neitt sérstök.
Fyrirtæki í Fjarðabyggð eru með
mesta loðnukvótann og þar komu á
land um 47% aflans á síðasta ári.
Fyrirtækin þar verða því af miklum
tekjum, eða um 10 milljörðum ef
tekið er mið af síðasta ári. Fjármála-
stjóri bæjarins hefur reiknað út að
launatekjur starfsmanna sjávarút-
vegsfyrirtækja í Fjarðabyggð af
veiðum og vinnslu loðnu hafi numið
einum milljarði á árinu 2018. Mun
loðnubresturinn lækka laun starfs-
manna um 13%. Að auki er gert ráð
fyrir að samdráttur í launatekjum
starfsmanna í þjónustufyrirtækjum
nemi um 250 milljonum króna. Í
heild muni launatekjur íbúa í
Fjarðabyggð dragast saman um að
minnsta kosti 5% á milli ára.
Fram kom hjá fjármálastjóra
bæjarins að 15 starfsmönnum hafi
verið sagt upp störfum vegna óviss-
unnar. Þar mun aðallega vera um að
ræða starfsmenn Tandrabergs sem
vinna við löndun og smíði frysti-
bretta.
Bæjarsjóður Fjarðabyggðar og
hafnasjóður verða af um 260 millj-
óna króna tekjum og hefur bæjarráð
óskað eftir því að forstöðumenn
stofnana undirbúi sparnaðaraðgerð-
ir.
Gunnþór Ingvason, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, sagði í samtali við
mbl. í fyrradag, að vitað væri að
loðnustofninn væri að endurnýja
sig. „[...Þ]að er enginn afkomubrest-
ur í hrygningarstofni. Við þurfum
bara að setja þessa vertíð aftur fyrir
okkur og draga saman seglin og
mæta því og horfa svo bara bjartsýn
inn í framtíðina.“ Hann lagði áherslu
á að sett yrði aukið afl í rannsóknir.
Afla þekkingar um það hvað væri að
gerast og hvernig loðnan hegðaði
sér, svo að hægt verði að nýta hana
með sjálfbærum hætti.
Mál okkar allra
„Eins og staðan er núna verða
engar loðnuveiðar í ár. Enn er ekki
hægt að fullyrða hver áhrifin verða,“
segir Hrafn Sævaldsson, nýsköpun-
ar- og þróunarstjóri Þekkingarset-
urs Vestmannaeyja, sem vinnur að
því með stjórnendum bæjarins og
fyrirtækjanna að undirbúa opinn
fund með bæjarbúum til að fara yfir
stöðu mála. Á vegum bæjarins er
verið að taka sama upplýsingar um
áhrif loðnubrestsins í Eyjum og
verður hún lögð fyrir bæjarráð ein-
hvern næstu daga.
Ljóst er að áhrifin verða mikil í
Vestmannaeyjum. Nærri þriðjung-
ur loðnukvótans er vistaður á skip-
um þar þótt hluta aflans sé landað á
Þórshöfn. Um þriðjungur af þeim
útflutningstekjum sem tapast bitnar
því á fyrirtækjum, starfsfólki og
sveitar- og hafnarsjóðum. „Þótt við
séum ekki lengur í efsta sæti yfir
þau sveitarfélög þar sem hæst hlut-
fall tekna er af sjávarútvegi erum
við alveg við toppinn. Við erum
uppsjávarveiðasamfélag og áhrifin
af svona höggi verða mikil,“ segir
Hrafn.
Hann bendir á að áhrifin verði
mikil á sjómenn á skipum sem eru á
uppsjávarveiðum. Þeir hafi lokið
síldveiðum í lok nóvember og verði
tekjulitlir fram í júlí þegar reiknað er
með að makrílveiðar hefjist. Ein-
hverjir túrar á kolmunna breyti ekki
miklu um það. Minni vinna verði í
frystihúsum og fiskimjölsverksmiðj-
um.
Ekki komi inn tekjur á skip, fiski-
mjölsverksmiðjur og ný uppsjávar-
frystihús sjávarútvegsfyrirtækj-
anna. Þjónustufyrirtæki við
sjávarútveginn muni finna fyrir
áhrifunum því loðnufyrirtækin muni
ekki þurfa á nema lágmarks þjón-
ustu að halda. Þá verði sveitarfélagið
af miklum tekjum.
„Áhrif samdráttar á veiðar og
vinnslu, tekjur og laun er hægt að
reikna út. Síðan eru matskenndir
þættir sem hafa einnig áhrif. Þegar
minni peningar koma inn í hagkerfið
eyðir fólk minna og það hefur áhrif
út um allt samfélagið þótt erfitt sé að
mæla það,“ segir Hrafn.
Hann veltir því fyrir sér hvort
hægt sé að grípa til mótvægisað-
gerða til að deyfa áhrifin. Fordæmi
séu fyrir því. Segir Hrafn að þessa
umræðu þurfi að taka. „Sjómenn og
fiskverkafólk er ekki eitt í þessu.
Þetta er mál okkar allra,“ segir hann.
Skoða hagræðingu
Bein áhrif loðnubrestsins koma
fram í Vestmannaeyjum með því að
Ísfélag Vestmannaeyja hefur aug-
lýst uppsjávarskipið Álsey til sölu og
sagt upp hluta áhafnar þess. Stefán
Friðriksson, framkvæmdastjóri fé-
lagsins, sagði við mbl.is að horfur
væru á minnkandi verkefnum, með-
al annars vegna þess að ekki hefðu
tekist samningar við Færeyingar
um veiðar á kolmunna og útlit fyrir
minnkandi kvóta í makríl og norsk-
íslenskri síld í framtíðinni.
„Hvar eiga þau að skera niður?“
spurði Gunnþór Ingason blaðamann
mbl.is. Hann sagði að einhver hag-
ræðing yrði í rekstri Síldarvinnsl-
unnar en ekki væri tímabært að gefa
út með hvaða hætti brugðist yrði
við.
Jens Garðar Helgason segir ekki
hægt að segja til um það hvort fyrir-
tækin muni selja frá sér fleiri skip.
Spurður um hugsanlegar uppsagnir
sjómanna og fiskverkafólks segist
Jens Garðar vonast til að ekki þurfi
að koma til þess. „Ég geri ráð fyrir
að stjórnendur fyrirtækjanna séu
nú að fara yfir stöðuna. Það er algert
neyðarbrauð að segja upp fólki. Ef
til þess kemur vona ég að það verði í
algeru lágmarki,“ segir hann.
Engin uppgrip á sjó eða landi
Loðnubresturinn er mikill áfall fyrir sjávarútvegs- og þjónustufyrirtækin og samfélög þeirra
Sjómenn verða launalitlir í marga mánuði Ríkið verður af um fjórum milljörðum í skatttekjum
Morgunblaðið/Kristinn
Neskaupstaður Fjarðabyggð er það sveitarfélag landsins sem mest á undir loðnuveiðum og
vinnslu. Tæpur helmingur loðnuaflans barst á land þar á síðasta ári.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vestmannaeyjar Loðnubresturinn hefur víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum, eins og öðrum bæjum
sem hafa treyst á loðnuna, og hríslast út um allt samfélagið. Allir bæjarbúar finna fyrir honum.
Ljóst er að loðnubrestur og litlar
veiðar á humri í ár munu hafa veru-
leg áhrif á Hornafirði. Matthildur
Ásmundardóttir, bæjarstjóri á
Höfn, segir stöðuna varðandi
loðnuna speglast í samþykkt
bæjarráðs 4. mars síðastliðinn. Þar
var fjármálastjóra falið „að meta
hvort loðnubrestur valdi forsendu-
bresti í tekjuáætlun fjárhagsáætl-
unar sveitarfélagsins“.
Matthildur segir að unnið sé að
þessu mati og það verði væntan-
lega lagt fram á fundi bæjarráðs
næsta mánudag. Það sé hins vegar
alveg ljóst að loðnubrestur og lítill
humarafli, þó svo að þar sé enn
óvissa með aflaheimildir, muni hafa
áhrif á útsvarsgreiðslur til sveitar-
félagsins og tekjur hafnarsjóðs.
Skinney-Þinganes sé einn stærsti
vinnuveitandinn á staðnum og
þessi áföll muni hafa áhrif víða í
samfélaginu.
Hins vegar hafi fjölmörg störf
verið í boði á Höfn í tengslum við
ferðaþjónustuna og í raun verið
slegist um hverja hönd, sem hafi
verið á lausu. Á síðasta ári hafi orð-
ið meiri fjölgun ferðamanna á Höfn
heldur en var á landsvísu. Mesta
aukning hafi verið yfir vetrartímann
og góður gangur hafi verið í þessari
starfsemi undanfarið. Þetta sé mik-
ill styrkur þegar bjáti á í sjávar-
útvegi og mörg önnur sveitarfélög
geti ekki reitt sig á slíkt.
„Eigi að síður höfum við miklar
áhyggjur af stöðunni,“ sagði Matt-
hildur.
Miklar áhyggjur af stöðunni
VERULEG ÁHRIF Á HÖFN Í HORNAFIRÐI
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Loðnuvertíð Jóna Eðvalds frá Höfn á loðnumiðunum veturinn 2016.
Loðnubrestur