Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 24

Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 Fermist þú ham-borgaralega? PANTAÐU ÞÍNA VEISLU ÁWWW.FABRIKKAN.IS 30 borgarar á hverjum bakka! 6 gómsætar tegundir í boði! Kynnist maður barninu betur? „Ég myndi ekki endilega segja það því við Alba Mist höfum verið dug- legar að græja alls konar hluti sam- an; taka myndir, spá í innanhússmuni og tísku. Að sjálfsögðu finn ég fyrir því að dóttirin er ekki barn lengur heldur er að þroskast hratt. Ferm- ingin er því ákveðin tímamót í því ferli.“ Erfitt að finna föt á fermingarbarnið Hvað kemur á óvart? „Ekkert sérlega margt. Kannski aðallega hversu snemma maður þarf að byrja undirbúninginn. Fólk hefur yfirhöfuð verið duglegt að koma með uppástungur og bjóðast til þess að aðstoða.“ Hvað er erfitt? „Erfiðast í þessum undirbúningi hefur verið að finna föt á fermingar- barnið. Hún var búin að ákveða fyrir ári að vera í háum buxum og skyrtu eða samfestingi en margt breytist á einu ári í lífi unglings. Alba Mist er mjög ákveðin þegar kemur að því að klæða sig og hefur verið að mótast í unga dömu á skömmum tíma. Hún er með sinn eigin stíl og við höfum að- eins þurft að „víla og díla“ til að verða sammála um heildarútlitið. Eftir að hafa þrætt allar búðir bæjarins var engin flík sem virkilega heillaði. Ég endaði á því að panta beinhvítan kjól á Asos fyrir hana sem ég fékk heim tveimur dögum seinna. Hann smell- passaði og við erum rosalega ánægð- ar með hann.“ Hvað er létt? „Ekkert,“ segir Marín Manda og brosir, „því að undirbúa fermingu fyrir stelpu er gríðarlega mikil vinna. Hins vegar hefur mér þótt það svo skemmtilegt svo um leið og salurinn var bókaður fór allt annað að rúlla.“ Verða með ljósmyndabás Í hverju verður þú? „Ég get víst ekki ákveðið það fyrr en alveg undir lokin því ég er ófrísk og það er munur á mér í hverri viku. Ég mun að sjálfsögðu reyna að fara í mitt fín- asta púss með kúluna út í loftið. Líkaminn er að taka svo miklum breytingum. Þrátt fyrir að mér finnist fúlt að komast ekki í hvað sem er núna er ég svo þakklát þessum líkama sem passar svo vel upp á litla líf- ið inni í mér. Aðalfókusinn verður á stóru skvísunni minni þennan dag svo ég er alveg sátt við það að vera í bak- grunninum vaggandi eins og mörgæs.“ Hvernig verður veislan? „Við erum með hálfgert blómaþema í hvítum, föl- bleikum og gylltum tónum. Veislan verður haldin í sal í Borgartúninu með fallegu útsýni yfir Faxaflóann. Boðslistinn var fljótur að fara yfir 150 manns svo við þurftum að skera niður til að koma fólki fyrir. Okkur þótti mikil- vægt að fólk sem fagnar með fermingarbarninu á þessum degi þekki að minnnsta kosti til fermingarbarnsins með nafni. Boðs- listinn er því rúmlega 80 manns og munum við halda veisl- una um kvöldmatarleytið. Við bjóðum upp á Hamborgara- búlluna sem mætir á svæðið og sjálfsögðu sætt kökuborð í eftirrétt. Makkarónur, skreyttar möffins, döðlu- gott og Rice Krispies- kransakökur. Una vinkona mín (heitir Unabakstur á In- stagram) gerir dásamlega fallegar og gómsætar kökur og mun hún gera ferming- artertuna sem verður skreytt með blómum. Einnig ætlum við að bjóða upp á Ava-aldinvatns- drykkinn frá Ölgerðinni sem er ferskur og góður. Alba Mist er búin að banna mér að halda ræðu en ég er ekki viss um að ég geti staðið við það. Mér datt í hug að hún myndi fara hjá sér en ég held aðallega að hún ætti erfitt með að halda aftur af tárum ef ég fer að verða væmin. Í samstarfi við Rentaparty.is verðum við með myndakassa og flottan bakgrunn svo við fáum skemmtilegar myndir af fólki úr fermingunni. Þegar ég fermdist var haldin karaoke-keppni á milli borðanna svo það er engin pressa á fólk í þessari fermingu, nema að skella í eitt bros.“ Áttu ráð fyrir þá sem munu ferma á næsta ári? „Já númer eitt er að byrja á því að anda inn og anda út. Fara í örlitla rannsóknarvinnu. Spyrjið fermingarbarnið hverjar óskir þess eru og reynið að koma til móts við þær óskir. Þetta er þrátt fyrir allt sérstakur og mikilvægur dagur í lífi barnanna okkar. Svo myndi ég bara halda áfram að anda inn og anda út. Þetta hefst allt að lokum.“ Kíló af bleiku M&M Hefur þú fengið stuðning fyrir þennan undirbúning frá einhverjum sem er snillingur í svona viðburðum? „Já aldeilis. Vinkona mín Þórunn Hulda Vigfúsdóttir hefur verið mér innan handar með ráðleggingar. Hún er mikill fagurkeri og hún hélt ótrú- lega fallega veislu þegar dóttir henn- ar fermdist. Svo skráði ég mig í hóp- inn Fermingarundirbúningur og hugmyndir á Fésbókinni og hef því fylgst örlítið með hvernig aðrir hafa sínar veislur. Þar hef ég fengið ýms- ar hugmyndir en ég tel að það sé mikilvægt að fá ekki samviskubit ef maður gerir hlutina öðruvísi en aðrir. Sumar fjölskyldur halda fast í fjöl- skylduhefðir en aðrir velja að fara í gegnum þetta ferli á nýstárlegan hátt. Ekkert er verra né betra. Maðurinn minn hefur einnig veitt mjög góðan andlegan stuðning. Hann stendur með mér í þessu öllu þrátt fyrir að eiga stundum erfitt með að skilja af hverju ég þarf nauðsynlega að kaupa kíló af bleiku M&M-nammi því það passar svo vel við þemað. Þá hristir hann hausinn, faðmar mig og býðst svo til að halda á pokunum.“ Alba Mist telur niður dagana þar til hún fermist, svo mikið hlakkar hún til. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alba fermist í ljósum kjól frá Asos og ætlar að æfa sig í að ganga á hælum fyrir ferminguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.