Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
ungfrú
reykjavík
Kjúklingabringa í
Brioche brauði með
cheddar osti,
sólþurrkuðu
tómatmauki og
mangó-jógúrtsósu
Fabrikkusmá-
borgararnir
slá í gegn í
öllum veislum.
30 borgarar á
hverjum bakka!
6 gómsætar
tegundir í boði!
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
Ferköntuð
fermingarveisla
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
Þ
óra er í Seljaskóla. Hún er
ánægð með vinkonurnar í
bekknum sínum. Hún æfir
handbolta, syngur í ung-
lingakór í Seljakirkju og
hefur áhuga á myndlist og hönnun.
Hefur alltaf farið í kirkju
Hvernig er að fara að fermast?
„Það er bara spennandi, kirkjan og
trúin hafa alltaf verið hluti af mínu lífi.
Ég hef farið í kirkju síðan ég man eftir
mér.“
Muntu fermast í kirkju eða borgara-
lega?
„Ég fermist í Seljakirkju.“
Ertu búin að finna fatnað til að vera
í?
„Já, góð vinkona mín sem heitir Íris
gaf mér ótrúlega fallegan kjól í jóla-
gjöf. Henni fannst hann svo fallegur að
hún ákvað að gefa mér hann, hún hélt
að hann liti út eins og eitthvað sem ég
hefði keypt mér. Sem er alveg rétt,
mér finnst hann svo flottur að ég ætla
að fermast í honum!“
Hvaða máli skiptir trúin í þínu lífi?
„Hún skiptir mig miklu máli. Það er
gott að geta beðið fyrir fólki og alls
konar hlutum, fengið styrk, huggun og
hugrekki ef mann vantar það. Ég
hugsa að það sé mjög mikilvægt fyrir
alla að geta trúað á eitthvað, hvort sem
það er Jesús, Guð eða eitthvað annað.
Svo er líka hægt að trúa á kærleik-
ann!“
Veisla með góðum kökum
Hvernig verður veislan?
„Veislan verður haldin á fermingar-
daginn minn, 7. apríl. Hún verður í sal í
Laugardalnum sem við græjum og
skreytum. Það verður boðið upp á alls
konar kökur og drykki. Ég er ekkert
fyrir svona fínan fermingarmat. Ég hef
rosalega gaman af því að baka og bíð
þess vegna upp á kökur í mínum anda.
Svo verður myndasýning, skemmtun
fyrir gestina, spurningaleikur og fjör.“
Til hvers hlakkarðu sem tengist
þessu?
„Ég hef rosalega gaman af því að
versla og græja, það er spennandi. En
það er aðallega spennandi að fá að upp-
lifa þetta allt, greiðslu, myndatöku,
veisluna og auðvitað ferminguna
sjálfa!“
Er eitthvað sem þú kvíðir fyrir að
gera?
„Nei, ég held að þetta verði bara
gaman.“
Ertu með hlutverk í veislunni?
„Já, ég mun bara tala við fólkið
mitt og láta mér þykja ótrúlega gam-
an. Þetta gerist víst bara einu sinni.“
Jesú gerði heiminn betri
Hvað hefurðu lært af fermingar-
fræðslunni?
„Mjög svo margt. Til dæmis trúar-
játninguna, sögur úr Biblíunni, og
sögur sem prestarnir segja okkur.
Margar sögurnar í fermingar-
fræðslunni kenna manni ekki bara
um sögu Jesús og Guð, heldur ýmis-
legt sniðugt sem maður ætti að hafa í
huga í lífinu. Óli og Malla (sem eru
prestarnir) eru líka mjög skemmti-
legir, leyfa okkur að vinna verkefni
sem eru skemmtileg en fræðandi. Ég
hef líka lært um sögu Jesús, hvernig
hann gerði heiminn að betri stað.“
Hvað langar þig að fá í fermingar-
gjöf?
„Ég er ekki viss, ég á allt sem mig
vantar. En ég væri alveg til í utan-
landsferð með mömmu.“
Að njóta stundarinnar
með börnunum
Mamma fermingarbarnsins Guð-
rún Snorradóttir segir að hún sé af-
skaplega gæfusöm kona. „Ég starfa
sem stjórnendamarkþjálfi, vinn alla
daga við það sem ég elska og nýt lífs-
ins. Ég á þrjár yndislegar stelpur og
eiginmann sem ég deili lífinu með
ásamt góðum vinum og fjölskyldu.
Fólk er að mínu mati það sem mestu
máli skiptir í lífinu og þar hef ég nú
þegar dottið í lukkupottinn.“
Er þetta fyrsta barnið þitt sem
fermist?
„Já, ég byrjaði að eignast börn
frekar seint, 34 ára, og núna er loks-
ins komið að fyrstu fermingunni.
Mikil tímamót og mjög spennandi
tímar fram undan.“
Hvernig hefur undirbúningurinn
verið?
„Við mæðgurnar erum afskaplega
líkar í okkur, skipulagðar í eðlinu og
samstiga. Þannig að undirbúningur-
inn hófst að alvöru fyrir nokkrum vik-
um. Núna er meira og minna allt
tilbúið, nema þá veitingarnar.“
Þóra er skapandi stelpa
Hvernig er að vinna með barninu í
þessum undirbúningi?
„Það er dásamlegt, Þóra er svo
skemmtilega skapandi stelpa. Hún er
búin að hafa mjög skýra sýn á það
hvernig hún vill hafa daginn og það er
mikilvægast, að dagurinn verði
hennar.“
Kynnist maður barninu betur?
„Þegar fyrsta barnið manns ferm-
ist er eins og að hefja gönguna með
henni í átt að því að verða fullorðin.
Já, þannig að mér finnst ég vera að
kynnast henni upp á nýtt flesta daga.
Hún er svo hlýr og umvefjandi per-
sónuleiki, það eru forréttindi að fá að
kalla þessa stelpu dóttur mína.“
Hvað kemur á óvart?
„Hún hefur alltaf verið mjög ákveð-
in, þannig að það hefur ekki komið
mér á óvart að hún var með sínar hug-
myndir um þennan dag, líkt og aðra
daga.“
Hvað er erfitt?
„Áskorunin felst í því að hún á af-
skaplega upptekna mömmu sem er
líka að sinna sínu, fyrirtæki og námi.
En við náum góðum stundum saman
inni á milli og njótum þeirra til fulls.“
Hvað er létt?
„Það er mér bæði létt og ljúft að fá
að vera „gestur“ í hennar ævintýri. Að
sjá hana dafna og þroskast.“
Í hverju verður þú?
„Að sjálfsögðu er mamman búin að
græja dótturina en er ennþá að huga
að því hverju hún mun klæðast. En
það verður eitthvað létt og lipurt, eins
og tengdamamma mín myndi segja.“
Gestir fá að giska
um framtíðarstarfið
Hvernig verður veislan?
„Hún verður alfarið í anda Þóru.
Hún elskar að baka og á sér leyndan
draum að eiga sitt eigið bakarí. Þann-
ig að það verður kaffihlaðborð með öll-
um mögulegum tegundum af bolla-
kökum, tertum og kruðeríi. Við
verðum líka með þetta hefðbundna,
myndasýningu, spurningaleik og ætl-
um síðan að brydda upp á því að allir
fái að skrifa til hennar miða í lokin –
um það hvað þeir haldi að hún verði
þegar að hún verður stór. Þessi hug-
mynd kemur frá Þóru og mér finnst
hún afskaplega skemmtileg.“
Áttu ráð fyrir þá sem munu eiga
fermingarbörn á næsta ári?
„Nú vill svo skemmtilega til að hjá
okkur verður fermt aftur á næsta ári!
Hún Sigrún Birna, systir Þóru, er
fædd 13 mánuðum á eftir henni.
Þannig að ég kem til leiks reynslunni
ríkari. Mér finnst mikilvægast að
þetta sé dagur barnsins. Að ferm-
ingarbarnið fái að stjórna sem mestu.
Að við foreldrarnir séum tilbúin að
hlusta af þolinmæði og mæta þeim af
fremsta megni með þeirra óskir. Síðan
er verulega sterkur leikur að panta sal
sem fyrst og ekki gleyma að njóta
þess að undirbúa í rólegheitunum.“
Börnin stækka svo hratt
Hefur þú fengið stuðning fyrir
undirbúning?
„Ég hef reitt mig fyrst og fremst á
Þóru og hennar hugmyndir. Síðan er
ég afskaplega rík af fólki, bæði fjöl-
skyldu og vinum, sem eru boðin og bú-
in til að vera okkur innan handar.
Guðrún vill hvetja alla foreldra til
að njóta þess tíma sem fram undan er
með börnum sínum. Þau stækka svo
hratt.
„Að grípa öll tækifæri til að um-
gangast unglingana okkar á meðan við
fáum tækifæri til að hafa jákvæð áhrif
á líf þeirra og líðan er mikilvægt í mín-
um huga. Fyrr en varir verða þau orð-
in svo stór og okkar áhrif fara dvín-
andi. Ég lærði af Hugo Þórissyni
heitnum sálfræðingi að þau þarfnast
þess hve mest að við elskum þau þeg-
ar okkur finnst þau eiga það minnst
skilið. Eru það ekki ágætis lokaorð til
okkar sem eigum unglingsárin fram
undan með unga fólkinu okkar?“
Fermingin er spennandi upplifun
Fermingarmæðgurnar Þóra Þórarinsdóttir og Guðrún Snorradóttir njóta hvers augnabliks saman í að undirbúa
ferminguna. Þær eru gott dæmi um hve ótrúlega margt getur falist í fermingunni.
Elínrós Líndal|elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Að ferma barn á ung-
lingsárum getur ýtt undir
nánd og sterk tengsl
innan fjölskyldunnar.