Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gærkvöldi tillögu stjórnar- innar um að hafna útgöngu Bret- lands úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars næstkomandi með 321 atkvæði gegn 278. Breyt- ingartillaga um að hafna því að landið gengi nokkurn tíma úr ESB án samnings hafði áður verið samþykkt með 312 atkvæðum gegn 308, en hún er ekki lagalega bindandi. Tillögu um að fresta útgöngunni til 22. maí til að undirbúa útgöngu án samnings var hafnað með 374 atkvæðum gegn 164. Gert er ráð fyrir því að neðri deild þingsins greiði atkvæði í dag um hvort fresta eigi útgöngunni. Tillögurnar voru bornar undir at- kvæði eftir að þingdeildin hafnaði Brexit-samningi bresku stjórnar- innar við ESB í fyrrakvöld með 149 atkvæða mun. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn samningnum voru 75 þingmenn Íhaldsflokksins og allir tíu þingmenn norðurírska flokksins DUP, sem styður minni- hlutastjórn Theresu May forsætis- ráðherra. Áður hafði þingdeildin hafnað samningnum með 230 at- kvæða mun í janúar. Leysir ekki vandann May sagði eftir ósigurinn í fyrra- kvöld að ef þingið hafnaði útgöngu án samnings og frestaði henni myndi það ekki leysa vandann sem Bretar stæðu frammi fyrir. „Evrópusam- bandið myndi vilja fá að vita hvernig við hygðumst nýta frestunina. Þing- deildin þarf að svara þeirri spurn- ingu,“ sagði May og bætti við að þingdeildin þyrfti einnig að svara því hvort hún vildi ógilda þá ákvörðun sína að virkja 50. grein Lissabon- sáttmálans um útgöngu úr Evrópu- sambandinu. „Vill þingið efna til ann- arrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Eða vill það útgöngu með samningi en ekki þennan samning?“ Samþykki neðri deild þingsins að óska eftir því að Brexit verði frestað þurfa öll hin aðildarríkin 27 að sam- þykkja frestunina og leiðtogar ESB hafa sagt að hún yrði ekki samþykkt nema Bretar legðu fram trúverðug rök til að réttlæta hana. Næsti leið- togafundur ESB-ríkjanna verður haldinn á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur ESB-ríkjanna eru hlynnt því að Brexit verði frestað þar til í lok ársins eða jafnvel lengur til að gefa breskum stjórnvöldum meiri tíma til að ráða fram úr vandanum. May hef- ur sagt að Bretar geti ekki frestað út- göngunni lengur en í tvo eða þrjá mánuði og er andvíg því að Bretar taki þátt í kosningum til Evrópu- þingsins í maí. Mikill ágreiningur er í ríkisstjórn May og þingflokki breskra íhalds- manna um hvernig tengslin við ESB eiga að vera eftir útgönguna. Nokkr- ir ráðherra hennar hafa beitt sér fyr- ir því að May hefji viðræður um nýj- an samning sem feli í sér nánari tengsl við Evrópusambandið en gert er ráð fyrir í Brexit-samningnum sem neðri deildin hafnaði. Andstæð- ingar ESB í Íhaldsflokknum eru hins vegar andvígir því og vilja að Bretar gangi þegar í stað úr Evrópusam- bandinu til að þeir geti gert við- skiptasamninga við önnur ríki og þurfi ekki að lúta lögum ESB. Nokkrir ráðherrar í stjórn May telja enn möguleika á að Brexit- samningur hennar verði samþykktur í neðri deild þingsins í næstu viku og Brexit-sinnar í Íhaldsflokknum greiði þá atkvæði með honum af ótta við að ella verði ekkert úr útgöngunni. Hafnar útgöngu án samnings  Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu um að útiloka útgöngu úr ESB 29. mars án samnings  Samþykkti einnig tillögu um að hafna því að Bretar gengju nokkurn tíma úr ESB án samnings 0 30 60 90 120 150 180 201720152013201120092007 0 30 60 90 120 150 180 201720152013201120092007 Utanríkisverslun Bretlands Heimild: ONS Viðskipti við ESB-lönd á ársfjórðungi, í milljörðum punda Viðskipti við önnur lönd Innflutningur Bretlands Innflutningur Bretlands Útflutningur Útflutningur 71,46 47,08 55,36 85,93 619 ma. Alls árið 2017 Alls árið 201 640 ma. 75,79 45,97 45,27 85,34 Evrópusambandið án Bretlands Heimild: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Flatarmál í þúsundum km2 27 ESB-lönd 4.215 248 Íbúafjöldi í milljónum, 2018 509 66 Verg landsframleiðsla í billjónum €, mars 2019 13,48 2,39 Bretland Fyrirtækin óánægð » Stærstu samtök breskra fyrirtækja hvöttu í gær breska þingið til að afstýra því að Bretland gengi úr Evrópusam- bandinu án samnings og gagn- rýndu framgöngu breskra stjórnvalda í málinu. » Philip Hammond fjármála- ráðherra sagði að Brexit án samnings myndi leiða til auk- ins atvinnuleysis, lægri launa og hærra vöruverðs. » Um 70% af landbúnaðar- afurðum, sem seldar eru í Bretlandi, 73% af lyfjainnflutn- ingnum og 80% af bílahluta- innflutningnum koma frá ESB- löndum. AFP Mótmæli Brexit-sinnar mótmæla fyrir utan þinghúsið í Lundúnum. R GUNA GÓÐAR I Donald Trump Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær að ákveðið hefði verið að kyrrsetja allar farþegaþotur af gerðinni 737 Max í landinu eftir flug- slysið í Eþíópíu á sunnudaginn var. Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) sagði að ákvörðunin byggðist á nýj- um upplýsingum sem komið hefðu fram. Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu síðdegis í gær að allt flug Boeing-véla af gerðunum 737 Max 8 og 737 Max 9 yrði bannað í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma. Gengi hlutabréfa í Boeing lækkaði um 2% eftir að forsetinn skýrði frá þessu. Fyrr um daginn bættist Kanada í hóp ríkja sem hafa bannað flug þotn- anna í lofthelgi sinni. 157 manns fórust þegar þota af gerðinni 737 Max 8 hrapaði skömmu eftir flugtak í Eþíópíu á sunnudag- inn. Fimm mánuðum áður létu 189 manns lífið þegar þota af sömu gerð hrapaði í Indónesíu. AFP Sorg Konur á minningarathöfn um fólk sem fórust í flugslysinu í Eþíópíu. Max-þotur kyrr- settar vestanhafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.