Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 64

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LJÓSADÖGUM AF ÖLLUM LJÓSUM 30% AF PERUM LÝKUR Á MÁNUDAG 20-50% Á bókmenntakvöldi sem hefst kl. 20 í Hannesarholti í kvöld verður dagskrá helguð höfundarverki Álf- rúnar Gunnlaugsdóttur rithöfundar. Gestir fá að kynnast verkum hennar og þá „verður stillt upp rennibraut um Álfrúnu og verk hennar sem rit- höfundar, fræðimenn og leikarar renna sér niður á leifturhraða og bjóða upp á örfyrirlestra, upplestur og óvæntar uppákomur.“ Dagskrá helguð höf- undarverki Álfrúnar FIMMTUDAGUR 14. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Undanfarin þrjú ár hafa bókstaf- lega farið í undirbúning að því að verða atvinnumaður í handbolta. Og nú hef ég verið heppin og upp- skorið laun erfiðis. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að nú tekur meiri alvara við,“ segir Mariam Eradze, landsliðskona í handknattleik, sem er komin á atvinnusamning í Frakklandi. » 1 Meiri alvara hjá Mariam í Frakklandi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kiwanishreyfingin hefur starfað á Íslandi í rúm 55 ár og 24.-26. maí verður Evrópuþing í Reykjavík, en þar er ráðgert að afhenda afrakstur af sölu K-lykilsins til styrktar geð- sjúkum fyrr í sama mánuði. Óskar Guðjónsson tók við sem forseti Kiwanis í Evrópu í október sl. eftir að hafa verið kjörinn í emb- ættið á Evrópuþinginu á Ítalíu í vor sem leið. Hann var kosinn varafor- seti á þinginu í Austurríki 2016 og kjörforseti 2017. „Íslendingar hafa alla tíð verið mjög öflugir í Kiwanis- hreyfingunni í Evrópu,“ segir Ósk- ar, sem er sjöundi Íslendingurinn til að gegna forsetaembættinu. Um 600.000 eru í Kiwanisfjöl- skyldunni á heimsvísu. Mest hafa verið um 1.350 manns í hreyfing- unni á Íslandi en félagsmenn eru nú rúmlega 800. „Á heimsvísu erum við samt fjölmennust miðað við höfða- töluna frægu,“ segir forsetinn, en hreyfingin var stofnuð í Bandaríkj- unum 1915 og var lengi vel einungis þar og í Kanada. Þjónusta börn heimsins Kiwanis er alþjóðleg þjónustu- hreyfing með það helst að markmiði að þjónusta börn heimsins undir kjörorðinu Serving the Children of the World. Óskar segir að sam- vinnuverkefni með Unicef um bar- áttu gegn stífkrampa hafi lokið fyrir tveimur árum en samt sé enn unnið að því. „Íslenska K-dags verkefnið okkar verður í 15. sinn í maí, en þriðja hvert ár söfnum við fram- lögum til styrktar geðsjúkum.“ Hann bætir við að ráðgert sé að af- henda afrakstur af sölunni á Evr- ópuþinginu síðar í sama mánuði. Óskar byrjaði í Kiwanis fyrir um 30 árum, þegar hann varð félagi í klúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli 1989. Það var sameiginlegur klúbb- ur íslenskra starfsmanna á vell- inum, bandarískra hermanna og annarra útlendinga sem störfuðu þar í alþjóðasamstarfinu. Þegar starfsemi Bandaríkjanna á vellinum var hætt missti Óskar starfið, fékk vinnu í Reykjavík og gekk í Kiw- anisklúbbinn Eldey í Kópavogi, þar sem hann býr. Hann var umdæmis- stjóri umdæmisins Ísland-Færeyjar 2009 til 2011. „Sá sem átti að taka við af mér forfallaðist á síðustu stundu þannig að ég hélt áfram ann- að ár og varð þar með sá fyrsti til þess að vera umdæmisstjóri í tvö ár.“ Árið 2012 var Óskar kjörinn í heimsstjórn Kiwanis, en þar hafði Eyjólfur Sigurðsson áður setið og var m.a. heimsforseti. Eftir þrjú ár í stjórninni ákvað Óskar að snúa sér að Evrópuhreyfingunni og fékk þar góða kosningu í forsetaembættið. Von er á um 200 erlendum fulltrú- um auk um 100 íslenskra á Evrópu- þingið í vor. „Gunnsteinn Björnsson frá Sauðárkróki verður í framboði í heimsstjórnina og við gerum okkur góðar vonir enda þingið haldið á heimavelli,“ segir Óskar. Forystumenn Bernhard Jóhannesson, fráfarandi forseti Kiwanisklúbbsins Jörfa í Reykjavík, Guðmundur H. Guð- jónsson, núverandi forseti, og Óskar Guðjónsson, forseti Kiwanis í Evrópu. Evrópuþing í Reykjavík  Óskar Guðjónsson sjöundi Íslendingurinn í starfi forseta Kiwanis í Evrópu  Íslenska K-dags verkefnið í 15. sinn Gítarleikarinn Hilmar Jensson kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Hilmar hyggst leika jöfnum hönd- um eigin lög og annarra, eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Hilmar er fjölmenntaður gítarleikari og hefur hljóðritað og leikið tónlist víða, m.a. í einum 35 löndum með tríói sínu TYFT og fleir- um en hann hefur leikið með ólíku tónlistarfólki gegnum árin. Þá hefur Hilmar komið fram á yfir 50 hljómplötum. Hilmar glímir við gítar- inn í Mengi í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.