Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjarskiptasjóður styrkir tengingu
1.702 lögbýla og fyrirtækja í sveitum
landsins við ljósleiðara á næstu
þremur árum. Búast má við að mun
fleiri tengist í þessum verkefnum,
meðal annars sumarhús og önnur hí-
býli sem ekki njóta ríkisstyrks. Þeg-
ar þessum verkefnum sveitarfélag-
anna lýkur verður landsverkefninu
Ísland ljóstengt að mestu lokið með
nærri 6.000 tengingum.
Fjarskiptasjóður ver 450 millj-
ónum á ári í verkefnið, alls 1,3 millj-
örðum á þremur árum. Að auki veit-
ir ríkið byggðastyrki, samtals að
fjárhæð 154 milljónir kr.
Fram til þessa hafa verið veittir
styrkir samkvæmt samkeppnisfyrir-
komulagi sem leitt hefur til þess að
þéttbýl sveitarfélög hafa verið í for-
gangi. Nú sitja eftir dýrustu svæðin
og var fyrirkomulaginu breytt. Nú
er sveitarstjórnum gefinn kostur á
að gera áætlanir fyrir allt sveitar-
félagið með mótframlögum sveitar-
stjórnar og íbúa og úthlutun dreift á
þrjú ár.
Milljarður í Borgarbyggð
Borgarbyggð og Fljótsdalshérað
eru langdýrustu svæðin sem eftir
eru. Þannig er gert ráð fyrir að lagn-
ing 600-700 km ljósleiðara um dreif-
býli Borgarbyggðar með 440 tengi-
staði kosti hátt í milljarð króna.
Fjarskiptasjóður leggur til rúmar
500 milljónir, sveitarfélagið 300
milljónir, íbúar rúmar 100 milljónir
og byggðastyrkir eiga að brúa mis-
muninn.
Gunnlaugur A. Júlíusson sveitar-
stjóri segir að framkvæmdaröðin
hafi ekki verið ákveðin. Verkinu
verður skipt upp í 18 áfanga. Hann
segir að sveitarstjórn hafi sett sér að
tengja grunnskólana á Kleppjárns-
reykjum og Varmalandi sem fyrst
og að verkefnið verði sýnilegt sem
víðast í sveitarfélaginu frá upphafi.
Sveitarfélagið hefur lagt ljósleið-
ararör þegar Rarik hefur verið að
plægja niður strengi fyrir þriggja
fasa rafmagn í Reykholtsdal og
Hálsasveit og síðan unnið með
Ferðaþjónustunni í Húsafelli að því
að hraða lagningu ljósleiðara þang-
að. Þá segir Gunnlaugur að komin sé
viljayfirlýsing frá Rarik um að
leggja þriggja fasa rafmagn að
Lambastöðum á Mýrum í vor og
verði sett niður rör fyrir ljósleiðara
með þeim streng.
Borgarbyggð bauð út lagningu
ljósleiðarans í vetur og samdi við
verktakann SH leiðarann ehf. Nú er
beðið eftir tillögum fyrirtækisins um
það hvernig hagkvæmast er að
dreifa verkinu yfir þessi þrjú ár.
Gunnlaugur segir að fjarskipti séu
ótrúlega léleg í dreifbýli Borgar-
byggðar og á þess vegna von á góðri
þátttöku íbúa. Léleg fjarskipti hái
ferðaþjónustu og íbúum í þeirra dag-
lega lífi.
Jákvæð áhrif á búsetu
Fljótsdalshérað er langland-
stærsta sveitarfélag landsins, nærri
9 þúsund ferkílómetrar að stærð.
Þar eins og víðar er erfitt að koma
við hringtengingum þannig að
leggja þarf anga í allar áttir, út frá
Egilsstöðum þaðan sem ljósið þarf
að koma.
Hitaveita Egilsstaða og Fella hef-
ur fengið það verkefni að leggja ljós-
leiðarann sem verður um 550 kíló-
metrar í heildina með 294 styrkhæfa
staði. Sveitarfélagið fær 213 millj-
ónir kr. í styrk úr Fjarskiptasjóði og
20 milljónir í byggðastyrk.
Páll Breiðfjörð Pálsson hitaveitu-
stjóri segir að vegna þess að út-
hlutun styrkja hafi dregist sé óvíst
hvað hægt sé að leggja í sumar.
Eftir sé að kaupa lagnaefni og bjóða
lagningu strengsins út. Hann segir
stefnt að því að byrja á lagningu 36
kílómetra strengs um Velli og í Úlfs-
staði og þaðan upp Skriðdal. Einnig
frá Egilsstöðum og um Eiðaþinghá,
um 22 km leið. Við þessar leiðir séu
um 100 styrkhæfir tengistaðir auk
sumarhúsa. „Ljósleiðari býður upp á
mikla þróunarmöguleika fyrir þá
starfsemi sem er í dreifbýlinu, svo
sem ferðaþjónustu og landbúnað.
Það að hafa fjarskiptamálin í lagi
mun hafa jákvæð áhrif á þróun bú-
setu,“ segir Björn Ingimarsson
bæjarstjóri.
1.700 hús tengjast ljósleiðara
Ríkið leggur 1,5 milljarða í ljósleiðaraverkefni sveitanna næstu þrjú árin
Ísland ljóstengt 2019-2021
Upphæðir eru í milljónum króna
Heimild: Stjórnarráðið
Samvinnustyrkir Byggðastyrkir Fjöldi staða
Bláskógabyggð 132,9 14,0 230
Bolungarvíkurkaupstaður 3,4 11
Borgarbyggð 506,6 20,0 440
Dalabyggð 17,1 12,0 20
Fjarðabyggð 13,0 0
Fljótsdalshérað 213,1 20,0 294
Flóahreppur 32,2 67
Hrunamannahreppur 32,4 81
Húnaþing vestra 58,4 10,0 57
Ísafjarðarbær 14,6 10,0 26
Langanesbyggð 10,1 10,0 14
Mosfellsbær 11,0 22
Norðurþing 32,7 61
Reykhólahreppur 8,6 12
Reykjavíkurborg 49,0 131
Skaftárhreppur 17,7 8,0 22
Strandabyggð 2,8 2,0 2
Súðavíkurhreppur 5,5 3,0 6
Sveitarfélagið Árborg 28,1 26
Sveitarfélagið Hornafjörður 30,4 17,0 39
Sveitarfélagið Skagafjörður 70,8 10,0 88
Tálknafjarðarhreppur 3,2 11
Vesturbyggð 40,8 5,0 42
Samtals 1.321,4 154,0 1.702
Morgunblaðið/Eggert
Að vegg Grafið fyrir ljósleiðara á Suðurlandi. Ljós er komið víða um sveitir.
Tveir innbrotsþjófar voru hand-
teknir í Kópavogi á laugardag eftir
að tilkynnt var innbrot í nýbygg-
ingu í bænum. Á vettvangi var á
litlu að byggja, þjófarnir hvergi
sjáanlegir, en þó mátti sjá einhver
skóför og hjólför að auki.
Lögreglumenn, sem sinntu út-
kallinu, komust þó á sporið sem
leiddi þá að íbúð annars staðar í
bænum. Þar fyrir utan stóð bifreið,
sem hafði að geyma þýfið, en í íbúð-
inni voru tveir menn. Voru þeir
sakleysið uppmálað í fyrstu, að
sögn lögreglu, en voru handteknir
og leiddir til yfirheyrslu. Þar ját-
uðu þeir sök í málinu en í íbúð
þeirra fannst einnig talsvert magn
fíkniefna sem hald var lagt á.
Lögregla komst á
spor tveggja þjófa
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Gallabuxur
Kr. 10.990
Str: 42-52
Sídd: 76cm og 80cm
Litir: Blátt og svart
Guðbjörg Kristmundsdóttir var
kjörin nýr formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og ná-
grennis, VSFK, á aðalfundi félags-
ins síðastliðinn fimmtudag. Guð-
björg var sjálfkjörin, þar sem
einungis eitt framboð var til
stjórnar.
Guðbjörg hefur verið varafor-
maður félagsins frá árinu 2015. Í
fréttatilkynningu frá Starfsgreina-
sambandinu segir að Guðbjörg sé
ættuð af Ströndum og frá Akureyri.
Vann hún ýmis verkamanna- og
þjónustustörf á sínum yngri árum.
Þá lauk hún kennaraprófi árið 2003
og starfaði sem kennari í tíu ár.
Guðbjörg tók við embættinu af
Kristjáni Gunnarssyni, sem starfað
hefur fyrir VSFK í 29 ár, þar af sem
formaður félagsins frá árinu 1992.
auk þess sem hann var formaður
Starfsgreinasambandsins á árunum
2004-2011. Þakkaði stjórn VSFK
Kristjáni fyrir störf sín í þágu fé-
lagsins á aðalfundinum.
Kristján kveður og Guðbjörg tekur við
Ljósmynd/Starfsgreinasambandið
Formenn Þau Guðbjörg Kristmundsdóttir
og Kristján Gunnarsson á aðalfundinum.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því við upphaf þing-
fundar í gær að samkomulag hefði verið gert við Ríkisútvarpið um að frá
og með gærdeginum yrðu beinar sjónvarpsútsendingar frá þingfundum og
opnum nefndarfundum á sjónvarpsrásinni RÚV 2. „Það er mikilvægt að al-
menningur geti fylgst með störfum Alþingis og því er þessi breyting fagn-
aðarefni þar sem meira rými er fyrir beina útsendingu frá Alþingi á sjón-
varpsrásinni RÚV 2 en á aðalsjónvarpsrás Ríkisútvarpsins,“ sagði
Steingrímur.
Í tilkynningu á vef Alþingis segir að sjónvarpsútsendingum á RÚV hafi
áður verið þannig háttað að sjónvarpað var á aðalsjónvarpsrás RÚV frá því
að þingfundur hófst þar til regluleg sjónvarpsdagskrá hófst um kl. 17.
Stæði þingfundur lengur var honum sjónvarpað morguninn eftir.
Kosturinn við að senda út á RÚV 2 sé því sá að dagskráin þar er að jafn-
aði mun styttri og marga daga ársins er þar engin dagskrá.
Bein útsending frá Alþingi á RÚV 2