Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Baghouz, Bagdad. AFP. | Hryðju- verkasamtökin Ríki íslams misstu um helgina endanlega úr höndum sér allt það landsvæði, sem þau lögðu undir sig fyrir fimm árum í Írak og Sýrlandi. Síðasta vígi þeirra féll á laugardag og lýstu Lýðræðis- sveitir Sýrlands, sem njóta forustu Kúrda og stuðnings Bandaríkjanna, yfir endalokum hins svokallaða kalífadæmis Ríkis íslams í þorpinu Baghouz í Sýrlandi á laugardag. Greint var frá því í gær að rúm- lega 9.000 útlendingar, sem tengd- ust Ríki íslams, þar af 6.500 börn, væru í búðum fyrir fólk á vergangi í norðausturhluta Sýrlands. Um tíma höfðu samtökin á valdi sínu landsvæði þar sem bjuggu rúm- lega sjö milljónir manna og var rúm- lega tvöfalt stærra en Ísland að flatarmáli. Hafa íbúar lýst lífinu þar sem helvíti á jörð þar sem stúlkur voru settar í þrælkun, tónlist var bönnuð og samkynhneigð dauðasök. Samtökin beittu harðlínutúlkun á íslömskum lögum á yfirráðasvæði sínu og fyrir óhlýðni var refsað með pyntingum og dauða. Minnihlutahópur jasída, sem stunda trúarbrögð sótt í kristni og íslam, var sérstaklega tekinn fyrir og er þrjú þúsund manns úr þeirra röðum enn saknað. Hafa Sameinuðu þjóðirnar sagt að líta mætti á með- ferðina á þeim sem tilraun til þjóðarmorðs. Liðsmenn Ríkis ísl- ams myrtu þúsundir karla og drengja úr hópi jasída og rændu konum og stúlkum og seldu á þræla- mörkuðum. Margar þeirra máttu þola kynferðislegt ofbeldi árum saman. „Við gerðum allt sem þeir kröfð- ust,“ sagði Bessa Hamad, íraskur jasídi, sem íslamskir harðlínumenn seldu sex sinnum áður en hún komst undan frá síðasta vígi þerra í Sýr- landi. „Við gátum ekki sagt nei.“ Ríki íslams kom á fót lögreglu, sem gat lagt á sektir eða refsað með hýðingum. Nóg gat verið að lykta af áfengi eða tóbaki. Bækur voru brenndar og dans og tónlist bönnuð. Ómetanlegar forn- minjar voru sagðar heyra til hjá- guðadýrkunar og mölvaðar með sleggjum. Dómstólar Ríkis íslams dæmdu fólk til dauða. Hinir dæmdu voru hálshöggnir eða hengdir. Karlar og konur sökuð um framhjáhald voru grýtt til bana og menn voru skotnir eða varpað fram af húsþökum fyrir samkynhneigð. Í borginni Raqa voru menn krossfestir og höfuð sett á stjaka til að vekja ótta almennings. Þegar liðsmenn Ríkis íslams kom- ust til valda nutu þeir stuðnings fólks sem vonaði að draga myndi úr spillingu. En spillingin hélt áfram og ofbeldið bættist við. AFP Sviðin jörð Eyðilegging blasir við í bænum Baghouz eftir að síðasta vígi Ríkis íslams féll þar um helgina. Ógnarstjórn rekin með pyntingum og aftökum  Kalífat Ríkis íslams fallið  Lífið þar líkast helvíti á jörð Verð frá 99.999 25% afsláttur af aukakönnum Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Byrjaðu árið með stæl Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix Norskir fornleifafræðingar segja, að fundist hafi víkingaskip grafið í jörðu á Vestfold suðaustur af Ósló. Er skipið grafið nálægt öðrum forn- um haugum sem fundist hafa á svæðinu þar sem nú er Borre- parken. Sérfræðingar, sem fóru yfir svæð- ið með jarðsjá, fundu skipið. Terje Gansum, yfirmaður menningar- minjadeildar Vestfold, segir í yfir- lýsingu að gögnin úr jarðsjánni sýni greinilega að það móti fyrir skipi í jörðinni. Vísindamenn munu rannsaka staðinn nánar til að reyna að leggja mat á stærð skipsins. Aðeins hafa verið grafin upp sjö skip úr haugum frá víkingaöld í Evópu. Þar af fundust þrjú á Vest- fold og eitt þeirra er Gauksstaða- skipið, stærsta víkingaskip sem varðveist hefur frá víkingatímanum. Á síðasta ári fundust að auki vís- bendingar um slíkan haug í Jellestad í suðausturhluta Noregs og er skip- ið, sem nú er að öllum líkindum skip- ið, sem nú er fundið á Vestfold, því það níunda. „Þetta er sögulegur atburður sem mun vekja alþjóðlega athygli,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs, á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um skipsfundinn. Ummerki um skipið fundust fyrst árið 2017 en síðan hafa farið fram ýmsar rannsóknir til að staðfesta fundinn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort reynt verði að grafa skipið upp. AFP Víkingaskip Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs á staðnum þar sem víkingaskipið fannst. Útlínur þess hafa verið markaðar á jörðina. Hafa fundið vík- ingaskip í jörðu  Fjórða skipið sem finnst á Vestfold Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í gær undir yfirlýsingu þar sem yfirráð Ísraelsmanna yfir Gólanhæðum eru viðurkennd. Ísraelsmenn hernámu svæðið, sem er á landamærum Ísraels og Sýr- lands, í sex daga stríðinu svonefnda árið 1967. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, sagði að yfirlýsingin væri söguleg og Gól- anhæðir, sem Sýrlendingar gera enn tilkall til, yrðu áfram undir stjórn Ísraelsmanna. Sýrlensk stjórnvöld sögðu hins vegar að viðurkenning Bandaríkja- manna á réttmæti hernáms Gól- anhæða væri frekleg árás á full- veldi Sýrlands. Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að þessi ákvörðun bandarískra stjórnvalda mundi auka á spennuna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Ísrael ráði Gólanhæðum  Frekleg árás á fullveldi okkar, segja sýrlensk stjórnvöld AFP Við Hvíta húsið Trump og Netan- yahu á gangi í Rósagarðinum. Að minnsta kosti átján hafa látið lífið og yfir 70 slasast af völdum flóða, sem komið hafa í kjölfar mikillar úr- komu í Íran. Vatnsveður á borð við þetta eru sjaldgæf í Íran, þar sem miklir þurrkar hafa verið áratugum saman. Á myndinni sjást bílar sem flóð hrifu með sér í borginni Shiraz. AFP Mannskæð og sjaldgæf flóð í Íran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.