Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Óljóst er hvernig háttað verður að- gangi almennings og fræðimanna að einkaskjölum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Ís- lands, í Þjóðskjalasafni. Að sögn Njarðar Sigurðssonar, sviðsstjóra upplýsinga- og skjalasviðs, hefur safnið lokið frágangi og skráningu á langstærstum hluta af skjalasafn- inu og aðeins lítill hluti er eftir. „Vinnan við fráganginn hefur því tafist miðað við upphaflegar áætl- anir. Ekki hefur því enn verið gengið frá samkomulagi um aðgang að skjalasafni Ólafs Ragnars en það verður gert um leið og frá- gangi og skráningu á því er lokið að fullu. Ég vonast til þess að það geti orðið á næstu misserum,“ segir Njörður. Hann segir að enn hafi enginn haft samband við safnið og óskað eftir aðgangi að skjölunum. Ólafur Ragnar afhenti Þjóð- skjalasafninu einkaskjöl haustið 2016. Safnið innihélt 223 kassa og þrjá fulla skjalaskápa. Samtals er skjalasafnið nú eftir uppröðun um 50 hillumetrar. Safn Ólafs er eitt stærsta safn einstaklings í Þjóð- skjalasafninu. Ólafur Ragnar greið- ir fyrir frágang og skráningu á skjalasafninu samkvæmt samningi frá ágúst 2017. Nemur greiðsla hans um 3,5 milljónum króna. Í þeirri tölu er kostnaður við vinnu og skjalaumbúðir utan um skjölin. Gögnin sem Ólafur Ragnar af- henti eru fjölbreytt og spanna allan feril hans í opinberu lífi. Þau ná frá skólaárum hans í Menntaskólanum í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, einnig frá ár- unum þegar hann lét að sér kveða í Framsóknarflokknum og síðar Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, kennslu hans við Háskól- ann, og þingmennsku og ráðherra- tíð fyrir Alþýðubandalagið. Loks eru skjöl frá forsetatíð hans 1996 til 2016 sem líklegt er að mestur áhugi verði á. Um er að ræða bréf, ljósmyndir, kvikmyndir, gögn af heimasíðu, dagbækur, minnis- bækur, uppköst að ræðum og yfir- lýsingum svo eitthvað sé nefnt. Um opinber skjöl frá embættistíð Ólafs Ragnars á Bessastöðum gildir 30 ára skilaregla. Þau munu sam- kvæmt því ekki berast Þjóðskjala- safni fyrr en á árunum 2026 til 2046 eftir atvikum. Skjöl Ólafs Ragnars enn lokuð  Eitt stærsta safn einkaskjala í Þjóðskjalasafni  Fullnaðarfrágangi ekki lokið  Eftir að setja reglur um aðgang almennings og fræðimanna  Enginn enn haft samband og óskað eftir aðgangi Morgunblaðið/Hari Skjöl Starfsmenn Þjóðskjalasafns, Njörður Sigurðsson og Kristjana Vigdís Ingvadóttir, flokka skjöl Ólafs Ragnars. Tveir mjaldrar verða fluttir með flugvél Cargolux til Íslands 16. apríl nk. með það að markmiði að koma þeim fyrir í sjókví í Vestmanna- eyjum. TVG-Zimsen mun sjá um landflutning hvalanna eftir að þeir lenda hér á landi og stendur undir- búningur yfir um þessar mundir, að því er segir í fréttatilkynningu. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu stendur Sealife Trust fyr- ir verkefninu en hvalirnir, sem heita Little Grey og Little White, eru fluttir frá Changfeng Ocean World sædýragarðinum í Sjanghæ til Vest- mannaeyja, þar sem þeir fá nýtt heimili í sjókvínni við Heimaey. Eftir að vél Cargolux hefur lent munu sérútbúnir vagnar flytja hval- ina landleiðina þar sem m.a. þjálfar- ar þeirra geta verið í talstöðvar- sambandi við þá. Talsmaður TVG-Zimsen segir þetta skemmti- legt en krefjandi verkefni. Mjaldraflugvélin vænt- anleg til Eyja 16. apríl  TVG-Zimsen sér um landflutninginn Ljósmynd/Cargolux Flutningur Flugvél Cargolux sem mun flytja hvalina tvo til Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.