Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 28

Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fermingar- myndatökur Gjafakort Einstök minning Á gúst segir veganveislur verða æ vinsælli. „Vegan- lífsstíll er alltaf að verða stærri hluti af matar- menningu okkar. Fyrir mér er veganlífsstíll frekar einfald- ur lífsstíll. Sem dæmi þá eru flestir forréttirnir hjá okkur á Bombay vegan og þeir eru vinsælir hjá al- menningi hvort sem þeir eru vegan eða ekki. Einfaldlega af því að þeir eru hollir og smakkast vel. Að mínu mati er mjög auðvelt að elda indverskan veganmat, því töl- fræðin segir okkur að í kringum 60% Indverja eru grænmetisætur – þar af leiðandi er stór hluti af ind- verskum uppskriftum hugsaður fyr- ir þann markhóp. Margir af þessum réttum eru algjörlega vegan.“ Er flexitarian sjálfur Þótt Ágúst sé ekki vegan sjálfur er auðheyrt á honum að hann skilur þennan lífsstíl enda er hann það sem kallast í dag flexitarian – þ.e. vegan hluta af tímanum. Hann er ástríðu- kokkur sem hefur áhuga á að þróa uppskriftir – sem margar hverjar byggjast á kjötafurðum og alls kon- ar hugmyndum. Þess vegna er áskorun fyrir hann að vera vegan einvörðungu. Hvað sér hann áhugavert við veganlífsstílinn? „Það er svo margt. Fólk sem er vegan lifir að mínu mati nokkuð góðu lífi. Það er laust við dýraprótín sem sumum reynist erfitt að melta. Síðan eru margir sem láta sig dýra- vernd varða enda hugnast ekki öll- um að borða dýr. Mér finnst þetta hugsandi og oft á tíðum gott fólk sem er að vinna í sér á mörgum sviðum. Eins eru margir á þessu mataræði út af umhverfissjónar- miðum. Þeir sem eru vegan og koma að borða hjá mér eru mestmegnis ungt fólk en ég sé sífellt fleiri af eldri kynslóðinni hoppa í bátinn. Þegar ég hlusta á sögu eldra fólks heyri ég að það hafi breytt til út af áföllum, sumir hafa fengið sjúkdóma sem þeir eru að breyta mataræði sínu fyrir og fleira í þeim dúr. Mér finnst einnig flottir þeir krakkar sem taka þessa ákvörðun núna til að koma í veg fyrir vandamál í framtíðinni, hvort heldur sem er í umhverfinu, hjá dýrum eða þeim sjálfum heilsu- farslega.“ Ágústi finnst veganfermingar- veislur flottar því það sé smart að deila upplifun með fólki. „Þeir sem hafa aldrei hugleitt það að verða vegan geta litið á vegan- veisluborð sem gjöf til þeirra frá fermingarbarninu. Ég get svo sannarlega tekið undir að þetta sé gjöf en ekki gjald að hafa í veislu, því ég vel reglulega að vera vegan og það gerir líkamanum mjög gott. Uppskriftirnar eru ljúffengar og mér finnst þvílíkt spennandi að setja saman heilt boð í þessum stíl.“ Fær erlenda vegankokka heim Ágúst er mikill sérfræðingur í matargerð og sækir sér reglulega þekkingu meðal annars erlendis. „Út af þessari kröfu í samfélaginu og aukinni eftirspurn eftir vegan- réttum á matseðlinum okkar hef ég verið að fá erlenda gestakokka frá Mumbay, sem eru sérfróðir um veganmat. Þegar maður hefur svona ástríðu fyrir mat og matargerð eins og ég þá liggja fjölmörg tækifæri í svona nýjum stefnum. Það er ekki nóg að kunna að elda fyrir fólk sem er vegan að mínu mati, maður verð- ur að setja hjartað í verkefnið og skilja hugmyndafræðina og halda áfram að þróa uppskriftir þar til þær verða algjörlega samkeppnis- hæfar við annan mat á matseðlinum. Ég hef ótrúlega gaman af því að finna eitthvað virkilega gott að setja í matinn í staðinn fryir hefðbundnar dýraafurðir. Það kæmi fólki á óvart hversu margir góðir staðgenglar eru til í matargerð.“ Það er auðheyrt á Ágústi að heilsusamlegur matur er hans teg- und af mat. „Já, og indverskur matur er yfir- höfuð hollur. Við notum íslenskt ferskt hráefni, heilnæmt krydd og kald pressaða ólífuolíu. Mér finnst ákveðinn heiðarleiki fólginn í því að sæta sem dæmi mat með náttúru- legum afurðum. Að setja rúsínur og döðlur í mat í stað þess að nota hvítan sykur skiptir miklu máli fyrir mig svo dæmi séu tekin. Það eru bara allt of margar rannsóknir sem sýna neikvæð áhrif hvíts sykurs á okkur mannfólkið.“ Duglegur að prófa sig áfram Ágúst hefur verið á ketómataræð- inu svo dæmi séu tekin. „Já, ég hef verið að prófa mig áfram með það sem almenningur gerir hverju sinni. Ég byrjaði á ketó en færði mig síðan meira yfir í lágkolvetnafæði sjálfur. Ef maður fer einu sinni reglulega vel í gegnum ketómatarferlið verður maður svo miklu meðvitaðri um allt sem maður setur í matinn. Ég hef einnig prófað að taka allan sykur úr mat og það gekk vel og skilaði mér frábærri líðan. Síðan hef ég núna verið í 180 daga á ketófæði þar sem ég takmarka kolvetni við 20 g á dag og þykir mér það mjög árangursríkt fyrir heilsuna. Það núllstillir mann, afeitrar og hreinsar líkamann. Ég set einnig inn í dagskrána hjá mér reglulega föstu, þar sem ég borða innan til dæmis átta tíma ramma. Þess á milli drekk ég einungis vatn og kaffi.“ Þegar fólk sameinast um að elska barnið Hefur þú fermt sjálfur? „Já, og það var dásamleg stund – mér finnst ferming svo heillandi at- höfn og einnig sú staðreynd að sem dæmi kirkjan er að taka börnin inn á þessum tíma í kristinna manna samfélag. Ég ber virðingu fyrir öll- um trúarbrögðum og auðvitað einn- ig þeim sem velja borgaralega ferm- ingu, þar sem mér finnst það hlut- verk okkar mannfólksins að bera virðingu fyrir skoðunum og ákvörð- unum hvert annars.“ Ertu trúaður? „Já, trúin er minn vegvísir í lífinu. Þetta er ansi stór spurning og ég er ekki viss um hvernig maður talar um svona í viðtali. En ég get útskýrt að ég finn fyrir mínum æðri mætti í daglega lífinu. Þetta hefur gerst á mjög einfaldan og fallegan hátt í gegnum árin hjá mér. Allar ákvarð- anir eru síðan í takt við þetta, og litla dæmið hér að ofan þar sem ég lýsi hvernig ég geri réttina mína sæta með náttúrulegum leiðum er bara mín leið til að setja kærleikann inn í verk- efni líðandi stundar.“ Ágúst segist ekki gera það til að reyna að vera góður heldur sé þetta hluti af því sem nærir hann sjálfan yfir daginn. Að reyna að gera það sem er rétt, samkvæmt þeim gildum sem hann lifir eftir í lífinu. Hvaða ráð viltu gefa foreldrum sem eiga börn sem fermast á þessu ári? „Bara fyrst og fremst að þeir sníði sér stakk eftir vexti. Ferm- ingin snýst ekki um stærð veisl- unnar eða útlit, það sama má segja um gjafirnar. Í mínum huga snýst fermingin um að fagna með ferm- ingarbarninu, vinum og ættingjum. Til gamans má geta að stundum geta fermingar verið frábært tæki- færi til að leggja sverðin á borðin hjá flóknum fjölskyldum, þar sem hagsmunir barnsins eru settir í fyrirrúm og gleðinni leyft að taka völdin. Þá getur fólk sameinast í að elska barnið og fagnað með því. En auðvitað er ferming fyrir sumar fjöl- skyldur þungt og erfitt ferli, þar sem innkoma fólks er mismunandi og aðstæður manna misjafnar. En við ættum að muna að fyrir Guði eru allir jafnir, þannig að hvort sem þú heldur hagkvæma veislu eða dýra skiptir sá hugur sem athöfninni fylgir mestu máli. Ég er á því að það sé hægt að gera góða veislu án þess að hún kosti of mikið. Til þess þarf að sjálfsögðu að kynnast smekk fermingabarnsins, setja allar vænt- ingar í eðlilegan farveg og svo bara muna að koma með góða skapið inn í undirbúninginn og veisluna. Að sjálfsögðu finnst mér flottustu veisl- urnar þar sem hollur matur, gott skap og kærleikurinn fá að vera í góðu blandi.“ Veganveislur upplifun fyrir gestina Ágúst Reynir Þorsteinsson er áhugamaður um matargerð og heilsusamlegan lífsstíl. Hann stofnaði og rekur Bombay Bazaar ásamt eiginkonu sinni Kittý Johansen. Ágúst gefur ráð um vegan- og ketóveislur. Hann segir slíkar veislur góða gjöf til gesta. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ágúst Reynir er í einu besta formi sem hann hefur verið í til þessa. Hann þakkar það góðu mataræði. Að krydda með sætum ávöxtum sem dæmi er góð og heiðarleg leið. Margir vinsælir réttir á Bombay eru vegan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.