Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 46

Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 ✝ Ásta Eiríks-dóttir fæddist á Hesti í Borgar- firði 22. júní 1923. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 6. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ei- ríkur Albertsson, prestur og skóla- stjóri á Hesti í Borgarfirði, og kona hans Sigríður Björns- dóttir, húsfreyja og kennari. Eldri systkini Ástu voru Guð- finna, Jón, Stefanía, Guðbjörg og Björn en yngri voru Albert, Friðrik og Ragnar. Þau eru öll látin nema Ragnar sem býr í Reykjavík. Ásta giftist 14. júní 1958 Friðriki Wathne, f. 3. júní 1927 á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Anton og María Fema, f. 20. júlí 1999. 3) Eiríkur Jón, f. 8. október 1965. Ásta ólst upp á Hesti og bjó þar ásamt foreldrum sínum og systkinum til ársins 1945, er þau fluttu til Reykjavíkur. Eftir komuna til Reykjavíkur gekk hún í Húsmæðraskóla Reykja- víkur og stundaði vinnu. Hún flutti síðar til Bandaríkjanna, en þangað hafði Guðbjörg syst- ir hennar flutt nokkru áður vegna starfa. Bjó Ásta þar úti í nokkur ár. Eftir heimkomuna gekk hún í hjónaband með Friðriki og var heimavinnandi í mörg ár. Vann síðan við ræstingar í Melaskóla og hjá Fjarhitun verkfræðiskrifstofu. Ásta og Friðrik bjuggu lengi í Faxa- skjóli í Vesturbænum en fluttu síðar í Sævargarða á Sel- tjarnarnesi. Eftir andlát Frið- riks flutti hún ásamt syni sín- um Eiríki á Háaleitisbraut. Síðustu tvö árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 14. mars 2019, klukkan 13. Wathne og Lára Friðriksdóttir Wathne. Friðrik lést 16. mars 2001 eftir skammvinn veikindi. Börn Ástu og Friðriks eru 1) Guðbjörg Lára, f. 5. desember 1958, viðskiptafræð- ingur. Maki hennar er Kristján Frið- riksson, f. 24. febrúar 1954, vél- fræðingur hjá Landsvirkjun. Dætur þeirra eru Ásta Hrönn, f. 12. janúar 1990, og Maríanna Wathne, f. 25. nóvember 1995. 2) Jóhann Albert, f. 12. apríl 1963, sjúkraliði. Maki hans er Díana Liz Franksdóttir, f. 4. ágúst 1964, hjúkrunarfræð- ingur. Börn þeirra eru Almar Örn, f. 19. nóvember 1991, Friðrik Frank, f. 15. mars 1996, Elsku mamma mín. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur eftir langt ferðalag. Þegar horft er til baka þá koma upp margar minningar. Eins og svo margar konur af þinni kynslóð varst þú heima- vinnandi þegar við systkinin vorum yngri. Heimurinn var ekki stór í þá daga og það var ekki verið að fara langt. Oftast vorum við heima við, en á sunnudögum hittist stórfjöl- skyldan þín hjá ömmu Sigríði og var þá oft ansi fjölmennt. Ekki var verið að fara til út- landa og þegar haldið var út fyrir bæinn, var oftast ekki far- ið langt. Oftast í þinn ástkæra Borgarfjörð, en þar varst þú fædd og uppalin og elskaðir út- sýnið frá æskuheimilinu á Hesti, yfir Borgarfjörðinn. Við bjuggum lengi í Faxa- skjóli en seinna fluttum við á Seltjarnarnesið í Sævargarða og þar bjugguð þið pabbi þang- að til hann lést eftir skamm- vinn veikindi, rúmlega sjötugur að aldri. Stuttu síðar seldir þú húsið og keyptir þér íbúð á Háaleit- isbrautinni með Eiríki bróður, sem bjó hjá þér alla tíð. Stærsta ferðalagið sem við fórum í saman var þegar við fórum til Kaupmannahafnar ár- ið 1989. Eiríkur fór þar í nýrnaskiptaaðgerð sem hann hafði beðið eftir árum saman og var það mikil gleðistund fyrir þig hvað það tókst vel. Þegar við Kristján eignuð- umst Ástu Hrönn, fyrsta barnabarnið þitt, þá tókst þú ekki annað í mál en að passa hana fyrsta árið og var það yndislegt að sjá hvernig þið Ásturnar blómstruðuð saman. Við Kristján fluttum síðan á Blönduós með Ástu en þar bættist Maríanna okkar í hóp- inn. Alltaf þegar við komum í bæinn þá gistum við í Sævar- görðum hjá ykkur pabba og þú umvafðir þær með allri þinni ást og var oft erfitt fyrir ykkur að kveðjast þegar heim var haldið. Þið voruð dugleg að koma í heimsókn til okkar á Blönduós og þar áttum við oft marga góða daga saman. Barnabörnin voru líf þitt og yndi. Þau voru alltaf velkomin og þú varst alltaf að hugsa um hvað þú gætir gert fyrir þau. Þau elskuðu þig líka alveg jafn mikið á móti og það var ynd- islegt að fá að fylgjast með tengslum ykkar. Á unglingsaldri veiktist þú illa af nýrnasjúkdómi og þurftir að dvelja langdvölum á sjúkra- húsi. Þú varst hrædd um að þú myndir ekki lifa dvölina af, svo veik varstu. Læknirinn þinn sagði þér þó að hafa ekki áhyggjur, þú gætir jafnvel orð- ið níutíu ára og þú varst svo glöð við þær fregnir að þú sveifst um eftir spítalagangin- um. Hann hafði svo sannarlega rétt fyrir sér því þú varst orðin rúmlega 95 ára þegar þú kvaddir. Í lokin varstu orðin mjög þreytt, þó að hugurinn væri alla tíð mjög skýr. Alveg fram að seinustu stundu sagðirðu okkur öllum hvað þú hefðir verið heppin í lífinu og full þakklætis fyrir að hafa átt okk- ur öll að. Þú fórst oft með ljóð eftir Jón frá Ljárskógum núna síð- ustu dagana þína og maður fann að þú varst farin að þrá hvíldina. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Nú er draumanóttin þín komin mamma mín, með friði og ró og það var yndislegt að fá að vera hjá þér þegar þú sveifst á fögrum degi út í glampandi sólskinið. Þín dóttir, Lára. Elsku amma. Kveðjustundin okkar er komin. Þó svo að hugurinn viti að lífið hefur sinn gang þá er fátt sem undirbýr mann fyrir sorgina og söknuðinn, enda missirinn mikill. Við höfum alltaf átt einstak- lega fallega vináttu, allt frá því að ég kom í heiminn og þar til ég kvaddi þig í fangi þínu þeg- ar þú sveifst yfir í sumar- hlýjuna. Mér verður oft hugsað til þeirra yndislegu minninga um þig og afa þegar þið bjugguð í Sævargörðum. Það var alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu að fara suður til ömmu og afa enda heimilið þeirra mikill griðastaður. Þar var allt leyfi- legt og amma alltaf tilbúin með nóg af kræsingum. Oftar en ekki var allt heimilið lagt undir í leik og jafnvel bílskúrinn með. Á sólríkum dögum var svo farið með alla púða, pullur og teppi út á svalir og deginum eytt þar eða farið í langa og góða göngutúra um fallega Sel- tjarnarnesið. Að sjálfsögðu voru heimferð- irnar og kveðjustundirnar þar af leiðandi ekki auðveldar, hvorki fyrir mig né ömmu, og hvað þá fyrir mömmu og pabba en hátt var grátið, alla Suður- ströndina og langleiðina til Reykjavíkur eða lengra. Vináttan hélt áfram að blómstra á unglingsárunum. Amma var þá flutt á Háaleitis- brautina og við fjölskyldan flutt í bæinn að norðan. Það var iðulega farið til ömmu eftir skóla, ekki bara ég heldur öll barnabörnin og voru þá yfir- leitt svangir magar á ferð. Oft- ar en ekki tók amma á móti okkur með ylvolgum grjóna- graut eða bakkelsi úr bakarí- inu. Ef ekki, þá voru vikuinn- kaupin yfirleitt miðuð við fullt hús alla virka daga og ís- skápurinn eftir því. Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar, en jafnframt yndislegar líka því samveru- stundirnar okkar hafa verið margar. Mér þótti svo vænt um það þegar mamma lét mig fá bréf í hendurnar stuttu eftir andlát þitt, bréf sem ég hafði skrifað til þín og sent sem barn, líklega í kringum 8-10 ára gömul. Innihald bréfsins á við enn þann dag í dag en þar skrifa ég til þín um hversu mikið ég sakna þín og þyki vænt um þig. Bréfið endar svo á bæn sem þú kenndir mér og er mér enn í minni; Í þína umsjón nú, ástríki faðir, felum líf, byggð og bú blundum svo glaðir. Það er greinilega ekki orð- um ofaukið að fullyrða það að þú hafir átt mikinn þátt í minni vegferð í lífinu og mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það er því ekkert skrítið að mér finnist hjarta mitt margbrotið þessa dagana. Á síðustu árum höfum við báðar haft orð á því og velt því fyrir okkur hve hlutskipti okk- ar hefur verið líkt á þessum þrjátíu árum. Þá ást og hlýju sem þó ólst mig upp við hef ég reynt að endurgjalda þér eftir bestu getu og reynt að vera þér eins góð stoð og stytta og þú varst mér alla tíð. Þótt sorgin sé erfið og stórt skarð skilið eftir í hjarta mínu og annarra þá lifa þessar fjöl- mörgu minningar áfram og ylja okkur um dýpstu hjartarætur. Ég vona að þú hafir mig áfram í bænum þínum og vakir yfir okkur um ókomin ár. Ég bíð þess svo með eftirvæntingu að hitta þig að nýju og halda okk- ar fallega sambandi áfram, í sólbaði og hlýju þarna hinum megin. Þangað til næst, amma mín, Þín Ásta. Elsku amma. Frá því að ég man eftir mér þá hefur nærvera þín veitt mér ást, umhyggju, frið, öryggi og umfram allt hamingju. Síðustu daga hefur gengið á ýmsu en það sem einkennir þennan tíma er það að við af- komendur þínir höfum varið miklum tímum saman. Það er nefnilega svolítið að koma í ljós að þú varst manneskjan sem olli því að á svona stundum þá leitum við styrks og stuðnings í faðmi hvert annars. Þú varst þungamiðja fjölskyldunnar og mátt vera virkilega stolt af því að þú ólst upp bestu fjölskyldu landsins. Fjölskyldan var þér mikil- vægust alla þína tíð. Þú gafst endalaust af þér og hugsaðir linnulaust um okkur óþekktar- angana bæði í Sævargörðum og á Háaleitisbrautinni. Það að fá að eyða deginum með þér var draumur í dós enda sástu til þess að allt væri til alls og að enginn færi óánægður heim, maður eiginlega óskaði þess að vera veikur til þess að koma í pössun. Þeir eru ófáir frasarnir sem þú skilur eftir í minningunni en þeir sem eiga ef til vill lang- mest við á þessari stundu eru „elskið þið friðinn“ og „lofið þreyttum að sofa“. Þú varst einn mesti ljóða- og tónlistarunnandi sem ég þekki og eyddum við ófáum stund- unum síðastliðin ár á Eir að syngja saman uppáhaldslögin okkar, borðandi pítsu, skálandi í ískaldri kók. Allt sem að þú gafst í ham- ingjuna okkar vil ég vona að við höfum náð að gefa þér til baka, þú varst mín besta vin- kona og þó að það fylgi því mikil sorg að þú sért búin að kveðja hinn lifandi heim þá veit ég að þú vakir yfir mér hvert sem lífið tekur mig. Nú hefur þú lagst til hvílu í sumarsælu og mun ég elska friðinn í minningu þinni um alla tíð. Guð geymi þig, Maríanna. Elsku amma mín, mér finnst svo stutt síðan ég hljóp upp tröppurnar á Háaleitisbraut- inni eftir skóla og skellti tösk- unni á stólinn og heyrði þig segja mér að láta vettlingana mína á miðstöðina því ekki gengi að ég myndi fara í blauta vettlinga seinna. Ást þína sýndir þú mér í litlu hlutunum sem mér þykir svo vænt um eins og hvernig þú breiddir yfir mig þykkt teppi á hlýjum vordegi þannig ég vaknaði í svitabaði því ekki mætti slá að mér eða hvernig þú reiddir fram veislu í hvert skipti sem maður kom svo maður var alveg við það að springa því eitthvað þyrfti maður nú að borða. Alltaf var gott að vera hjá þér enda ríkti einstakur friður sem ég hef ekki fundið annars staðar. Sem merki um hversu gott var að vera hjá þér þá vissi maður aldrei hvort maður myndi fá uppáhaldsplássið sitt eða ekki því svo oft vorum við frændsystkinin hjá þér enda voru ekki margir staðir þar sem betra var að vera á. Vísur og þjóðsögur voru eitt- hvað sem þú hafðir yndi af að segja okkur og fannst okkur jafngaman að heyra þær en þessar minningar standa upp úr. Aldrei heyrði ég þig hall- mæla nokkurri manneskju enda hafðirðu ekkert slíkt í þér en í mínum huga verður þú alltaf táknmynd um hjartahlýja manneskju sem hugsaði um sína af alúð og umhyggju og sýndi það svo sannarlega í verki. Ég enda þetta á vísunni sem þú fórst einna oftast með fyrir mig og þar til við sjáumst næst amma mín, takk fyrir mig og takk fyrir allt. Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig Og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð glaða kringum sig. (Þorsteinn Erlingsson) María Fema. Ásta Eiríksdóttir Wathne Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR MARÍA JÓNSDÓTTIR, Krókavaði 21, lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. mars. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 14. mars klukkan 13. Árni Andersen Pétur Már Ólafsson Nína Sif Pétursdóttir Karvel Halldór Árnason Linda Sóley Halldórsdóttir Margrét Árnadóttir Eyþór Árnason Ása Óðinsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYÞÓR ÞÓRISSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. mars klukkan 13. Jón Þór Eyþórsson Olga Stefánsdóttir Daníel Eyþórsson Sigurlaug Gunnarsdóttir Kent Tórisson Ásthildur Tórisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, DAVÍÐ SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. mars klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir minnisvarða um Davíð 0130-15-010650, kt. 220365-4929. Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir Eva Dögg Davíðsdóttir Þorleifur Gaukur Davíðsson Aníta Ingibjörg Davíðsdóttir Nói Guðjón Davíðsson Jósúa Gabríel Davíðsson Kristín María Þorvaldsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR SNÆBJÖRNSSON bóndi, Stað, Reykhólahreppi, lést 9. mars á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Útför fer fram frá Fossvogskirkju 21. mars klukkan 13. Jarðsett verður í Staðarkirkjugarði í Reykhólahreppi. Sigfríður Magnúsdóttir Gauti Eiríksson Helga Dögg Kristjönudóttir Rebekka Eiríksdóttir Kristján Þór Ebenezersson Harpa Björk Eiríksdóttir Guðmundur Karl Magnússon og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.