Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 36
bundið lífrænt hráefni eins og
majó úr repjuolíu og land-
námshænueggjum og
rjómi úr grasfóðruðum
kúm ættu allir að
vera glaðir, meira
að segja veganar,
því það er minna
kolefnisspor en úr
aðfluttu um hálfan
hnöttinn.“
Þegar Áslaug er
spurð að því hvað
sé mest móðins
þegar kemur að mat
í fermingarveislum
segist hún vera hrifin af
hádegisverðarboðum.
„Mér finnst æðislega huggu-
legt að bera fram hádegisverð í
fermingu og svo létt sætmeti á eft-
ir. Kransakakan er löngu orðin
klassík og er á flestum borðum en
fermingarbörnin mörg baka hana
sjálf og skreyta. Þá er strax komið
fjör á borðið. Það eitt gæti líka
dugað í veislu, falleg kransakaka á
miðju hóflega stóru borði skreytt
með hugmyndaflugi barnsins, allir
með eðaldrykk í fallegum glösum,
berjasafi með gosvatni, tónlist við
hæfi, kannski vals og allir brjóta
bita af köku og skála.
Miðað við tíðarandann þá er það
hóflegt sem er málið. Ég man þar
sem ég bjó fyrir nokkrum ára-
tugum þá var ein rjómaterta og
kaffi hressingin í fermingarveisl-
unni. En það er líka allt í lagi að
vera með kúfuð borð og bjóða skól-
anum heim daginn eftir. Ef ég rifja
þær fermingar upp sem ég hef séð
um hafa allar verið farsælar með
sjarma en mjög ólíkar. Pylsupartí
í garðinum, sushi-bitar á öllum
borðum og gestir vopnaðir prjón-
um, brauðtertur, marengs,
snittur og súpuveisla
með brauði.
Nú bankar
fortíðin upp á
og gömlu
tekkbakk-
arnir
komnir í
móð því
fólk vill
halda
veislurnar
heima og þá
er hvert her-
bergi nýtt í
íbúðinni. Það er
gaman að hafa veit-
ingarnar á tekkbökkum
sem tyllt er á hnén,“ segir hún.
Hvert sækir þú innblástur þegar
þú skipuleggur fermingarveislur?
„Mjög mikið í heimsins hefðir.
Biblían hefur oft verið uppspretta í
veislum. Flest allt tengist og því
gaman að flétta saman hefðum eins
og með íslensku lummurnar að
taka smá rússneskt tvist. Ég hef
oft útfært allskonar brauðtertur en
ein af uppáhaldsútfærslunum er
þegar ég lít í Baskaland og „inspír-
erast af Pinox“ frá San Sebastían,
það verður fjörug útgáfa af tert-
unni.“
Hvað myndir þú aldrei bjóða upp
á í fermingarveislu?
„Mér finnst ekki neitt útilokað
en það er ekki sama hvernig það er
framreitt. Ég gæti sagt síld og súr-
sæt sósa en svo er ég viss um að
það gæti heppnast með smá
hugmyndaflugi.“
Er eitthvert sérstakt litaþema
sem þú ert hrifin af þegar kemur
að fermingarveislum?
„Mildir pasteltónar sem minna á
vorið. Ég er einstaklega hrifin af
að blanda saman nokkrum litum úr
regnboganum enda hamingjuhátíð
á ferðinni. Eða bara mikið hvítt og
leyfa tónum úr birkinu að njóta sín
eins og skreytingunum á majónes-
tertunum og veisluborðinu. Mjög
sniðugt að klippa greinar í garð-
inum tveimur til þremur vikum fyr-
ir veislu og setja í vatn og leyfa
blöðum að springa út á sólríkum
stað í stofunni.“
Hvernig þarf fólk að hanna at-
burðarásina til þess að veislan
verði sem best?
„Fyrst þarf að huga að hvernig
veislu á að halda og hvar, hvað
koma margir, á hvaða tíma dags. Í
framhaldinu, hvaða veitingar vilj-
um við bjóða upp á og leggja mikið
púður í að útbúa sjálf veitingarnar,
fá vini og ættingja til að hjálpa eða
aðkeypt, sem eru allir mjög spenn-
andi kostir. Svo þarf fólk að ákveða
hverskonar veitingar eiga að vera.
Er það fingramatur eða matur á
diskum og þá þarf að huga að leir-
taui eða einnota diskum.
Svo þarf að huga að skreyt-
ingum, tónlist, skemmtiatriðum og
leikjum.“
Ertu með einhverja hugmynd að
veitingum ef fólk ætlar ekki að
vera með borðbúnað?
„Já til dæmis lambakebab, græn-
meti, salat, hrærur og sósur, pítu-
eða tuskubrauð sem hver og einn
fyllir að vild. Lamb „street food“ á
Grandanum er með mjög litríkt úr-
val af meðlæti með lambinu og þau
baka sín brauð sjálf svo dæmi sé
tekið,“ segir hún.
Það elska allir að dýfa ávöxtum í súkkulaði. Girnilegt brauðmeti á veisluborðið.
Litrík veisla gerð af Áslaugu.
Blóm og
matur fara vel
saman.
Listaverk
af mat.
Kleinuhringir og fleira góðmeti. Melónur koma sér vel.
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
Föndra | Dalvegi 18 | Kópavogi | s. 568 6500 | fondra.is
Allt fyrir
ferminguna