Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Bílaíþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 að endurreisa gamalt topplið sem hefur verið langt undir getu und- anfarin ár. Hann rak smiðshöggið á síðasta degi vetraræfinganna í Barcelona með því að ná mestum hraða í hring þann daginn. Spurn- ing er hvort það sé vísbending um betri daga fyrir McLaren. „Sértu í vafa, aktu í botni“ George Russel hefur þótt af- burðaefnilegur en fyrir utan titil ökumanna í formúlu-2 í fyrra varð hann einnig heimsmeistari öku- manna í GP3-formúlunni 2017. Gef- ur hann aldrei neitt eftir eins og einkennisorð hans sýna: „sértu í vafa, aktu í botni“. Eins og Norris keppir Russell með gömlu stórliði sem hefur ekki náð fótfestu í form- úlunni um árabil. Spurning er hvort þeim Kubica takist að reisa Williams úr öskustónni. Russell varð Bretlandsmeistari í körtukappakstri 2009 og vakti síð- ar áhuga Mercedes sem tók hann upp á arma sína og réði hann í þróunarskóla sinn 2017. Í skólun hans fólst meðal annars reynslu- akstur á stöku kappaksturshelgum með Force India, liði sem nú hefur fengið nýtt nafn, Racing Point. Russell sem er 21 árs er lýst sem lítillátum og greindum. „Ég veit hvers ég er megnugur og ég veit hvað mig dreymir um, en mikil- vægt er að ég missi ekki stjórn á sjálfum mér,“ sagði hann. Hinn 22 ára gamli Alexander Albon er mikill vinur Russells og fylgir þeim Norris inn í formúlu-1 úr formúlu-2 sem fóðrað hefur margan ökumanninn upp í aðal- greinina. Orð fór af framúrtökum hans en hann var einnig liðsfélagi Charles Leclerc hjá franska liðinu ART í GP3-formúlunni 2016. Það ár urðu þeir í tveimur efstu sætum í keppni ökumanna í greininni. Albon er fæddur í London, á breskan föður og taílenska móður. Aðeins einu sinni áður hefur Taí- land átt fulltrúa í formúlu-1 en það var Birabongse Bhanudej Bhanu- bandh prins, eða „B Bira“ á sjötta áratrug síðustu aldar. Tólf ára gamlan tók Red Bull hann upp á arma sína 2012 og hann klifraði hægt og bítandi upp metorðastig- ann uns hann varð þriðji í form- úlu-2 í fyrra á eftir Russell og Norris. Hjá Toro Rosso-liðinu kemur Albon í stað Pierre Gasly, sem fékk stöðuhækkun er hann var ráðinn til að keppa fyrir Red Bull. Fyrsti Ítalinn í átta ár Antonio Giovinassi er aldurs- forseti nýliðanna, 25 ára gamall. Hann er þó ekki algjörlega óþekkt- ur á rásmarkinu þar sem hann hljóp árið 2017 í skarð hins slasaða Pascals Wehrlein hjá Sauber. Stóð hann sig vel með tólfta sætinu í Melbourne en í næsta móti, í Kína, flaug hann á öryggisvegg bæði í tímatökunni og sjálfum kappakstr- inum. Giovinassi sýndi öflugt kappakst- urseðli 2016 er hann lauk vertíð- inni rétt á eftir þáverandi liðs- félaga sínum, Pierre Gasly. Hann er fyrsti ítalski ökumaðurinn í formúlu-1 frá því Jan Trulli hætti keppni 2011. Giovinassi gekk upp í gegnum þróunarverkefni Ferrari fyrir unga ökumenn og var varaökumaður liðsins 2017 og 2018, sinnti akstri á æfingum og í ökuhermi. „Ég er til- búnari fyrir formúluna nú en 2016 og 2017. Þetta er fyrsta vertíðin mín á eigin bíl, hjá góðu liði og með liðsfélaga [Kimi Räikkönen] sem ég get lært heilmikið af,“ sagði Giovinassi. Öruggari hjálmar Hjálmar ökumanna í ár verða nýrrar hönnunar til að auka enn frekar á öryggi. Eiga þeir að standast högg frá málmskífu sem skotið væri í hjálminn á 250 km/ klst hraða. Þeir verða einnig að þola 790°C eldblossa og loftriffils- skot í hjálmglerið ásamt því að brotna ekki þótt 10 kílóa lóð væri látið falla á þá úr fimm metra hæð. Vegna breytinga á hönnunar- forsendum bílanna verða fram- og afturvængir einfaldari og vind- skeiðar á hliðum smærri. Tilgang- urinn er að draga úr vængpressu og skilvirkni lofstreymis um og yfir bílana. Eftir æfingarnar í Barce- lona létu liðin í ljós efasemdir um að þessar breytingar skiluðu tilætl- uðum árangri, að auka á keppni í návígi. Keppnisdekkin eru einnig nýrrar gerðar og verða í þremur litum, rauð (mjúk), gul (meðalhörð) og hvít (hörð). Keppnistíðin stendur næstum níu mánuði, lýkur í Abu Dhabi 1. desember. Hefur ekki verið keppt svo lengi frá 1963 er Jim Clark vann titilinn á Lotus með sigri í sjö mótum af tíu frá Mónakó í maí til jóla í Suður-Afríku. Ökumenn verða að losa stýrishjólið og koma sér út úr bílnum á 7 sekúndum Útbúnaður til að styðja við háls og höfuð (HANS) verndar háls og höfuð ef árekstur verður og kemur í veg fyrir tognun og hálsbrot Hjálmur festur með tveimur ólum við grind sem liggur yfir axlir ökumannsins Ólar Sex punkta öryggisbelti Líftölfræðilegir hanskar Skylda. Mæla hjartslátt og súrefni í blóðimeð skynjurum. Verði slys geta læknar strax fengið upplýsingar um lífsmörk Hjálmur búinn til úr háþróuðum efnablöndum og er afar sterkur og léttur Loftaflfræðileg hönnun til að halda höfði ökumanns stöðugu ámiklum hraða Sætið fellur þétt að ökumanni Öryggisbúr Hannað til að þola harðan árekstur Stýrishúsið Útbúið með slökkvikerfi Öryggisbúnaður ökumanna Heimild : Formula 1.com Geislabaugur Útbúnaður úr títan og koltrefjum. Vegur 7 kíló en gæti borið tveggja hæða strætisvagn Voltaren Gel er bæði verkjastilland og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. i va dlega upplýsingar á umbúðum . 15% afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.