Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 9

Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Alþingi hefur ekki auglýst á sam- félagsmiðlum, eins og Facebook, Instragram, YouTube og Twitter, og hefur ekki uppi áform um að gera það. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni Pírata. Spurði Björn hvort Alþingi hefði haft einhver útgjöld af þessum auglýsingum frá árinu 2015. Segir í svari þingforseta að á vef Alþing- is og Twitter-síðu þess séu hins vegar reglulega tilkynningar um starfsemi Alþingis og viðburði á vegum þess. Svipað gildi um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn, en þar er efni miðlað á vef Jónshúss, Facebook, Instagram og Flickr. Auglýsingakostnaður Alþingis er fyrst og fremst auglýsingar um laus störf á skrifstofu Alþingis og reglan verið sú að birta slíkar aug- lýsingar í Fréttablaðinu, Morgun- blaðinu og á www.starfatorg.is. Auglýsir ekki á samfélags- miðlum  Alþingi auglýsir bara í dagblöðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Auglýsir ekki á samfélags- miðlum, samkvæmt svari forseta. Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúg- um á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum skv. upplýsingum á vef Fiskistofu. Stærsti hluti þess sem eftir er að veiða á árinu, eða 508 tonn, yrði veiddur á afmörkuðu svæði í Faxa- flóa. Upphafleg ráðgjöf þar var um 644 tonn og voru 136 t. veidd frá 1. september 2018 til loka febrúar. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar segir að afli á sóknareiningu í Norður-Aðalvík, Faxaflóa og norður- og miðsvæði Austfjarða hafi fallið á undanförnum árum, hugsanlega vegna of stífrar sóknar. Stífar veiðar hafi verið stundaðar á miðsvæði Vestfjarða og suðursvæði Austfjarða og greinileg merki séu um fall í afla á sóknareiningu sem bendi til að veiðar hafi verið um- fram afrakstursgetu stofnsins. Veiðisvæði í nýrri ráðgjöf byggj- ast á drögum að reglugerð sem kynnt voru á samráðsgátt stjórn- valda fyrr í vetur. Til fiskveiðiára- móta yrðu leyfðar veiðar á 66 tonn- um á miðsvæði Vestfjarða, 50 tonnum á suðursvæði Vestfjarða og 56 tonnum á utanverðum Breiða- firði. Á suðursvæði við Austurland yrði heimilt að veiða 203 tonn. Veiðar í N-Aðalvík og norður- og miðsvæði Austurlands hafa nú þeg- ar náð ráðlögðum afla fyrir fisk- veiðiárið samkvæmt ráðgjöf sem gefinn var út í júní í fyrra og því eru ekki ráðlagðar frekari veiðar þar. Þá er lagt til að veiðar utan skilgreindra veiðisvæða verði háð- ar leyfum til tilraunaveiða. Í ljósi stífrar sóknar og stutts veiðitíma- bils er ráðlagt að veiða helming af ráðlögðum ársafla á miðsvæði Vest- fjarða og suðursvæði Austurlands. „Sæbjúgu eru almennt talin stað- bundin og ferðast stuttar vega- lengdir með virkri hreyfingu. Ný- legar rannsóknir hafa sýnt að við áreiti, t.d. vegna veiða eða sterkra strauma geta sæbjúgu fyllt sig af sjó og þannig orðið nánast þyngd- arlaus í sjónum og borist umtals- verðar vegalengdir með straumum. Sömu viðbrögð sáust einnig ef þétt- leiki sæbjúgna varð of mikill, segir í ráðgjöf Hafró. aij@mbl.is Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf Morgunblaðið/Albert Kemp Aukin sókn Stíft hefur verið sótt í sæbjúgun á síðustu misserum.  Megnið af því sem óveitt er á fiskveiðiárinu yrði veitt á svæði í Faxaflóa Alls voru 47.278 íslenskir ríkis- borgarar með skráða búsetu er- lendis 1. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram á nýju yfirliti Þjóðskrár. Flestir voru búsettir í Danmörku eða alls 10.952 einstaklingar, 9.501 einstaklingar voru búsettir í Noregi og 8.705 einstaklingar í Svíþjóð. Þar á eftir voru flestir búsettir í Bandaríkjunum eða 6.492 ein- staklingar og 2.406 í Bretlandi. Þýskaland kemur nokkru neðar en þar bjuggu 1.665 Íslendingar og 887 bjuggu í Kanada. Fram hefur komið að meðal er- lendra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi eru Pólverjar langfjöl- mennastir eða 19.190 þann 1. desember síðastliðinn og 4.094 eru frá Litháen. Fram kemur í tölum Þjóðskrár að 699 Íslendingar eru búsettir á Spáni en nokkru fleiri Spánverjar, eða 923, eru búsettir hér á landi. Flestir Íslend- ingar erlendis búa í Danmörku Endursöluaðilar á landsbyggðinni: Jötunn vélar Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum - Bike Tours Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.