Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Þegar frost
er á fróni
Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup
Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði
Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga
Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði • Þernan, Dalvík
Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi
100% Merino
ullarnærföt
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.run.is
Í heimildamyndinni Leaving Neverland
segja þeir Wade Robson og James Safec-
huck frá því hvernig tónlistarmaðurinn
Michael Jackson hafi beitt þá kynferðis-
legu ofbeldi þegar þeir voru börn.
Ákæru árið 1993 lauk með sátt
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jackson
er sakaður um barnaníð, en ásakanir hafa
loðað við hann allan hans fullorðinsferil,
allt þar til hann lést árið 2009.
Árið 1993 komst hann í heimsfréttirnar
þegar hann var sakaður um að hafa brotið
á Jordy Chandler, þrettán ára gömlum
pilti. Jackson og fjölskylda Chandlers
komust að samkomulagi um sáttagreiðslu
upp á milljónir Bandaríkjadala. Í þeim
réttarhöldum var Wade Robson eitt lykil-
vitna, sem neitaði því að Michael hafi
nokkurn tíma beitt hann kynferðisofbeldi,
þrátt fyrir að þeir hefðu margoft sofið í
sama rúmi.
Í dag halda þeir Wade og James því
hinsvegar fram að Jackson hafi misnotað
þá þegar þeir voru börn. Þeir lýsa brot-
unum í smáatriðum í myndinni en báðir
eyddu þeir miklum tíma á heimili og ævin-
týralegum búgarði Jackson sem bar heitið
Neverland.
Alltaf sama aðferð
Það hefur vakið athygli og mikil umræða
skapast um af hverju James og Wade
koma svona seint fram með sínar sögur.
Sigríður segir að upplifun barna af kyn-
ferðisofbeldi sé ekki endilega að þetta sé
eitthvað slæmt eða vont, hvað þá að það sé
ofbeldi. Hún segir að leið Michael Jackson
til að ná til drengjanna hafi alltaf verið sú
sama. Það var ekkert sem gaf til kynna að
það væri einhver hætta á ferðum. Foreldr-
arnir óttuðust hann ekki, aðrir í kringum
Michael voru ekki hræddir, af hverju hefðu
drengirnir átt að vera hræddir við hann?
Börn efast ekki um góðmennsku annarra
og í hugarheimi barna, getur fullorðinn að-
ili ekki bæði verið góður og vondur. Og ef
einstaklingur er „góður“ og barnið búið að
upplifa sig öruggt, t.d. með vináttu og
gjöfum, þá getur barnið ekki sett það sem
er að gerast í samhengi við eitthvað slæmt.
Það kom sterkt fram í þættinum, t.d. við-
talið sem James tók í flugvélinni, um hvað
honum (Michael) fannst skemmtilegast í
Disney-ferðinni, var svar hans m.a. „Að
vera með þér,“ eins og Sigríður lýsir því.
Dæmigerð viðbrögð þolenda
Aðferðin sem Michael notaði er dæmi-
gerð fyrir gerendur og viðbrögð þeirra
James og Wade eru dæmigerð fyrir við-
brögð barna og unglinga sem hafa orðið
fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Börn segja
sjaldnast frá. Börn þurfa að fá að heyra –
helst frá foreldrum sínum – hvað er í lagi
og eðlilegt í samskiptum, hvar liggja mörk-
in og hvað eru einkastaðir líkamans. Og síð-
ast en ekki síst þurfa börn að heyra að að-
ilar sem þau þekkja vel eða þykir vænt um
geti reynt að brjóta reglur um einkastaðina.
Í kynferðisofbeldi felast m.a. atlot og snert-
ingar og líkami barna örvast við snertingu.
Börn hafa ekki skilning á því að þetta er of-
beldi. Þetta eru bara börn og það er í
verkahring fullorðinna að vernda þau.
Vegna sterkra viðbragða vill Sigríður benda
á fræðslu fyrir fullorðna um hvernig er
hægt að Vernda börn á blattafram.is
Gömul saga og ný
Logi og Hulda fengu Sigríði Björnsdóttur sálfræðing og stofnanda Blátt áfram, nú Verndarar barna – Blátt áfram, í spjall á K100 í kjölfar
heimildamyndarinnar Leaving Neverland sem HBO sjónvarpsstöðin sýndi nýlega í tveimur hlutum og RUV hefur hafið sýningu á.
AP
Skjáskot/Youtube
Ein stór fjölskylda Michael Jackson myndaði náin tengsl við alla
fjölskyldumeðlimi drengjanna. Hér er hann með fjölskyldu Wade.
AFP
Ásakanir Michael Jackson heitinn er nú aftur kominn í fréttirnar
fyrir alvarlegar ásakanir um barnaníð.
Fram í dagsljósið Dan Reed,
leikstjóri Leaving Neverland,
hér fyrir miðju með þeim Wade
Robson og James Safechuck.