Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 25

Morgunblaðið - 26.03.2019, Side 25
Atvinnuauglýsingar Vantar meiraprófsbílstjóra í fullt starf og sumarafleysingar. Íslenska er skilyrði og hreint sakavottorð. Sendið umsóknir ásamt ferilskrá á sendibilarrvk@simnet.is Bílstjórar óskast Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Nýsköpun í atvinnulífinu Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður SUS, verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 27. mars kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og mun þar ræða um nýsköpun í atvinnulífinu. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stólajóga kl. 9.30. Gönguferð kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13, með leiðbeinanda. Vatnslitun kl. 13 með leiðbeinanda, kostar ekkert. Bíó í miðrými kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu kl. 11. Brids kl. 13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535 2700. Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld kl. 20 í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju, Vesturbrún 30. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði. Félagstarfið byrjar kl. 13. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson fjallar um hamingjuna. Spilum, prjónum, spjöllum og eigum góða samveru saman. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Allir eru velkomnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Myndlist hjá Margréti kl. 9-12. Thai chi kl. 9-10. Leikfimi kl. 10-10.45. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13. Brids kl. 13-16. Leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10. Enskunámskeið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. U3A kl. 16.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í s. 411 2790. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Kl. 11 stólaleikfimi. Kl. 13 opin hand- verksstofa. Kl. 14.50 landið skoðað með nútímatækni. Kl. 14.30 kaffi- veitingar. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15, bókband kl. 13-17, frjáls spilamenn- ska 13-16.30, handavinna með leiðbeinanda í handverkstofu kl. 13, í dag verður farið í silkimálun, ókeypis og opið öllum. Opið kaffihús frá kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411 9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Tréskurður/smíði í Smiðju kl. 9/13. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Jóga kl. 10.30-11.30. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju kl. 13 til 16 alla þriðjudaga. Fyrir opna húsið er helgi- og fyrirbæna- stund kl. 12 þar sem öllum er frjálst að mæta í og er súpa og brauð í boði fyrir vægt gjald þar á eftir. Hér er fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi. Grensáskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Verið velkomin. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/silfurmíði / kanasta /tréskurður kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Bónus- bíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl 13, notaleg og skemmtileg samvera þar sem allir eru velkomnir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunsel Kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 Qi-gong, kl. 13 brids. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, kaffi kl. 14.30. Korpúlfar Listmálun í Borgum kl. 9, botsía í Borgum kl. 10 og 16 í dag. HELGISTUND KL. 10.30 Í Borgum. Leifkimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11, Ársæll Guðjónsson leiðbeinir. Sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug og heimanámskennsla í Borgum kl. 16.30 í dag. Minnum á spennandi og skemmtilegan félagsfund Korpúlfa í Borgum kl. 13, sýndar Korpúlfamyndir frá kl. 12.30. Kaffi á könnunni og margt skemmtilegt, Neskirkja Krossgötur kl. 13. Guðbjörn Sigurmundsson, kennari: Föðurlandið í ættjarðarsöngvum. Söngur, kaffi og kruðerí. Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara verður í kvöld kl. 18. Ragnar Önundarson og Raggi Bjarna sjá um dagskrána. Matur á eftir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Helgistund, dagskrá og veitingar í kirkjunni í dag kl. 14. Ómar Ragnarsson verður gestur dagsins og mun hann fara út um víðan völl. Allir velkomnir. Karlakaffi í safnaðar- heimilinu kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13. Allir velkomnir í hópinn Félagslíf  EDDA 6019032619 III Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019 Fimmtudaginn 6. mars fékk ég skelfi- legt símtal frá elsku systur minni og var hún að láta mig vita að Davíð væri dáinn, hann hefði látist af slysförum. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum, Davíð farinn og ég sem var fyrir svo stuttu að jarða manninn minn. Hvað er að ger- ast? Ég bara trúi ekki að Davíð, þessi ljúfi og heilbrigði maður, sé farinn og tekinn allt of fljótt frá fjölskyldu sinni og ástvinum. Við vorum jafnaldrar, hann fæddur 16. mars og ég 24. mars 1962. Þá fer hugurinn á flug og minningar um þennan fallega, hjartahlýja, góða mann koma í hrönnum upp í hugann. Ég veit ekki um neinn sem elskaði hestamennskuna svona mikið eins og hann, nema kannski hann föður minn. Hún var honum allt, eins og hann sagði alltaf sjálfur: ég elska að vera með hestum og allt sem hestamennskunni fylgir - útiver- an, félagsskapurinn, umhirðan - bara allt, og Davíð var manneskj- an sem spurði alltaf þegar hann kíkti á mig: hvernig hefur þú það, Anna mín? og hrósaði mér fyrir hvað ég væri sterk vegna fráfalls Gunnars míns. Spurði hvort ég væri örugg- lega ekki að gera eitthvað fyrir sjálfa mig því það skipti svo miklu máli, og vera dugleg að fara út að labba, það væri það Davíð Sigurðsson ✝ Davíð Sigurðs-son fæddist 16. mars 1962. Hann lést af slysförum 6. mars 2019. Útför Davíðs fór fram 15. mars 2019. besta sem til væri fyrir skrokkinn og hugann. Svo sagði hann alltaf: þú ættir bara að fara til Stellu minnar, þið hafið svo gott af því að vera saman og gera eitthvað saman. Þú ert alltaf velkomin í okkar hús, Anna mín. Davíð var þessi maður sem hvatti mann áfram í að fara út fyrir kassann og aldrei mátti hann neitt aumt sjá hjá neinum - ef hann gat hjálpað þá hjálpaði hann. Ljúfari mann og traustari er erfitt að finna, mann- gæskan og hjartahlýjan var endalaus. Elsku Davíð, takk fyrir að hafa komið inn í líf mitt, takk fyrir all- ar heimsóknirnar, takk fyrir allar góðu leiðbeiningarnar. Þín verð- ur sárt saknað, elsku Davíð minn. Megi góður guð blessa fjölskyldu þína og gefa henni styrk í sorg- inni. Elsku Stella mín, þú átt alla mína samúð og börnin ykkar fimm, Eva Dögg, Gaukur, Nói, Aníta og Jósua. Ég veit hvað er framundan hjá ykkur en þið eruð svo samheldin og heil, það er svo gott í þessu öllu. Blessuð sé minning um virki- lega góðan mann. Með sorg í hjarta ég kveð þig kæri vinur. Þú ljósið bjart í lífi okkar allra. Vertu sæll, vertu sæll, þú yndislegi maður. Með brostið hjarta og tár á kinn ég kveð þig í sólarlandið bjarta. Kær kveðja, Anna Guðjónsdóttir og fjölskylda. Genginn er á vit feðra sinna félagi minn og vinur Gunnar Oddsson í Flatatungu. Sem unglingar kynntumst við lítið en ég heyrði oft rætt um þennan efnilega dreng, sem væri að vaxa upp í Flatatungu. En það var svo föstudaginn 13. apríl 1956 að ég var á ferð suður í Borgarfirði með Ásmundi Jónssyni (1907-1974) og Ingólfi Kristjáns- syni (1940-2001) á Hólum. Ás- mundur hafði lagt miðstöð í íbúðar- húsið í Flatatungu og Gunnar verið handlangari hjá honum um tíma. Dag þennan hafði Ásmundur verið að heimsækja vini og kunningja í Borgarfirði og ekki kom annað til greina en að líta til Gunnars, sem þá var nemandi í framhaldsdeild- inni á Hvanneyri. Við hittum hann úti við, gengum með honum stétt- ina frá Skólastjórahúsinu að heimavist, upp á herbergi og röbb- uðum þar við hann góða stund. Mér varð þá ljóst að hér fór drengur, sem mikið var í spunnið. Gunnar var ágætis námsmaður, líkaði vel vistin á Hvanneyri og eignaðist þar marga vini til lífstíð- ar. Hann var gleðskaparmaður, tónvís, hafði yndi af söng og vísna- gerð og var góður hagyrðingur. Eftir að hafa lokið kandídats- prófi í búfræði var hann ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Skagfirð- inga á árunum 1957 til 1959 en þá sneri hann sér að búskap í Flata- tungu. Gunnar var bóndi af lífi og sál, bráðglöggur á skepnur og hinn besti fjár- og fjárræktarmaður. Er tímar liðu varð samferða- Gunnar Oddsson ✝ Gunnar Odds-son fæddist 11. mars 1934. Hann lést 10. mars 2019. Útför Gunnars fór fram 16. mars 2019. mönnum ljóst að bóndinn í Flata- tungu var til margra hluta fær og kusu hann til ýmissa fé- lagsmálastarfa. Hann haslaði sér snemma völl meðal samvinnumanna og vann á þeim vett- vangi af mikilli ósér- hlífni og trú- mennsku meðan heilsa leyfði. Sérstaklega vil ég nefna störf hans fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, sem voru félaginu og héraðinu mjög verðmæt. Þá sat hann Búnaðarþing, var þar góður liðsmaður og landverndar- mál lét hann sig miklu varða. Hann var hreinskilinn og heiðar- legur í öllum sínum gerðum. Það var gott að vinna með Gunnari, hann sá þau atriði, sem skiptu mestu og átti auðvelt með að færa rök fyrir máli sínu á glöggan og skilvirkan hátt. Hann gat verið harður á meiningu sinni, sérstaklega ef um var að ræða hag lands og þjóðar. Fullveldi þjóðarinnar var honum heilagt mál. Hann fylgdist alla tíð mjög vel með þjóðmálum og lagði þar orð í belg, bæði í ræðu og riti, svo eftir var tekið. Gunnar trúði því að hverjum og einum væri skammtaður tími hér á jörðu af máttarvöldum æðri okkur mönnunum. Hans tími er nú liðinn og verkefni bíða hans á öðru tilverusviði. Ég vil að leiðarlokum þakka Gunnari samfylgdina og alúð hans og vináttu í minn garð, sem aldrei bar skugga á. Góður drengur er genginn en minningin lifir og ylj- ar okkur, sem eftir stöndum, um ókomin ár. Guð blessi minningu hans og styrki og leiði hans ágætu fjölskyldu. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.