Morgunblaðið - 26.03.2019, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2019
Þrátt fyrir tvær veigamiklarmannabreytingar á aug-lýstri dagskrá vegna for-falla, þ.e. einsöngvarans (í
Canteloube) og stjórnandans í stað
Anne Sofie von Otters og Torte-
liers, lét aðsóknin samt ekki að sér
hæða á ,grænu‘ tónleikum SÍ sl.
fimmtudag. Hún reyndist nefnilega
í bezta standi og kom manni m.a.s.
til að vona að þrátt fyrir dæmigert
stjörnudekur okkar tíma þyki við-
fangsefnin (tónverkin!) enn hafa
svolítið að segja.
Þau voru líka allrar athygli verð.
Því jafnvel þótt ,þyngri og merki-
legri‘ klassískir ópusar einkenni
oftar áskriftartónleika hljómsveitar
allra landsmanna, þá gat að þessu
sinni að heyra skemmtileg dæmi
um verk er höfðað gætu til breiðari
hlustendahóps án þess endilega að
dekra við ríkjandi markaðs-
samnefnara.
Snöggt upp talið fóru hér fyrst
afar persónuleg en jafnframt
ærslafull ástarjátning Atla Heimis
Sveinssonar til undrabarns allra
undrabarna, þá náttúruljúfar út-
setningar Canteloubes á hjarð-
söngvum Auvergnebúa í seiðandi
nútímalegalegri orkestrun – og
loks sjaldheyrð æskusinfónía Car-
men-meistarans Bizets, er geislaði
af gallískum þokka og glitrandi
snerpu í sópandi snarpri útfærslu
Bjarna Frímanns og hljómsveitar.
Í Alla turca og svo framvegis frá
250. fæðingarári Wolfgangs 2006
sagði tónleikaskrá Atla Heimi
„mæta klassíska stílnum og kanna
þær slóðir er liggja milli Mozarts
og okkar eigin tíma“. Hljómsveitar-
útsetningin á alþekktum Rondó-
þætti Píanósónötu K331 í A var nú
endurflutt í fyrsta sinn frá frum-
flutningi Rumons Gamba 2007.
Hún hélt sig fyrstu þrjár mín-
úturnar á skikkanlegri mottu ef svo
má segja, þar sem Einar Jóhanns-
son og SÍ skiluðu frumverkinu
samvizkusamlega. En svo tók held-
ur betur að kárna, og virtist áður
en varði engu líkara en að glaðví-
maður unglingahópur hefði tekið
völdin og ætlaði að umturna öllu
sem umturnað varð – ekki aðeins
Rondóinu heldur ýmsu öðru úr tón-
fórum snillingsins, þ. á m. úr Töfra-
flautunni og stórbrotnum lokaþætti
Júpítersinfóníunnar – sem er
reyndar fyrir e.k. „cross-over“ milli
barokk-pólýfóníu og afþreyjandi
Vínarklassíkur og því sjálfgefið til-
efni til frekari stílblöndu er ,kame-
ljón íslenzkrar nútímatónlistar‘
nýtti sér í botn. Og með bros á vör.
Chants d‘Auvergne – þekktasta
verk franska þjóðlagasafnarans
Marie-Joseph Canteloubes (1879-
1957) samanstendur af útsetn-
ingum á þjóðlögum héraðsins fyrir
hljómsveit og mezzosópran og er
misjafnt hvað flutt eru mörg lög
saman í syrpu, þó oftast sé byrjað á
Baïlero. Yndislega einfaldar mel-
ódíur á Languedoc-tungu trúba-
dúra, en á móti meistaralega út-
settar af vellandi impressjónískri
litadýrð sem staðizt hefur tímans
tönn. Kannast ugglaust margir við
frábæra útgáfu Antonios de Al-
meida með Fredericu von Stade frá
9. áratug, þótt fleiri hafi síðan
bætzt við, t.a.m. með söng Kiri te
Kanawa.
Miðað við fyrri hljómplötuupplif-
anir olli þessi fyrsta lifandi reynsla
manns því miður nokkrum von-
brigðum; einkum fyrir hvað neðra
tónsvið söngsins barst illa um sal.
Að vísu er aldrei auðvelt að hlaupa
í forfallaskarð með stuttum fyr-
irvara, fyrir utan hve styrkrænt
samvægi er vandfengið í viðamikilli
orkestrun – og það í sal sem ekki er
sérhannaður fyrir söng. En miðað
við hvað einsöngvarar í La traviata
skiluðu sér þó vel fyrir skömmu,
má skrifa jafnvægisvandann að
hluta á hljómsveitarstjórann er
hefði hugsanlega mátt gæta ýtrara
aðhalds í hljómsveitarstyrk.
Charlotte Hellekant stóð sig að
öðru leyti með prýði og var for-
kunnarvel tekið, jafnvel þótt
undirritaður þættist stundum
kenna vott af lafandi tónhæð – og
laustitruðum fókus, er vill ágerast
í erfiðum húsum.
Bjarni Frímann rak þó rækilega
af sér alla slyðru í lokaatriði tón-
leikanna, 1. sinfóníu hins aðeins 17
ára gamla Georges Bizet frá 1855
er síðan vildi sem minnst af vita –
e.t.v. af ímynduðum ótta við að
vera borinn saman við fyrirmynd
hans og læriföður Gounod, eins og
Árni Heimir Ingólfsson ýjaði að í
tónleikaskrá.
Fór hér hreint út sagt makalaus
smíð. Ekki sízt í samanburði við
ýmsa eldri og þroskaðri tónhöf-
unda 19. aldar eins og Schumann
(hvað þá í orkestrun!) sem, án þess
í sjálfu sér að vera neins staðar
átakanlega ,frumleg‘, yppti geð
guma í æðsta veldi af fisléttu yfir-
borði í neistasnarpri útreið Bjarna
og meðreiðarsveina & -meyja.
Gladdi þar eyrað geysimargt.
Þ. á m. faldafeykjandi can can yfir-
bragð I. þáttar, kristalstært spíg-
sporandi strengjafúgató II.,
sprettfjörug alla caccia veiði-
mennskan í III. – og eldvakur
lokaþátturinn, er tifaði eftir ofur-
nákvæmri skeiðklukku handan
jarðnesks þyngdarafls – líkt og
skjaldaður væri cavorite-málmi
H.G. Wells.
Í minningu Lenny Bernsteins
heitins, er haslaði sér varanlegan
stjórnandavöll með því að hlaupa í
forfallaskarð Brunos Walter 1943,
mátti því ósjálfrátt spyrja hvort
annað eins hefði nú gerzt um
Bjarna Frímann Bjarnason?
Það á væntanlega eftir að koma í
ljós …
Íslenzkur Bernstein?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnandinn „Bjarni Frímann rak þó rækilega af sér alla slyðru í loka-
atriði tónleikanna,“ segir rýnir um frammistöðu íhlaupastjórnandans unga.
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikarbbbnn
Atli Heimir Sveinsson / W.A. Mozart:
Alla turca og svo framvegis.* Cante-
loube: Söngvar frá Auvergne.** Bizet:
Sinfónía í C. Einar Jóhannesson klar.,*
Charlotte Hellekant MS.** Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bjarni
Frímann Bjarnason. Fimmtudaginn 21.3.
kl. 19.30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Bresk-bandaríska söngvaskáldið og
upptökustjórinn Scott Walker er lát-
inn, 76 ára aldri. Leið Walker í tón-
listinni var óvenjuleg; hann sló í
gegn sem dægurlagastjarna á sjö-
unda áratugnum en varð síðan
þekktastur fyrir tilraunakennda- og
framúrstefnulega tónlist sem naut
ekki síst mikillar hylli í röðum ann-
arra listamanna, og þá einkum á
Bretlandi.
Í heimildarkvikmyndinni 30 Cent-
ury Man sem gerð var um Walker
árið 2006 má heyra stjörnur á borð
við David Bowie, sem framleiddi
myndina, Jarvis Cocker, Damon Al-
barn og Brian Eno tala um aðdáun
sína á verkum hans.
Thom Yorke, söngvari Radiohead,
var einn þeirra sem minntust
Walkers í gær. Hann tísti um áhrif
hans á Radiohead og sjálfan sig og
sagði Walker hafa kannt sér að fara
með rödd sína og orð.
Hinn raddfagri Walker komst
fyrst í sviðsljósið á miðjum sjöunda
áratugnum með hljómsveitinni The
Walker Brothers en sendi síðan frá
sér röð marglofaðra sólóskífa sem
þykja hafa þanið út mörk dægur-
tónlistar síns tíma. Á seinni árum
samdi hann meðal annars tónlist fyr-
ir nokkrar kvikmyndir.
Scott Walker látinn
Áhrifamikill Ýmsar stjörnur voru
meðal aðdáenda Scotts Walkers.
„Með kærleiks-
meiningar vin-
mælum“: Sátta-
nefndir og lausn
deilumála á 19.
öld er heiti
fyrirlesturs sem
Vilhelm Vil-
helmsson sagn-
fræðingur flyt-
ur í hádeginu í
dag í fyrir-
lestrasal Þjóð-
minjasafns Íslands. Sagnfræðinga-
félag Íslands skipuleggur
hádegisfyrirlesturinn í samvinnu
við Þjóðminjasafnið og er hann
hluti af fyrirlestraröðinni „Saga
réttarfars og refsinga“.
Vilhelm er forstöðumaður
Rannsóknaseturs Háskóla Íslands
á Norðurlandi vestra og með
doktorspróf í sagnfræði frá Há-
skóla Íslands.
Sáttanefndir og
lausn deilumála
Vilhelm
Vilhelmsson
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas.
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30
Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 29/3 kl. 18:00 Aukas. Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Lau 13/4 kl. 15:00
Lau 30/3 kl. 15:00 Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00
Sun 31/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 15:00
Sun 31/3 kl. 17:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 24/4 kl. 19:30
Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 28/3 kl. 21:00 Fös 29/3 kl. 22:00 Lau 30/3 kl. 22:00
Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 30/3 kl. 19:30
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s
Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas.
Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s
Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s
Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s
Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s
Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fim 28/3 kl. 20:00 7. s Fös 5/4 kl. 20:00 8. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!