Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 28

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 28
ina mjaldur. Sú samlíking varð einn- ig til þess að flugvélaframleiðandinn ákvað að nefna fyrstu kynslóð vél sinna, sem framleiddar voru í þessu formi, Beluga, sem er alþjóðlegt heiti hvalategundarinnar (latneskt heiti tegundarinnar er delphinapte- rus leucas). Kynnt til sögunnar árið 1995 Mjaldrinum var hleypt af stokk- unum með fyrsta tilraunafluginu ár- ið 1994 en vélin var formlega kynnt til sögunnar ári síðar. Byggir vélin á skrokki A300-600 breiðþotunnar en útlit hennar minnir í litlu á þá stað- reynd. Beluga voru framleiddir fimm mjaldrar af þessu tagi og hafa þeir allt til þessa dags þjónustað Airbus og flutt stærstu flugvélap- arta framleiðslunnar milli borganna Toulouse og Hamborgar og níu ann- arra verksmiðja sem dreifðar eru um Evrópu. Forverarnir voru bandarískir Hugmyndin að hinu sérkennilega skrokklagi er hins vegar ekki komin frá Airbus og raunar heldur ekki Bo- eing. Eldri vélar, sem hannaðar voru og smíðaðar af bandaríska flug- vélaframleiðandanum Aero Spacel- ine á sjöunda og áttunda áratug síð- ustu aldar voru einnig þannig úr garði gerðar að búkurinn var afar hár og úr hlutföllum við aðra hluta vélarinnar. Fyrsta vélin af því tagi sem AS smíðaði bar viðurnefnið „Ófríski gúbbífiskurinn“ (e. Pregnant Guppy). Sú vél varð þekkt um öll Bandaríkin og raunar víðar þar sem hún var nýtt í flutninga á stórum tækjabúnaði sem notast var við í tengslum við Apollo-geim- ferðaáætlun NASA. Síðar komu til sögunnar stærri og nýrri vélar af svipaðri gerð og var sú framleiðsla nefnd „Súper Gúbbífiskurinn“ (e. Super Guppy). Anna ekki framleiðsluþörfinni Á síðustu árum hefur sprenging orðið í framleiðslu fyrirtækisins, rétt eins og hins bandaríska keppinaut- ar, Boeing. Ljóst var strax árið 2013 að vélarnar fimm sem framleiddar voru á síðasta áratug 20. aldarinnar myndu ekki anna flutningaþörf fyrirtækisins. Af þeim sökum hefur fyrirtækið um nokkurra ára skeið unnið að því að fjölga flutninga- vélum sínum. Lagði fyrirtækið mat á nokkrar flutningavélar sem það taldi koma til greina í því að auka flutn- ingsgetuna og þar var m.a. litið til hinna gríðarstóru Antono AN-124- og AN-225-véla, ásamt Boeing C-17- flutningavélarinnar og Dreamlifter en síðastnefnda vélin byggir á skrokki Boeing 747-400-breiðþot- unnar og ber ýmis útlitseinkenni Mjaldursins. Að lokum varð úr að Airbus ákvað að hefja framleiðslu nýrrar kyn- slóðar Mjaldra og fékk sú tegund heitið Beluga XL. Það er skiljanleg nafngift enda er vélin mun stærri í sniðum en fyrirrennarinn og er flutningsgeta hennar allt að 30% meiri. Fyrsta kynslóð Mjaldursins er t.d. 56,15 metrar á lengd og væng- hafið 44,84 metrar og þá hefur hún hámarks flugtaksþyngd upp á 155 tonn. Beluga XL getur tekið á loft með heildarþyngd upp á 227 tonn. Vænghaf hennar er 60,3 metrar og lengdin nærri 7 metrum meiri eða 63,1 metri. Til að setja flutningsgetu Beluga XL í samhengi má nefna að hún getur flutt tvo vængi A350 XWB-risabreiðþotunnar meðan fyrsta kynslóðin gat aðeins flutt einn væng í senn. Beluga XL er, ólíkt hinni upprunalegu Beluga-vél sem byggð var á A300-vélinni, byggð á skrokki hinnar stóru A330-breiðþotu en nokkrar slíkar voru t.d. í þjónustu WOW air um tíma. Aðeins eitt eintak til í heim- inum Enn sem komið er hefur Airbus aðeins framleitt eitt eintak af Beluga LX. Þær verða hins vegar fimm tals- ins þegar upp verður staðið og munu þær í raun leysa hinar fimm eldri vélar af hólmi jafnt og þétt. Sam- kvæmt fréttaveitunni Bloomberg er áætlaður þróunar og framleiðslu- kostnaður vélanna fimm talinn stappa nærri 1 milljarði evra, jafn- virði 137 milljarða íslenskra króna. Vélarnar eru knúnar tveimur Rolls-Royce hreyflum af gerðinni Trent 700. Það eru samskonar hreyflar og A330 þotur Airbus eru búnar. Listaverð hvers hreyfils er 23,25 milljónir dollara, jafnvirði 2,8 milljarða íslenskra króna. Ljósmynd/Michel Gilliand Super Guppy Það var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar sem bandaríski flugvélaframleiðand- inn Aero Spaceline framleiddi vélar sem eru með sama lagi og Mjaldurinn og Dreamlifter frá Boeing. Ljósmynd/Airbus Sérstæður Nýi Mjaldurinn, sem leysa mun hina eldri af hólmi, lendir í fyrsta sinn í Bremen 14. nóvember 2018. Þar er ein af starfsstöðvum Airbus þar sem flugvélapartar eru settir saman. Ein sérkennilegasta flugvél heims  Mjaldurinn er viðurnefni á einni sérstæðustu flugvél sem ber fyrir augu fólks á flugvöllum Evrópu  Þar er á ferðinni flutningavél Airbus  Nú hefur ný kynslóð þessara sérstöku véla hafið sig til flugs Ljósmynd/Airubs Risi Nýi Mjaldurinn (Beluga XL) er engin smásmíði og er byggður á sama skrokki og A330-breiðþotur Airbus. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Skrokkur flestra flugvéla er byggð- ur á sömu hugmynd. Hann er langur og mjór og í ákveðnu hlutfalli við vængina sem gegna því hlutverki að þjappa lofti undir vélina, svo hún takist á loft. Vissulega eru vélar afar mismunandi útlits, enda stærðar- munurinn oft gríðarlegur. Þannig er hámarks flugtaksþyngd Cessna 172S um 1,2 tonn en hin gríðarstóra Antonov An-225-flutningavél getur vegið allt að 640 tonn í flugtaki.En þótt flestar vélar beri svipuð ein- kenni eru nokkrar sem skera sig meira úr en aðrar. Ekki aðeins vegna stærðar sinnar heldur einnig skrokklagsins. Það eru vélar sem flugvélaframleiðendurnir Airbus og Boeing hafa þróað og smíðað í því skyni að flytja flugvélaparta milli verksmiðja sinna. Skrokkur vélanna er mun hærri miðað við lengd vél- anna en gengur og gerist og hefur hann oft þótt minna á hvalategund- 28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 TILBOÐSDAGAR 50% AFSLÁTTU R ALLT AÐ 3.356 Áður: kr. 4.795 3.356 Áður: kr. 4.795 1.998 Áður: kr. 3.995 1.498 Áður: kr. 2.995 998 Áður: kr. 1.995 4.196 Áður: kr. 5.995 -30% -30% -30% -50% -50% -50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.