Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Á
stríður hefur alltaf haft
gaman af því að baka.
Síðasta sumar var hún
sjálf með stóra veislu og
langaði að bjóða upp á
makrónur. „Ég hafði fengið þær svo
góðar og fallegar hjá frænku minni
Söru Dögg Gylfadóttur og langaði
þess vegna að bjóða upp á þær hjá
mér.“
Hvernig tengdist þú frænku þinni í
gegnum þetta ferli?
„Það var eiginlega þannig að ég
sendi Söru Dögg frænku minni
svona ca. 20 skilaboð á dag þegar ég
var að hefja ferlið, til að fá aðstoð
sem hún veitti með glöðu geði. Í kjöl-
farið urðum við svo góðar vinkonur
sem deilum sameiginlegum áhuga á
bakstri og fórum meðal annars á
kökuskreytinganámskeið sem var
mjög skemmtilegt.“
Bakarðu mikið að jafnaði?
„Já, og var ung þegar áhuginn
kviknaði. Mér finnst fátt skemmti-
legra en að baka brauð og kökur.
Enda alin upp af móður sem er ákaf-
lega flink að baka og elda góðan
mat.“
Hvaða ráð viltu gefa þeim sem
halda fermingarveislu á þessu ári
tengt makrónum? „Láta vaða, vera
þolinmóður, hafa gaman af og ekki
telja þér trú um að þú getir þetta
ekki. Þetta er vissulega nákvæmnis-
verk og tekur smátíma en er vel þess
virði. Makrónur eru dyntóttar og
baksturinn heppnast ekki alltaf, af
óútskýranlegum ástæðum og þegar
það gerist er ekkert annað í stöðunni
en að byrja aftur með bros á vör. Svo
er líka sniðugt að horfa á myndbönd
á Youtube til að sjá aðferðina.“
Ertu með góða uppskrift sem þú
getur deilt með lesendum?
„Þessi uppskrift hefur reynst mér
best í makrónubakstrinum en svo
Ómótstæðilegar
makrónur
Ástríður Viðarsdóttir viðskiptastjóri hjá Árnasonum er snillingur í eldhúsinu. Hún er
ástríðukokkur og bakari og deilir með lesendum uppskrift að dýrlegum makrónum.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ástríður gerði sér lítið fyrir og bakaði heilan helling af makrónum.
Ástríður Viðars-
dóttir á fallegt eld-
hús þar sem hún
elskar að þróa
góðar uppskriftir,
bæði þegar kemur
að mat og kökum.
SJÁ SÍÐU 32