Morgunblaðið - 15.03.2019, Qupperneq 22
A
lba lýsir sjálfri sér sem
mjög opinni manneskju.
„Mér finnst gaman að
kynnast nýju fólki.
Áður fyrr var ég mjög
feimin en það hefur breyst. Vinir
mínir segja að ég sé með mikinn
húmor en ætli ég sé ekki líka með
kaldhæðinn húmor. Ég myndi einnig
segja að ég væri ákveðin eða orðin
ákveðnari og sjálfsöruggari með tím-
anum. Samt er ég líka viðkvæm og
má ekkert aumt sjá. Undanfarið ár
hefur verið mjög spennandi með nýju
fólki í mínu lífi og fleiri vinum.“
Alba er skapandi og hefur brenn-
andi áhuga á tísku, dansi og ljós-
myndun.
Tískan heillar
„Ég vil ekki plana framtíðina of
mikið, bara sjá hvert lífið leiðir mig.
Ég gæti alveg hugsað mér að fara til
Danmerkur í menntaskóla en ég er
hálfdönsk og tvítyngd svo það gæti
verið gaman. Í dag finnst mér hönn-
unarbransinn heillandi, hvort sem
það er innanhússhönnun eða fata-
hönnun. Hver veit hvað gerist;
kannski verð ég bara flugmaður og
ferðast um allan heiminn.“
Hvernig er að fara að fermast?
Mér finnst það mjög spennandi og
ég hef hlakkað til lengi. Ég hef verið
að plana ferminguna í huganum í
langan tíma, finna þema og mér
finnst ótrúlegt að allt í einu sé komið
að þessu. Í Danmörku er sagt að
maður sé að labba inn í „de voksnes
rækker“ sem þýðir að þá sé maður að
byrja að taka skref inn í fullorðins-
lífið. Þar eru fermingarnar allt öðru-
vísi. Mig hefur alltaf dreymt um að
halda risaveislu einhvern tímann og
nú er að koma að því.“
Ætlar að vera í hælaskóm
Muntu fermast í kirkju eða borg-
aralega?
„Ég fermist í Langholtskirkju með
Hólmfríði bestu vinkonu minni og
öðrum góðum vinum úr skólanum.“
Ertu búin að finna fatnað að vera
í?
„Já, kjóllinn er kominn á hreint og
hann kemur mjög vel út. Ég ætlaði
fyrst að vera í samfestingi og striga-
skóm en er svo komin í kjól og hæla-
skó. Mamma er að reyna að kenna
mér að ganga á hælum en ég geng
nánast eingöngu í strigaskóm þannig
að það verður að koma í ljós í hvaða
skóm ég enda á fermingardaginn.“
Hvaða máli skiptir trúin í þínu lífi?
„Ég bið ekki borðbæn á hverju
kvöldi en það er gott að hugsa til þess
að það sé eitthvað þarna úti sem
passar upp á okkur. Ég trúi á að Guð
sé andi sem er alltaf til staðar en ekki
endilega karlkyns eða kvenkyns. Ég
missti afa minn fyrir nokkrum árum
og stundum finnst mér eins og hann
sé hjá mér. Þannig trúi ég.“
Erfitt að bíða eftir veislunni
Hvernig verður veislan?
„Hún verður vonandi skemmtileg.
Ég hlakka til að hitta allt fólkið sem
kemur til að gleðjast með mér. Við
höfum lengi verið að skipuleggja allt
frá því hvernig skraut á að vera, mat-
ur og myndir. Ég er bara svo spennt
að ég get eiginlega ekki beðið
lengur.“
Til hvers hlakkarðu mest?
„Ég hlakka eiginlega til alls; að
fermast með vinum mínum, halda
æðislega veislu og auðvitað spila
gjafirnar inn, en það er alls ekki mik-
ilvægast. Ég mun líka halda aðra
fermingarveislu úti í Kaupmanna-
höfn hjá pabba mínum fyrir fjöl-
skyldu og vini mína þar, þannig að
þetta verða tvær ólíkar veislur.“
Er eitthvað sem þú kvíðir fyrir að
gera?
„Já, ég kvíði smá fyrir því að fara
með orðin mín. Ég kvíði líka pínulítið
fyrir því að misstíga mig og detta á
leiðinni upp að altarinu. Það væri
týpísk ég. Eins gott að ég verði búin
að æfa mig á hælunum en ég veit að
allt gengur upp á endanum.“
Að njóta í veislunni
Ertu með hlutverk í veislunni?
„Hlutverkið mitt er bara að njóta
veislunnar og bjóða fólk velkomið.“
Hvað hefurðu lært af fermingar-
fræðslunni?
„Ég hef lært fullt. Meira um trúna
mína og hvernig ég get nýtt mér
hana í daglegu lífi. Prestarnir eru
æðislegar konur, þær taka alltaf vel á
móti okkur og við lærum á skemmti-
legan hátt. Fáum okkur alltaf gott
snarl svo þetta er miklu skemmti-
legra en ég bjóst við.“
Hvað langar þig að fá í fermingar-
gjöf?
„Nýjan iPhone-síma, Macbook-
tölvu, pening, eitthvað fallegt í her-
bergið eða utanlandsferð.“
Stolt fermingarmóðir
Marín Manda er ákaflega stolt
móðir. „Ég á tvö börn og nú hef ég
einnig eignast stjúpson sem ég elska
eins og minn eigin. Ég er án efa orðin
meyrari en áður því lífið er alls ekki
sjálfgefið. Við erum jú sífellt að læra,
sem er svo dásamlegt, en ég hef ein-
mitt lært að það er í lagi að hlúa að
sjálfri mér þrátt fyrir að vera 100%
mamma. Ég hef gjarnan sagt að ég
sé með skipulagt „kaos“ í kringum
mig í daglega lífinu en með árunum
hafi ég uppgötvað að best er að klára
verkefnin í stað þess að ýta þeim til
hliðar. Ég hef ávallt verið afskaplega
sjálfstæð, ákveðin, skapandi og opin
að eðlisfari. Ævintýragjörn og þarf
að hafa mikið fyrir stafni.“
Ertu að ferma í fyrsta skiptið?
„Já, ég er að ferma frumburðinn
svo ég hef enga fyrri reynslu.“
Matur frá Hamborgarabúllunni
Hvernig hefur undirbúningurinn
verið?
„Hann hefur gengið nokkuð vel en
plönin hafa breyst örlítið á leiðinni.
Salurinn var fundinn snemma í ferl-
inu svo það var mikill léttir. Við
vorum búin að ákveða notast við
veisluþjónustu og bjóða upp á ýmsa
rétti en ákváðum síðan að apa eftir
vinafólki okkar sem pantaði Hamborg-
arabúlluna í veisluna. Mér finnst það
ótrúlega skemmtileg lausn. Einnig
verðum við með fallegt kökuborð og
gos fáum við hjá Ölgerðinni. Ég bað
svo vinkonu mína Emilíu Kristínu
(kallar sig Mckrizz á Instagram) að
mynda fermingarskvísuna því hún tek-
ur æðislegar myndir og það er svo gott
að vinna með henni.“
Hvernig er að vinna með barninu í
þessum undirbúningi?
„Það hefur alveg verið áskorun.
Sem betur fer erum við með svipaðar
fagurfræðilegar hugmyndir. Við lág-
um báðar yfir Pinterest og skoðuðum
skreytingar, hárgreiðslur, kjóla og
mat og höfðum nánast sömu hug-
myndirnar þegar við bárum saman
bækur okkar. Alba Mist er aðeins
mínimalískari og ég hef því þurft að
ýta svolítið á hana að prófa nýjan skó-
fatnað og slíkt.“
„Alltaf
dreymt um
risaveislu“
Alba Mist og Marín Manda Magnúsdóttir eru í
óðaönn að undirbúa fermingu Ölbu. Alba held-
ur veislu á Íslandi og í Danmörku. Hún getur
varla beðið eftir fermingunni og mun bjóða upp
á ljósmyndabás, hamborgara og skemmtun.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alba Mist og Marín Manda eru mjög nán-
ar mæðgur. Fermingin er sú fyrsta sem
Marín Manda undirbýr með fjölskyldunni.
SJÁ SÍÐU 24
Maðurinn minn hefur einnig veitt mjög góðan
andlegan stuðning. Hann stendur með mér
í þessu öllu þrátt fyrir að eiga stundum
erfitt með að skilja af hverju ég þarf nauð-
synlega að kaupa kíló af bleiku M&M-nammi
því það passar svo vel við þemað.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
Fermist þú
ham-borgaralega?
30 borgarar á hverjum bakka!
6 gómsætar tegundir í boði!
JÓI EIGANDI 13 ÁRA.
„Ég hefði verið ögn svalari ef við hefðum
boðið uppá smáborgara í fermingunni minni.“
www.fabrikkan.is
5 75 75 75