Morgunblaðið - 15.03.2019, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
STÓRI BÓ
Í Brioche brauði
með beikoni,
bræddumHávarti
osti og Bó sósu.
Fabrikkusmá-
borgararnir slá í
gegn í öllum
veislum.
30 borgarar á
hverjum bakka!
6 gómsætar
tegundir í boði!
fe a
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
Ferköntuð
rmingarveisl
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
F
jölskyldan hans Ara er
nýflutt í Vesturbæinn.
Þeir feðgar njóta því
þess að geta gengið í
bæinn og heimsótt versl-
anir eins og Vínberið og Kokku og
síðan að fara á kaffihús saman.
Thor er prófessor við Háskóla Ís-
lands við Miðstöð í lýðheilsuvís-
indum og Ari er nemandi í 8.
bekk í Hagaskóla.
Allir í góðu skapi
Hvernig hefur fermingar-
fræðslan verið?
„Hún er búin að vera skemmti-
leg og fræðandi. Þau Elínborg og
Sveinn, prestar kirkjunnar, og
Siggi sem guðfræðinemi voru allt-
af í góðu skapi í tímum. Mér
fannst gaman að hitta hina krakk-
ana úr Hagaskóla í fermingar-
fræðslunni. Svo var ferðin í
Vatnaskóg mjög skemmtileg,“
segir Ari.
Hafa sunnudagar verið ánægju-
legir ykkur feðgum?
„Já, aldeilis og eiginlega tvöfalt
það. Okkur finnst notalegt að geta
gengið í miðbæinn í messu. Það er
svo rólegt að sitja í kirkjunni. Síð-
an er gaman að spjalla um daginn
og veginn og predikunina á leið-
inni heim. Síðan komum við alltaf
við í okkar uppáhaldsbakaríi,
Brikk, og fáum okkur eitthvað
gott með kaffinu. Það er frábært
að koma heim alveg slakur í góð-
an kaffitíma,“ segir Thor.
Tónlistin í uppáhaldi
Ari tekur undir með pabba sín-
um og segir þessar stundir góðar.
„Mér finnst ágætt að fara í messu
með pabba. Það var alltaf svo
huggulegt að hlusta á tónlistina
og prestinn predika. Uppáhaldið
mitt við messuna er tónlistin.“
Hvernig eruð þið að plana að
hafa ferminguna?
„Við ætlum að hafa veislu
heima með nánustu ættingjum.
Við erum búin að panta mat. Ég
var ekki í miklu stuði til að panta
stóran sal og hafa mjög langa
fermingarveislu. Ég hugsaði með
mér að mig langaði bara til að
hafa fámenna veislu,“ segir Ari og
bætir við að hann hlakki mest til
veislunnar og að hitta fjölskylduna
og ættingja.
Fara ósjálfrátt í
að breyta og bæta
Er undirbúningurinn mikil vinna
fyrir ykkur foreldrana?
„Ekki beinlínis vinna heldur eitt-
hvað skemmtilegt að hlakka til.
Maður fer ósjálfrátt að gera fínt og
breyta og bæta heimilið og það er
gaman,“ segir Thor.
Ari segir að fermingarfræðslan
hafi verið lærdómsrík fyrir hann.
Hann viti nú meira um Jesú og
sögurnar í Biblíunni. „Það er nokk-
uð áhugavert að mínu mati.“
Trúir þú á Guð, Ari?
„Ég veit það ekki nefnilega. Það
er mjög flókið að hugsa um þetta
allt. En ég vil vita meira og læra.
Ég vil fylgja hefðum sem tengjast
okkar trú, t.d. halda jól og páska.“
Ari hrífst af tónlist enda er hann
að læra á trommur. „Ég er reyndar
að fara að breyta og ætla að nota
rafmagnstrommur. Ég er ekki mik-
ið í íþróttum en finnst ágætt að
fylgjast með fótboltaleikjum.“
Feðgastund á sunnudögum
Ari Karl Aspelund fermist í Dómkirkjunni á þessu ári. Hann er sonur þeirra Thors Aspelund og Örnu Guðmunds-
dóttur. Feðgarnir hafa rölt saman í kirkju og gert það að venju að koma við í uppáhaldsbakaríinu á leiðinni heim.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Samvera feðganna í kringum fermingu Ara er stund sem þeir eru þakklátir fyrir.
Ari segir að fermingarfræðslan hafi verið lær-
dómsrík fyrir hann. Hann viti nú meira um
Jesú og sögurnar í Biblíunni. „Það er nokkuð
áhugavert að mínu mati.“
Kristín Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýs-
ingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar,
segir landsmenn hafa tekið vel á móti
fermingarbörnunum. Þau söfnuðu
7.832.672 krónum en beinn kostnaður
við söfnunina nam 496.938 krónum.
Áður en börnin héldu af stað fengu
þau fræðslu um þróunarsamvinnu-
verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar en
Douglas og Trudy komu frá verk-
efnasvæðum í Úganda og héldu fleiri
en fjörutíu fræðsluerindi um verkefnin í
fermingarfræðslu og í félagsfræði-
áföngum í framhaldsskólum vítt og
breitt um landið.
Fjáröflun með aðstoð barna í ferm-
ingarfræðslu síðsta haust var sú tutt-
ugasta í röðinni en að henni standa
prestar og annað starfsfólk í sóknum
þjóðkirkjunnar um land allt og er
stuðningur þeirra við Hjálparstarf kirkj-
unnar mikils virði.
Fermingarbörn safna fyrir hjálparstarf kirkjunnar
Douglas og Trudy sýna íslenskum
krökkum snúsnúband sem reyrt er
úr stönglum bananaplöntu.