Morgunblaðið - 26.03.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
„Ég er afar hamingjusöm; enda með fullt af skemmti-
legum Grindvíkingum í kringum mig alla daga,“ segir
Linda María Gunnarsdóttir, kaupkona í kvenfataversl-
uninni Paloma. „Já, það er nóg að gera í búðinni.
Grindavíkurkonur vilja vera vel til fara. Ég hef búið
nánast alla mína tíð hér í Grindavík og get staðhæft að
hér er frábært að ala upp börn og skólarnir hér eru
góðir. Hér eru líka haldnar ýmsar samkomur, svo sem
Sjóarinn síkáti um sjómannadagshelgina og sú bæjar-
hátíð og aðrar gera mikið fyrir samfélagið. Hér búa í
dag um 3.500 manns og hefur fjölgað mikið á síðustu ár-
um, svo maður þekkir ekki nánast alla í bæjarfélaginu
eins og var áður fyrr. Allra síst er það nú þegar svo margir af nýju íbúun-
um eru af erlendum uppruna. Eigi að síður hefur grunngerð samfélagsins
haldist; þetta er alltaf sama góða Grindavíkin.“
Alltaf sama góða Grindavíkin
Linda María
Gunnarsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Undirstaðan Grindavík er annar kvótahæsti útgerðarstaður landsins.
„Þegar liðum Grindavíkur í íþróttum gengur vel hefur
slíkt alltaf jákvæð áhrif á bæjarbraginn, mikil kátína til
dæmis með sigurinn á Stjörnunni síðastliðinn sunnudag í
körfunni,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, umboðs-
maður Sjóvár og formaður knattspyrnudeildar Ung-
mennafélags Grindavíkur. „Í fótboltanum eigum við lið í
Pepsi Max-deild karla og konurnar eru í Inkasso-
deildinni. Okkur hefur gengið vel í íþróttum í gegnum
tíðina, alltaf haft mikinn metnað þar. Íþróttir eru alltaf
mikið til umræðu, til dæmis hér í verslun Olís en þangað
mæta margir á morgnana í kaffi og ræða málefni líðandi
stundar. Já, almennt séð er fólk ánægt með þjónustu
bæjarfélagsins að mínu mati og fólk lætur fljótt í sér heyra ef eitthvað þarf
að bæta í þeim efnum. Staðan á bæjarsjóði er líka mjög góð og getum við
því framkæmt töluvert á ári hverju án þess að fara í lántöku sem er mikill
kostur. Nú og svo blómstrar menningin hér, nú er til dæmis nýafstaðin
menningarvika hér þar sem var efnt til margra áhugaverðra viðburða sem
mæltust vel fyrir. Undirstaða þessa alls er svo að næga atvinnu sé að hafa
og þar stöndum við Grindvíkingar vel; fiskiríið er gott og ferðaþjónustan
hefur á síðustu árum komið hér sterk inn enda er Bláa lónið, sem er fjöl-
sóttasti ferðamannastaður landsins, örfáa kílómetra héðan frá bænum.“
Næg atvinna er undirstaðan
Gunnar Már
Gunnarsson
„Náttúran og samfélagið eru að mínu mati það sem
skapar hamingjuna í Grindavík,“ segir Sigríður
María Eyþórsdóttir tónlistarkennari. „Hér búa í dag
um 3.400 manns og enn þekkjast flestir sem hér búa
innbyrðis. Fyrir vikið er fólki ekki sama hvað um
annað, samkenndin er til staðar og þegar upp koma
vandamál þá finnst mér allir boðnir og búnir til þess
að hlaupa undir bagga og hjálpa. Velferðarkerfið er
einfaldlega innbyggt í samfélagið sjálft svo ekki þarf
alltaf opinbera þjónustu þar. Á síðustu árum hefur
Grindavík eflst mikið sem menningarbær. Hér eigum
við til dæmis margt af góðu tónlistarfólki og í hverju
samfélagi er það auðvitað hluti af hamingjunni að söngur og tónlist
ómi.“
Velferðarkerfi fólksins sjálfs
Sigríður María
Eyþórsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hamingjusamasta fólk landsins býr
í Grindavík. Á Alþjóðlega hamingju-
deginum sem var á miðvikudag í síð-
ustu viku, 20. mars, var á málþingi í
Háskóla Íslands kynnt ný könnun
sem gerð var á vegum Embættis
landlæknis þar sem spurt var um
hamingju, heilsu
og vellíðan. Þar
kom fram að
73,2% Grindvík-
inga, segjast vera
hamingjusöm,
23,5% hvorki né
og 3,3% eru bein-
línis þjökuð af
óhamingju.
Næstir á eftir
Grindavík í lukk-
unnar velstandi
koma Akurnesingar; 72,4% þeirra
segjast vera lukkunnar pamfílar,
rúmlega helmingur er hálfvolgur í
afstöðu til lífsgleðinnar og innan við
hálft prósent er í tómu tjóni.
Óhamingja í Eyjum
Næst á eftir Grindavík og Akra-
nesi í hamingjumælingum koma
Hveragerði og Fjarðabyggð. Þar er
fólk almennt sátt við lífið og til-
veruna. Hæsta hlutfall óhamingju-
samra er í Vestmannaeyjum, eða
9,6% svarenda í bænum. Fólk úti á
landi virðist almennt vera í betri
málum en þegar litið er á höfuð-
borgarsvæðið. Um 56% Reykvíkinga
segjast hamingjusöm en 5,1% telur
gæfuhjólið ekki snúast með sér. Ef
niðurstöðurnar eru skoðaðar yfir allt
landið sést að flestir svarenda telja
sig hamingjusama, eða 58% sem
hlýtur að teljast dágott.
Sé svo litið til einstakra hópa eru
atvinnurekendur og forystufólk það
hamingjusamasta en fólk sem á við
veikindi að stríða, er ekki starfandi
til dæmis vegna veikinda og svo þeir
sem eru í almennum verkamanna-
störfum sjá síst hamingjuna.
Góð veiði er undirstaða
En aftur til Grindavíkur. Sá sem
þetta skrifar kemur starfa sinna
vegna stundum í sjávarplássið á
Suðurnesjum og finnst staðurinn
áhugaverður. Sýnilega er mikil
gróska í öllu, mikil umsvif og gaman
að vera við bryggjuna þegar bátar,
litlir sem stórir, koma að landi með
afla. Að vel veiðist er undirstaðan og
Grindvíkingar, fólkið í verstöðinni,
er með bros á vör. Bærinn er vel
hýstur, bílar yfirleitt nýlegir og fínir
og svo mætti tiltaka fleiri merki vel-
megunar og að fólkið uni hag sínum
og tilveru vel.
Úr ferðum Íslendinga á erlenda
slóð minnist blaðamaður þess að
hafa oft hitt Grindvíkinga; kátt fólk
og lífsglatt sem slær stundum svolít-
ið og það bara á jákvæðan máta. Út-
gerðarstaðurinn Grindavík hefur
líka þróast á jákvæðan hátt og er í
dag öðrum þræði orðinn ferða-
mannastaður, með margvíslegri
þjónustu og afþreyingu, sem gefur
lífinu lit!
Uppbygging íþróttaaðstöðu
Þótt engin ein uppskrift að ham-
ingju sé til – og hver sé sinnar gæfu
smiður eins og máltækið segir – er
þó skýrt að góðar ytri aðstæður
þurfa að vera til staðar. Góð íþrótta-
aðstaða er eitt af því og fyrir henni
er vel séð í Grindavík. Þar er íþrótta-
hús með tveimur sölum og líkams-
ræktaraðstöðu sem er mikið sótt,
stór knattspyrnuleikvangur með
keppnisvelli og góðum æfinga-
svæðum, stórt knatthús og útisund-
laug, með pottum, rennibraut og
ýmsu öðru ágæti. Í byggingu er svo
1.200 fermetra íþróttahús sem ætl-
unin er að taka í notkun í haust. Er
það ætlað fyrir körfubolta og júdó-
iðkun.
„Uppbygging á aðstöðu fyrir
íþróttirnar hér í Grindavík hefur
verið mjög myndarleg og við hlökk-
um til þess að fá nýja íþróttahúsið í
notkun í haust,“ segir Hermann
Guðmundsson, forstöðumaður
íþróttamannvirkja. „Líkamsræktar-
stöðin hér er mikið notuð og hér er
kominn fjöldi fólks á æfingar strax
klukkan sex á morgnana. Svo taka
íþróttir skólanna við og æfingar í
keppnisgreinum síðdegis og fram á
kvöld. Sundlaugin er einnig þokka-
lega nýtt, sérstaklega eru Pólverj-
arnir sem hér búa duglegir að nýta
sér þessa frábæru aðstöðu. Í sund-
lauginni hugsum við okkur ýmsa
uppbyggingu í náinni framtíð; svo
sem á innisundlaug og útisvæðið
þarf að bæta.“
Gæfan býr í Grindavík
Hamingja Íslendinga könnuð Með bros á vör í verstöð
Góð íþróttaaðstaða Menning og blómstrandi mannlíf
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Körfubolti Bæjarbragurinn mótast að talsverðu leyti af gengi íþróttalið-
anna. Hér sést Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindvíkur, með boltann.
Hermann
Guðmundsson
Grindavík Í elsta bæjarhlutanum. Í dag eru Grindvíkingar um 3.400 talsins
og hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Erlent fólk er þar áberandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi