Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 grísa- samloka Í Brioche brauði með rifnum og reyktum svínabóg og japönsku majónesi. Fabrikkusmá- borgararnir slá í gegn í öllum veislum. 30 borgarar á hverjum bakka! 6 gómsætar tegundir í boði! F fer la WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 ÞÚ PANTAR ÞÚ SÆKIR erköntuð mingarveis - VIÐ GRILLUM - É g er félagsráðgjafi að mennt og hef unun af því starfi en allt frá því ég man eftir mér hefur mér líka þótt gaman að hönn- un, skreytingum og heimilum. Það má kannski segja að áhugi minn hafi byrjað í blómabúðinni hjá for- eldrum mínum og systr- um en þau ráku blóma- og gjafavöruverslun lengi. Þar fékk ég oft að dunda mér við að búa til skreytingar, raða í hillur og breyta. Ég er alltaf að breyta, bæta og skreyta heima og hef virkilega gaman af þessu áhugamáli mínu, en ég hef einnig verið að taka að mér verkefni eins og að skreyta fyrir veislur á borð við fermingar og brúðkaup svo eitthvað sé nefnt. Við höfum verið þrjár saman í að skreyta fyrir stærri veislur og viðburði. Systir mín Krist- ín Aðalheiður Símonardóttur og vin- kona mín og stjúpmóðir sonar míns, Svandís Lilja Níelsdóttir, hafa verið með mér í því. Við Svandís stofn- uðum einnig nokkurs konar markað í bílskúrnum heima fyrir jólin, sem við kölluðum Svarta svani og það gekk aldeilis vel og vonandi verður fram- hald á því ævintýri.“ Mikið fyrir hluti sem fást á mörkuðum Svana og eiginmaður hennar Rík- arð Svavar Axelsson eiga sex börn samtals. Fjölskyldan er stór og í gegnum hana fær Svana mörg tækifæri til að skreyta og gera fallegt. Heimili Svönu er róm- antískt og mikið fyrir augað. „Ég hef ótrú- lega gaman af því að skreyta fyrir afmæli og er afmæliskakan er mikið uppáhald hjá mér.“ Svana bjó erlend- is í um átta ár, í Svíþjóð, Þýskalandi og í Noregi og þar kviknaði áhugi hennar á flóamörkuðum. Hún mælir með því að fólk skreyti fyrir ferming- arveislur með hlutum sem það á heima hjá sér. Ferðatöskur, luktir, leikföng barnanna sem og áhugamál eiga erindi sem skreytingar. „Þegar ég skreyti er ég yfirleitt með einhverja mynd í huganum sem ég vinn eftir. Stundum vindur sú hugmynd upp á sig og endar á óvæntan og skemmtilegan hátt en ég er dugleg að skoða bækur og blöð, Pinterest og fleira sem getur gefið mér hugmyndir. Síðan er mikilvægt að finna út hvað fermingarbarnið vill hafa. Þannig verður fermingar- veislan persónulegri og fellur að smekk barnsins. Hvaða litur er í uppáhaldi, hvaða tómstundir stundar það, hvað finnst barninu skemmti- legt að gera? Einnig finnst mér mikilvægt að hafa fermingarbarnið með í undirbúningnum ef það hefur áhuga á því, þau eru oft með alls- konar skemmtilegar hugmyndir sem gaman er að vinna eftir.“ Nammibarinn er ómissandi Svana er sérfræðingur þegar kem- ur að því að gera nammibar fyrir veislur. „Þar sem við erum með skreytingaþjónustu eigum við mikið af glerílátum og hlutum sem hægt er að setja nammi í. Ég mæli með að setja myndir af fermingarbarninu og hluti sem því finnst skemmtilegir og svo bara að þora að leika sér með nammibarinn. Ég geri meira fremur en minna þegar kemur að skrauti á þessum stað í veislunni. Kleinu- hringjabarinn er einnig skemmtileg hugmynd sem hefur slegið í gegn hjá öllum aldurshópum en það sem ég nota til að stilla kleinuhringjunum upp er til að mynda gömul barnahilla úr Ikea sem ég málaði og gamall tré- kassi sem Heiða systir fann á flóa- markaði. Ef fólk langar að hafa nammibar mæli ég með að kaupa nammið í stórverslunum á borð við Costco, Bónus og Stórkaup svo eitt- hvað sé nefnt. Ég kaupi skraut víða, einnig erlendis og í gegnum netversl- anir. Þegar ég skreyti nota ég gjarn- an ávexti, blóm, luktir með kerti, steina, trjádrumba, sultukrukkur sem ég skreyti með blúndum eða fjöðrum jafnvel, skemmtileg spak- mæli, spegla í fallegum römmum, flöskur, bækur, seríur, nammi og bara hvaðeina sem mér dettur í hug.“ Poppbar og skemmtilegir drykkir Hún segir að þegar kemur að skreytingum sé alltaf gaman að not- ast við það sem maður finnur úti í náttúrunni. Könglar, greni og blóm geti verið fallegt á borði, en þar sem fermingar eru á þeim tíma þegar frost liggur í jörðu þá sé það oft áskorun. „Það má þó oft finna fal- legar trjágreinar sem hægt er að skreyta með seríum. Svo er líka gaman að hengja merkimiða á grein- arnar og biðja veislugesti um að skrifa skilaboð eða kveðjur til ferm- ingarbarnsins og hengja á greinina.“ „Svo er einnig hægt að vera með poppbar – það kostar ekki mikið og er mjög fallegt og skemmtilegt fyrir fermingarveisluna. Hægt er að vera með karmellupopp, jarðarberjapopp, venjulegt popp og þar fram eftir göt- unum. Eins getur verið gaman að vera með drykki, t.d. saft. Hægt er að kaupa glerflöskur í Söstrene Grene og merkja flöskurnar með límmiðum sem fást þar líka með skemmtilegum nöfnum. Börn elska að fá sér hindberjasaft, jarðar- berjasaft, appelsínusaft og fleira í þeim dúr.“ Þegar kemur að því að nota óvenjulega hluti af heimilinu þá er Svana sérfræðingur á því sviði. „Ég hef notast við gamlar ferðatöskur og set kökur í þær – þá er það í sjóræn- ingja- eða ferðaþema. Það má líka nota gamlar töskur sem skreytingu á veisluborðið, stilla þeim upp á end- ann og setja mynd af fermingar- barninu inn í. Ef þú hugsar út í það er hægt að nota svo margt af heim- ilinu til að skreyta. Sem dæmi þá eru gamlar bækur æðislegar til að hækka undir kökum á veisluborði. Körfubolti getur verið flott skraut og fimleikahringir yfir veisluborði með blómaskreytingum. Skautar, skíði og hvað eina sem kemur upp í hugann getur verið fallegt til að tengja við fermingarbarnið og gera upplifun gesta skemmtilega og óvenjulega.“ Nammibarinn er ómissandi Svana Rún Símonardóttir starfar sem starfsendur- hæfingarráðgjafi hjá Virk. Hún er mikill fagurkeri sem hefur áhuga á fólki og fallegum hlutum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Það má nota kleinuhringi til að skreyta kökur með. Svana Rún segir áhugvert að gera meira en minna í veislum til að skapa meiri upplifun. Það má hafa bíóbar í fermingarveislunni, þar sem ákveðinn tími er áætlaður og stemning er í kringum sýningarnar. Nammibar er ómissandi í ferminguna að mati Svönu. Rómantískur nammibar með fallegri lýsingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.