Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LJÓSADÖGUM AF ÖLLUM LJÓSUM 30% AF PERUM LÝKUR Á MÁNUDAG 20-50% Á bókmenntakvöldi sem hefst kl. 20 í Hannesarholti í kvöld verður dagskrá helguð höfundarverki Álf- rúnar Gunnlaugsdóttur rithöfundar. Gestir fá að kynnast verkum hennar og þá „verður stillt upp rennibraut um Álfrúnu og verk hennar sem rit- höfundar, fræðimenn og leikarar renna sér niður á leifturhraða og bjóða upp á örfyrirlestra, upplestur og óvæntar uppákomur.“ Dagskrá helguð höf- undarverki Álfrúnar FIMMTUDAGUR 14. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Undanfarin þrjú ár hafa bókstaf- lega farið í undirbúning að því að verða atvinnumaður í handbolta. Og nú hef ég verið heppin og upp- skorið laun erfiðis. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að nú tekur meiri alvara við,“ segir Mariam Eradze, landsliðskona í handknattleik, sem er komin á atvinnusamning í Frakklandi. » 1 Meiri alvara hjá Mariam í Frakklandi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kiwanishreyfingin hefur starfað á Íslandi í rúm 55 ár og 24.-26. maí verður Evrópuþing í Reykjavík, en þar er ráðgert að afhenda afrakstur af sölu K-lykilsins til styrktar geð- sjúkum fyrr í sama mánuði. Óskar Guðjónsson tók við sem forseti Kiwanis í Evrópu í október sl. eftir að hafa verið kjörinn í emb- ættið á Evrópuþinginu á Ítalíu í vor sem leið. Hann var kosinn varafor- seti á þinginu í Austurríki 2016 og kjörforseti 2017. „Íslendingar hafa alla tíð verið mjög öflugir í Kiwanis- hreyfingunni í Evrópu,“ segir Ósk- ar, sem er sjöundi Íslendingurinn til að gegna forsetaembættinu. Um 600.000 eru í Kiwanisfjöl- skyldunni á heimsvísu. Mest hafa verið um 1.350 manns í hreyfing- unni á Íslandi en félagsmenn eru nú rúmlega 800. „Á heimsvísu erum við samt fjölmennust miðað við höfða- töluna frægu,“ segir forsetinn, en hreyfingin var stofnuð í Bandaríkj- unum 1915 og var lengi vel einungis þar og í Kanada. Þjónusta börn heimsins Kiwanis er alþjóðleg þjónustu- hreyfing með það helst að markmiði að þjónusta börn heimsins undir kjörorðinu Serving the Children of the World. Óskar segir að sam- vinnuverkefni með Unicef um bar- áttu gegn stífkrampa hafi lokið fyrir tveimur árum en samt sé enn unnið að því. „Íslenska K-dags verkefnið okkar verður í 15. sinn í maí, en þriðja hvert ár söfnum við fram- lögum til styrktar geðsjúkum.“ Hann bætir við að ráðgert sé að af- henda afrakstur af sölunni á Evr- ópuþinginu síðar í sama mánuði. Óskar byrjaði í Kiwanis fyrir um 30 árum, þegar hann varð félagi í klúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli 1989. Það var sameiginlegur klúbb- ur íslenskra starfsmanna á vell- inum, bandarískra hermanna og annarra útlendinga sem störfuðu þar í alþjóðasamstarfinu. Þegar starfsemi Bandaríkjanna á vellinum var hætt missti Óskar starfið, fékk vinnu í Reykjavík og gekk í Kiw- anisklúbbinn Eldey í Kópavogi, þar sem hann býr. Hann var umdæmis- stjóri umdæmisins Ísland-Færeyjar 2009 til 2011. „Sá sem átti að taka við af mér forfallaðist á síðustu stundu þannig að ég hélt áfram ann- að ár og varð þar með sá fyrsti til þess að vera umdæmisstjóri í tvö ár.“ Árið 2012 var Óskar kjörinn í heimsstjórn Kiwanis, en þar hafði Eyjólfur Sigurðsson áður setið og var m.a. heimsforseti. Eftir þrjú ár í stjórninni ákvað Óskar að snúa sér að Evrópuhreyfingunni og fékk þar góða kosningu í forsetaembættið. Von er á um 200 erlendum fulltrú- um auk um 100 íslenskra á Evrópu- þingið í vor. „Gunnsteinn Björnsson frá Sauðárkróki verður í framboði í heimsstjórnina og við gerum okkur góðar vonir enda þingið haldið á heimavelli,“ segir Óskar. Forystumenn Bernhard Jóhannesson, fráfarandi forseti Kiwanisklúbbsins Jörfa í Reykjavík, Guðmundur H. Guð- jónsson, núverandi forseti, og Óskar Guðjónsson, forseti Kiwanis í Evrópu. Evrópuþing í Reykjavík  Óskar Guðjónsson sjöundi Íslendingurinn í starfi forseta Kiwanis í Evrópu  Íslenska K-dags verkefnið í 15. sinn Gítarleikarinn Hilmar Jensson kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Hilmar hyggst leika jöfnum hönd- um eigin lög og annarra, eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Hilmar er fjölmenntaður gítarleikari og hefur hljóðritað og leikið tónlist víða, m.a. í einum 35 löndum með tríói sínu TYFT og fleir- um en hann hefur leikið með ólíku tónlistarfólki gegnum árin. Þá hefur Hilmar komið fram á yfir 50 hljómplötum. Hilmar glímir við gítar- inn í Mengi í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.