Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Veður víða um heim 25.3., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Hólar í Dýrafirði 5 alskýjað Akureyri 8 súld Egilsstaðir 6 alskýjað Vatnsskarðshólar 8 súld Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 rigning Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 1 skúrir Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 8 skýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 10 léttskýjað London 12 léttskýjað París 11 heiðskírt Amsterdam 9 skýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 6 léttskýjað Vín 8 skýjað Moskva 5 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 17 heiðskírt Winnipeg -9 léttskýjað Montreal -3 heiðskírt New York 8 alskýjað Chicago 3 heiðskírt  26. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:08 20:00 ÍSAFJÖRÐUR 7:10 20:08 SIGLUFJÖRÐUR 6:53 19:50 DJÚPIVOGUR 6:37 19:30 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Allhvöss sunnan- og suðvestanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-til á landinu. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari með éljum og kólnar um kvöldið, fyrst V-lands. Skúrir en síðan él S- og V-lands. Bjartviðri á austanverðu landinu. SV 8-15 í kvöld. Hiti 4 til 10 stig en kólnar smám saman og víða frost í kvöld. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs sem kynnt hafa verið sveitarfélögum á umliðnum vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar frá 21. mars. „Samráð um þann grundvallarþátt málsins, hvort stofna skuli þjóðgarð á miðhálendinu, hefur ekki átt sér stað,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitar- stjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40% Íslands verði í höndum fárra að- ila. Stöðugt er vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir því landsvæði sem er innan þeirra sveitarfélagsmarka.“ Hvað kallar á þjóðgarð? „Þetta er stórmál,“ sagði Helgi Kjartansson, oddviti Bláskóga- byggðar, um þjóðgarðsáformin. „Við óttumst að við missum þarna skipu- lagsvaldið og þjóðgarðurinn muni ráða því í gegnum stjórnunar- og verndaráætlanir hvernig allt á að vera á þessu svæði, verði þjóð- garðurinn að veruleika. Bændur og sveitarfélög eiga þarna upprekstrar- rétt sem er óbeinn eignarréttur. Þarna eru líka ýmis hlunnindi, nám- ur, veiðiréttur og þess háttar. Maður óttast að þessi réttindi hverfi. Svo spyr maður sig hvort eitthvað kalli á að þetta svæði sé þjóðgarður?“ Helgi benti á að sveitarstjóri Húnavatnshrepps hafi ritað minnis- blað um stofnun þjóðgarðs á miðhá- lendinu. Þar kemur skýrt fram að veigamikil völd munu færast frá sveitarfélögunum við stofnun þjóð- garðs til þeirra sem fara með stjórn hans. Einnig hafi sveitarfélagið Hornafjörður tjáð sig um hana. Hornfirðingarnir, sem þekki til Vatnajökulsþjóðgarðs, bendi m.a. á að mikilvægt sé að tryggja þjóðgörð- um sem fyrir eru í landinu rekstrar- grundvöll áður en lögð sé áhersla á að stofna nýjan þjóðgarð. Rekstri þjóðgarða ábótavant Sveitarstjórn Bláskógabyggðar segir reynsluna af rekstri þjóðgarða á Íslandi sýna að mjög víða sé pottur brotinn t.d. í viðhaldi vega, fráveitu- málum og merkingum í þjóðgörðum. Helgi oddviti sagði að góð reynsla hafi verið af Þingvallaþjóðgarði, sem er innan vébanda Bláskógabyggðar, og sátt ríkt um stofnun hans á sínum tíma. „En það er engin sátt nú þegar þjóðgarður á miðhálendinu vofir yfir okkur. Við vorum ekkert spurð hvort það ætti að stofna þjóðgarð á miðhá- lendinu. Það samráð vantar. Okkur er sagt að það sé búið að ákveða þetta. Svo erum við spurð hvernig eigi að útfæra það,“ sagði Helgi. Aðspurður kvaðst Helgi hafa litla trú á að það verði af áformum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Nefndin á að skila tillögu í haust. Þetta mál þarf miklu lengri tíma og miklu meira samtal. Ef það er ekki sátt um þennan þjóðgarð þá er þetta andvana fætt.“ Hann varpaði því einnig fram hvers vegna fjármunum sem eiga að fara í stofnun þjóðgarðs- ins sé ekki frekar varið í brýn verk- efni eins og heilbrigðismál og sam- göngumál. „Á okkar svæði á hálendinu hefur mikið verið unnið að landgræðslu og uppgræðslu, skálar, vegir og slóðar byggðir upp. Mikið af þessu hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. Ég sé ekki fyrir mér að það verði framhald á sjálfboðavinnunni ef þarna verður stofnaður þjóðgarður,“ sagði Helgi. Leggst gegn þjóðgarði á miðhálendi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ásgarður Fjármenn úr Hrunamannahreppi koma með fé úr Hveradölum.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er andvíg áformum um þjóðgarð á miðhálendinu  Ekki ásættanlegt að stjórn og umráð 40% landsins verði í höndum fárra  Óttast að missa skipulagsvald og ýmis afnot Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rann- sóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðu- venjur unglinga. Rannsóknarverk- efnið náði til ung- linga í tíunda bekk árin 2014 og 2016 og svöruðu 4.135 unglingar spurningalista rannsókn- arinnar. Voru unglingar á öllu land- inu spurðir og er rannsóknin talin veita góða innsýn í munnhirðu og neysluvenjur 10. bekkinga á Íslandi. Alls 86,6% stelpna og 70,1% stráka burstuðu tennurnar tvisvar á dag eða oftar, 11,7% stelpna og 26,2% stráka burstuðu einu sinni á dag. Einungis 1,9% stelpna og 5,3% stráka burstuðu sjaldnar en einu sinni á dag. Stelpur burstuðu tennur marktækt oftar en strákar, segir í rannsókninni. Marktækur munur var á tíðni tannburstunar eftir bú- setu en einstaklingar sem bjuggu til sveita voru líklegri til þess að bursta sjaldnar. Ekki var munur á neyslu sælgætis eftir kyni eða búsetu. Marktækt fleiri stelpur sögðust ekki drekka gos eða 28,8% samanborið við 14,3% stráka. Strákar voru einn- ig líklegri til þess að drekka orku- drykki en stelpur og sögðust 33,5% stráka drekka orkudrykki en 21,6% stelpna. Í samtali við Morgunblaðið segir Dana Rún að strákar komi verr út í nær öllum flokkum er varð- ar munnhirðu. Hvað varðar tann- burstun eru niðurstöðurnar hjá strákum í samræmi við erlendar rannsóknir. Forvarnir besta lausnin „Það er spurning með forvarnir, hvort þær henti frekar stelpum al- mennt. Hvort þær höfði bara betur til stelpna,“ segir Dana, spurð hvað mögulega valdi þessum mun. Hún segir einnig að frekari forvarnir séu lausnin á því að auka tíðni tann- burstunar hjá unglingum. Nemendur voru einnig spurðir um þekkingu sína á skaðsemi drykkja fyrir tennur. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýndu að ekki var mikil þekking á mögulegri skaðsemi drykkja fyrir tennur og bentu þær til þess að auka mætti til muna fræðslu um áhrif drykkja á tennur. Mesta þekkingin reyndist vera um áhrif kóks á tennur en rúmlega helmingur (61,7%) svaraði því rétt að kók ylli bæði glerungseyðingu og tannátu. „Það sem var kannski sorg- legt var að við spurðum t.d. um Kristal með mexican lime-bragði. Sem er ekki með sítrónusýru og ekki glerungseyðandi en þau halda að hann sé glerungseyðandi, því það er sítrónubragð,“ segir Dana og bætir við að þekkingin sé almennt léleg um skaðsemi drykkja. „Núna er Ölgerð- in t.d. farinn að merkja með tann- merkinu sem er mjög gott. Það má benda á að t.d. Kristal plús er gler- ungseyðandi þannig að þetta er kannski villandi almennt fyrir fólk. Það er jákvætt fyrir framleiðendur að merkja betur.“ Munnhirða unglings- stráka slæm Morgunblaðið/Eggert Munnhirða Marktækur munur var á gosdrykkju og munnhirðu unglingsstráka og -stelpna í 10. bekk.  Drekka meiri gos og bursta sjaldnar Dana Rún Heimisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.