Morgunblaðið - 26.03.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
✝ Inga RagnaHoldø var fædd
á Akureyri 12.
desember 1942.
Hún lést á heimili
sínu, Grænumörk 3
á Selfossi, 16. mars
2019.
Inga Ragna var
dóttir Mörtu Þór-
eyjar Nilsen Holdø,
f. 9.1. 1926, d. 15.1.
1999, og Hans Olai
Holdø, f. 7.1. 1921, d. 28.8. 1943.
Inga Ragna giftist Sigurði
Þorsteini Guðmundssyni, f.
13.12. 1940, d. 27.5. 1999, árið
1961. Börn þeirra eru: Marta
Rut, f. 14.9. 1963, fyrrverandi
eiginmaður hennar er Viðar Pét-
ursson, f. 10.5. 1961, og eiga þau
tvo syni, Pétur, f. 26.7. 1982, og
Sigurð Má, f. 13.8. 1986. Núver-
andi eiginmaður hennar er Stef-
án Heiðar Vilbergsson, f. 30.6.
1969, og eiga þau þrjá syni,
Andra Dag, f. 10.1. 1994, Vilberg
Davíð, f. 23.4. 1997, og Hlyn
Loga, f. 31.7. 1998. Barnabörn
Mörtu eru þrjú, Fannar Daði,
Snæþór Ingi og Ásmundur
Hrafn.
Dagný María, f. 24.9. 1965,
fyrrverandi eiginmaður er Jón
Ragna hóf sambúð með Sigurði í
Reykjavík og bjuggu þau fyrstu
árin í Miðtúni og síðar á Vífils-
götu. Þá bjuggu þau í Lyng-
brekku í Kópavogi.
Inga Ragna og Sigurður
fengu umboð fyrirsnyrtivör-
urnar Oriflame og unnu við það í
nokkur ár. Þá fluttu þau til
Breiðdalsvíkur og síðan á Selfoss
þar sem Sigurður starfaði sem
útgerðarstjóri. Inga starfaði sem
handavinnukennari á Breið-
dalsvík.
Inga Ragna og Gísli bjuggu
saman á Selfossi þar sem þau
höfðu umboð fyrir snyrtivör-
urnar Arbonne sem þau störfuðu
við saman í nokkur ár. Þá ráku
þau heimagistingu í ein 10 ár.
Saman ráku þau einnig kjör-
dæmablaðið Þjóðólf á Suður-
landi í nokkur ár. Þá starfaði
Inga við ýmsar hannyrðir, hélt
námskeið og rak gallerí.
Föðurfjölskylda Ingu Rögnu
er frá Noregi en faðir hennar var
orrustuflugmaður sem féll í
heimsstyrjöldinni síðari. Móðir
hennar flutti til Noregs og giftist
bróður barnsföður síns, Arne
Holdø, og bjó þar stærsta hluta
ævinnar. Arne-Erik, f. 3.9. 1950,
er stjúpbróðir hennar. Inga átti
ávallt sterka tengingu við Noreg.
Útför Ingu Rögnu fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 26. mars
2019, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Stefán Þórðarson,
f. 31.5. 1963, og
eignuðust þau fimm
börn: Drengur, f.
13.2. 1984, d. 14.2.
1984, Sigurður
Bergur, f. 7.6. 1985,
Elín Inga, f. 2.10.
1986, Gabríel, f.
13.5. 1989, d. 5.11.
1989, og Marinó, f.
13.5. 1989. Barna-
börn Dagnýjar eru
fimm, Viktor Berg, Soffía Krist-
ey, Dagný Mist, Alex Nói og Kar-
ítas Lilja.
Guðmundur, f. 20.5. 1972, eig-
inkona er Helga Sigríður Eiríks-
dóttir, f. 16.3. 1972, og eiga þau
þrjú börn, Júlíus Inga, f. 2.1.
1997, Jason Mána, f. 6.12. 2002,
og Díönu Ástu, f. 29.1. 2006.
Inga Ragna giftist Gísla Sig-
urðssyni framhaldsskólakenn-
ara, f. 23.11. 1931, árið 1979, þau
slitu samvistum árið 2002. Gísli á
þrjár dætur frá fyrra hjóna-
bandi, Katrínu, Sigríði Georgínu
og Christine og stjúpsoninn
Stefán.
Inga Ragna gekk í grunnskól-
ann á Akureyri en síðar sótti hún
nám í Húsmæðraskólanum í
Lillehammer í Noregi. Inga
Elskuleg móðir mín er fallin
frá aðeins 77 ára gömul.
Mamma átti viðburðaríka ævi,
hún hafði ýmsa hæfileika og
tókst á við margar gleði- og
sorgarstundir í lífinu. Hún
þekkti ekki föður sinn sem dó í
seinni heimsstyrjöldinni og var
því alin upp af móður sinni á
Akureyri.
Ég minnist móður minnar
sem mikils húmorista, skap-
góðrar og ávallt var hún tilbúin
að veita ráð og aðstoð þegar til
hennar var leitað. Hún starfaði
í kringum sölu á snyrtivörum
og auglýsingum lengst af um
ævina og náði hún mjög góðum
árangri í þeim störfum.
Ég minnist þess að hafa
unnið við að taka til pantanir á
snyrtivörum og þá dró hún mig
inn á kynningarfund með
snyrtifræðingum og þar var ég
litgreindur með öllum kúnstar-
innar reglum sem síðbúið vor.
Hún var afar hugmyndarík
og hæfileikarík í ýmiss konar
hannyrðum og sköpun, hafði
m.a. mikla ánægju af því að
spila á píanó.
Ég hóf minn tónlistarferil á
því að læra á trompet, í seinni
tíð hef ég gaman af því að
minnast þess þegar hún bað
mig vinsamlegast um að skipta
yfir í píanó til að hæfileikar
mínir myndu betur njóta sín.
Held reyndar að fyrst og
fremst hafi hún gefist upp á að
hlusta á byrjanda blása í
trompet.
Börnin mín þrjú hafa haft
gaman af því að heimsækja
hana í gegnum árin sem veitti
bæði henni og þeim mikla gleði.
Kvöldið sem móðir mín lést
kallaði dóttir mín á okkur til að
skoða mjög falleg og áberandi
norðurljós út um svefnher-
bergisgluggann hennar. Það að
sjá norðurljósin mjög skýrt í
Reykjavík er ekki algengt.
Skömmu síðar fékk ég í símtali
fréttir um andlát mömmu.
Daginn eftir segir dóttir mín
við okkur að norðurljósin hljóti
að hafa verið amma að kveðja
okkur en þetta gerist á sama
tíma og hún fellur frá.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín, og ég veit að þú ert komin
á góðan stað.
Guðmundur Sigurðsson.
Í dag kveð ég elskulega
tengdamóður mína, Ingu
Rögnu Holdø, sem lést á af-
mælisdaginn minn 16. mars síð-
astliðinn.
Ég kynntist Ingu haustið
1991 þegar ég fór að venja
komur mínar í Heiðmörkina til
að hitta son hennar þar sem
hún bjó ásamt Gísla manni sín-
um. Það var alltaf gott að koma
til þeirra og tóku Inga og Gísli
alltaf vel á móti mér og létu
mér líða eins og einni af fjöl-
skyldunni.
Nú þegar kemur að kveðju-
stund og ég rifja upp hvernig
Inga kom mér fyrir sjónir þá
finnst mér einkennandi fyrir
hana að hún lá aldrei á skoð-
unum sínum og sagði hlutina
bara eins og þeir voru. Stund-
um dáðist ég að henni að geta
sagt eitthvað sem ég hefði ekki
lagt í að segja en stundum
fannst mér hún segja hlutina of
hreint út en þannig var Inga
bara.
Hún var einstaklega lagin við
hannyrðir og sérstaklega út-
saum. Voru börnin mín það
heppin að njóta leiðsagnar
hennar með hvers konar út-
saum þegar við komum í heim-
sókn og naut hún þess að að-
stoða þau með slík verkefni í
gegnum árin. Einnig var hún
alltaf þolinmóð og skilningsrík
við þau þegar þau fengu að
glamra á píanóið hjá henni sem
iðulega var rifist um að spila á,
okkur foreldrunum til mismik-
illar gleði.
Inga var glæsileg kona og
því erfitt að horfa upp á heilsu
hennar hraka hratt á síðustu
árum. Þó svo að það sé alltaf
erfitt að kveðja ástvini sína veit
ég Inga er komin á góðan stað
þar sem henni líður vel og ég er
þakklát fyrir þær stundir sem
við áttum saman í gegnum árin.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Sigríður Eiríksdóttir.
Inga Ragna Holdø
Það er ekki auð-
velt að orða það sem
bærist manni í
brjósti á stundu sem
þessari. Ég var það heppinn að
Guðrún var frænka mín, en hún
var samt svo miklu meira en bara
það. Guðrún var nefnilega
mamma númer tvö fyrir mig, ein-
hvers konar varamamma.
Guðrún
Guðmundsdóttir
✝ Guðrún Guð-mundsdóttir
fæddist 20. ágúst
1954. Hún lést 9.
mars 2019.
Útför Guðrúnar
var gerð 15. mars
2019.
Minningar mínar
úr æsku með Guð-
rúnu, Óskari og fjöl-
skyldu eru of marg-
ar til að hægt sé að
telja þær upp í
stuttu máli. Allt eru
þetta ánægjulegar
minningar tengdar
samveru og mikið af
ferðalögum.
Mér fannst alltaf
gott að vera heima
hjá Guðrúnu, Óskari og fjöl-
skyldu og njóta nærveru þeirra
og umhyggju. Þegar ég hugsa til
baka um Guðrúnu er góð-
mennska og væntumþykja gagn-
vart mér það sem stendur upp úr.
Guðrún var alltaf svo góð við
mig, en gott dæmi um það er að á
mínum yngri árum var Guðrún sú
eina sem kom til greina þegar
fjarlægja þurfti flís úr putta.
Guðrún frænka var einfaldlega
langbest í því og sú eina sem ég
treysti í verkið.
Það þurfti því að alltaf að fara í
heimsókn til hennar þegar slíka
framkvæmd þurfti.
Það hefur ávallt verið mikill
samgangur og samvera á milli
fjölskyldna okkar og voru sam-
eiginlegar útilegur og sumarbú-
staðaferðir mjög tíðar. Ég og
Kolla vorum þar af leiðandi mjög
góðir vinir á okkar yngri árum og
eru tengsl okkar ennþá mjög
sterk þó að samgangur sé ekki
jafn tíður. Síðan þegar Arnar
Freyr fæddist varð hann mér, og
er enn, að miklu leyti eins og litli
bróðirinn sem ég eignaðist aldrei.
Þær voru ófáar næturnar sem
ég gisti heima hjá Guðrúnu og
Óskari. Fyrst var ég sjálfur þar í
pössun en síðar var ég sjálfur far-
inn að passa fyrir þau eftir að
Arnar Freyr fæddist. Til að forða
unglingnum mér frá algjöru að-
gerðaleysi eitt sumarið réði Guð-
rún mig til að sækja Arnar Frey
á leikskóla og passa þar til hún
kom heim úr vinnu, en einnig sá
ég líka um garðslátt og hin ýmsu
smáverk í garðinum.
Síðar þegar ég þurfti ekki
lengur á því að halda að vera
sendur í pössun eyddi ég engu að
síður talsverðum tíma heima hjá
Guðrúnu og Óskari. Allar þær
stundir eru mér ómetanlegar og
ég á Guðrúnu mikið að þakka,
enda var samband okkar alltaf
gott og átti ég auðvelt með að tala
við hana um það sem ég gat ekki
endilega talað um við mömmu.
Elsku Óskar og fjölskylda, ég
votta ykkur mínar dýpstu samúð
á þessari erfiðu stundu.
Sævar Már Þórisson.
Síðast hitti ég
Runólf Valdimars-
son viku áður en að
hann lést á hjarta-
deild Landspítalans. Hann var
fölur og rómurinn var enn lægri
en venjulega. Ég var með tíma-
ritsgrein til hans, þar sem sagt
er frá sveitunga hans og nafna.
Runólfur sagði tvíræðar sögur
um persónur í greininni. Lítið
benti til að þessi sterki maður
væri að kveðja. Frekar bjóst ég
við að hann útskrifaði sig sjálf-
ur eins og hann hafði gert áður.
Hann sagðist hafa bjargað lífi
sínu síðastliðið sumar með
sjálfsútskrift. Runólfur var ekki
aðdáandi sjúkrastofnana. Á
þeirri afstöðu varð nýlega
breyting. Eftir áramótin byrj-
aði hann í dagvist á Hrafnistu í
Reykjavík. Fæðið var gott og á
nokkrum vikum fann hann auk-
inn styrk. Útlitið var bjart,
heilsan hafði ekki verið svona
góð í langan tíma. En tveimur
vikum fyrir andlátið, þegar
hann var á leið í dagvistunina,
datt hann í snjóruðningi, sem
kominn var upp á stétt við hús-
ið hans í Breiðholti. Hann var
lagður inn á spítala og fékk son
sinn og mig til þess að ljós-
mynda skaflinn, því hann ætlaði
að sækja rétt sinn til bæjar-
félagsins.
Á okkar síðasta fundi sýndi
ég honum myndirnar, teknar
með GPS-stimpli, svo að ekki
væri hægt að véfengja stað og
stund. Runólfur gladdist og
sagði „hér áður fyrr voru þessir
hlutir hafðir í lagi“ – og nefndi
borgarstjórann.
Ég kynntist Runólfi, þegar
ég hóf störf á Raunvísinda-
stofnun Háskólans 1995. Hann
hafði starfað þar í 15 ár á verk-
stæði stofnunarinnar. Við
Runólfur
Valdimarsson
✝ Runólfur fædd-ist 23. nóvem-
ber 1929. Hann lést
23. febrúar 2019.
Runólfur var
jarðsunginn 4.
mars 2019.
vorum samtímis í
fimm ár, eða þar til
hann hætti vegna
aldurs í árslok
1999. Runólfur var
húmoristinn, sjálf-
stæður maður með
uppihangandi
dagatöl í stíl, sem
tíðkast á vélaverk-
stæðum og hafði
alltaf tíma til að
ræða málin. Það
var eftir að hann var hættur
sem við urðum enn meiri vinir.
Hann tók að sér að gera við
Daihatsu Feroza-jeppa, sem ég
á. Um árabil voru viðgerðirnar í
hans höndum, en síðan vorum
við saman í þessu. Þá kynntist
ég verkgáfu hans, innsæi við að
greina vandamálin. Enn gat
hann borað út fastan smábolta í
rökkri, nærri blindur á öðru
auga, álíka fínmekanik og hjá
tannlækni að bora í tönn, sem
þó hefur betri aðgang og lýs-
ingu. Mér varð hugsað til þess,
að Runólfur hefði orðið góður
beinalæknir með sitt ofurnæmi
á mekanískt samhengi. Að lok-
um dæmdi Runólfur bílinn með
frægu orðatiltæki sínu „game
over“ – síðast í draumi mínum
2-3 dögum fyrir andlát Runólfs.
Hann var sagnamaður,
grúskari, samfélagsrýnir, sem
sá í gegnum félagsmálin. Frá-
sögnin hnyttin og merkingin
ekki auðskilin í fyrstu. Hann
sagði frá löngu liðnum atburð-
um eins og um líðandi stund
væri að ræða; Kambsránið,
Kambsholts-Móra – sá var
Skaftfellingur eins og hann – og
frá sínum manni, góða dátanum
Sveijk. Ekki veit ég, hvort það
er siður Skaftfellinga, en þegar
Runólfur átti erindi á bæ norð-
ur í landi, kom roskin kona til
dyra. Honum var ekki boðið inn
umsvifalaust, ekki fyrr en hún
vissi, hvaðan hann væri. „Nú,
þú ert að heiman!“ Í samtalinu
skýrðist, að ættfólk konunnar
hafði flúið norður í Skaftáreld-
um 1783 og búið þar alla tíð
síðan.
Ingi Þorleifur Bjarnason.
Hrefna Daníels-
dóttir lést 11. mars.
Mér barst sú
óvænta frétt yfir
hafið en Hrefna lést
eftir mjög stutta sjúkdómslegu.
Hrefnu kynnist ég á Kópavogs-
hæli skömmu fyrir aldamótin síð-
Hrefna
Daníelsdóttir
✝ Hrefna Daní-elsdóttir fædd-
ist 19. janúar 1942.
Hún lést 11. mars
2019. Hún var jarð-
sungin 18. mars
2019.
ustu þegar ég fór að
vinna á heimili henn-
ar á hælinu. Þar
hafði Hrefna búið
frá táningsaldri eins
og títt var með fólk
með skerðingar á
þeim árum. Lífs-
gleði, viljastyrkur
og reglusemi voru
sterk persónuein-
kenni Hrefnu. Við
urðum fljótt góðir
vinir, markmið okkar var að
Hrefna fengi að flytja á sambýli.
Hrefna fluttist á herbergja-
sambýli 2002. Ég naut þeirrar
gæfu að vera ráðinn þar til for-
stöðu, ýmsir höfðu efasemdir um
að kona sem hafði búið á Kópa-
vogshæli yfir 40 ár myndi nýta sér
það frelsi sem fylgdi því að flytja
þaðan. Hrefna afsannaði það svo
um munaði. Hún var fljót að
mynda sér nýja rútínu, fór fljót-
lega að vinna á hæfingarstöðinni
Iðjubergi. Alla daga hlakkaði
Hrefna til að fara í vinnu og
fannst rauðir dagar í miðri viku
óþarfir frídagar. Þegar hún átti
frí vildi hún gera eitthvað
skemmtilegt, þó að ekki væri
nema að fara í Kringluna, fá sér
kaffi og horfa á lífið, já og kaupa
garn. Hrefna hafði lært að sauma
hjá Ingibjörgu mágkonu sinni og
var það hennar helsta dægradvöl.
Hún var listræn mjög og bjó til
einstök verk. Sýndi þau eitt sinn á
samsýningu á vegum Listar án
landamæra.
Annað sem Hrefna naut var ut-
anlandsferðir og eftir að hún flutti
á sambýli og gat farið að lifa sjálf-
stæðu lífi gat hún veitt sér þá
ánægju. Hún fór um árabil til
Kanarí í dimmasta skammdeginu
eins margir á hennar aldri. Eina
slíka ferð fór ég með henni og
gaman þótti mér að sjá hve hún
naut þess í botn.
Samferð okkar Hrefnu varði í
rúma tvo áratugi og Hrefna
kenndi mér jafnmikið og ég henni.
Ég er stoltur af vinnu minni með
Hrefnu og þakklátur henni fyrir
að leyfa mér að vera þátttakandi í
lífi hennar.
Frænkum Hrefnu, Ástu, Dag-
nýju og Silvíu og þeirra fjölskyld-
um sendi ég samúðarkveðjur.
Þóroddur.
Ástkær bróðir minn, mágur og frændi
okkar,
ÞORFINNUR PÉTURSSON,
Njálsgötu 65,
sem lést föstudaginn 8. mars, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
29. mars klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Unicef á Íslandi.
Sveinn Tómasson Guðlaug Pálsdóttir
Andri Sveinsson Andrea Baldursdóttir
Tómas Sveinsson Þórdís V. Þórhallsdóttir
Eva Guðrún Sveinsdóttir Ágúst Sverrir Daníelsson
Erna Svanhvít Sveinsdóttir Guðgeir Sturluson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR DÓROTHEA ÁRNADÓTTIR,
Mánabraut 22,
Vík í Mýrdal,
lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík
laugardaginn 16. mars.
Útförin mun fara fram í Víkurkirkju föstudaginn 29. mars
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasjóð Hjallatúns,
rn. 0317-13-300530, kt. 430206-1410.
Gunnar Bragi Jónsson
Árni Gunnarsson Guðlaug Þorvaldsdóttir
Solveig Sigríður
Gunnarsdóttir
Guðmundur Kristján
Ragnarsson
Hanna Arnardóttir
barnabörn og barnabarnabörn