Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 44

Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 kleinuhringina og makkarónurnar á fallega standa sem við lánum út með veisluföngunum. Það gerir veislu- borðið einstakt.“ Hvað myndirðu aldrei gera tengt fermingum og kökum? „Að mínu mati ættu ekki að vera nein boð og bönn í fermingarveislum. Ef þú ert sem dæmi meistari í súpu- gerð, þá myndi ég bjóða upp á súpu. Ef þú ert frábær í brauðtertum, þá væri góð hugmynd að hafa slíkt í veislunni.“ Ótrúlegar pantanir frá viðskiptavinum Áttu skemmtilega sögu af við- skiptavini fyrir fermingu? „Við leggjum okkur fram um að mæta viðskiptavinum með all- ar beiðnir þegar kemur að sérskreytingum. Við höfum gert þrívíddarlíkan af Hverahlíðar- lögn, andlit- inu á Kim Jong-un og alls konar fleira skemmtilegt og skrítið. Við fengum fyndna fyrirspurn um daginn þar sem viðskiptavinurinn pantaði af- mælisköku með dags fyrirvara. Hann vildi Manchester United-treyju-köku þar sem hægt væri að fletta ofan af búningnum og þar undir væri Liver- pool-treyja! Afmælisbarnið var sumsé Liverpool-aðdáandi. Það tók smátíma að finna út úr þessu. En við reynum alltaf að verða við öllum óskum, sama hversu skrýtnar þær eru.“ 600 manna Taj Mahal-kaka Hvað er það flóknasta sem þú hefur gert? „Við gerðum um daginn 600 manna Taj Mahal-köku fyrir jómfrúarflug Wow til Indlands. Sú kaka var tíma- frek og mikið af smáatriðum en kom ótrúlega vel út þegar hún var tilbúin. Svo varð nú ruglingur á dagsetningum og kakan var sótt degi of snemma og við því hvergi nærri tilbúnar með hana. En við hjálpuðumst að við að klára hana og verkefnið hafðist með góðri samvinnu og smávegis stressi.“ Loksins komin í draumaeldhúsið Eva María flutti í október síðast- liðnum í stærra húsnæði sjálf. „Við vorum búin að vera að leita að stærra húsnæði í svolítinn tíma í okkar hverfi því við vildum ekki fara úr því. Við höfum búið í Smára- hverfinu í Kópavogi síðan 2005 og erum mjög ánægð þar. For- eldrar mínir settu síðan eignina sína í okkar hverfi á sölu. Við höfðum reynslu af því að búa á neðri hæð hússins og erum nú búin að kaupa húsið.“ Foreldrar Evu Maríu tóku allt eld- húsið í gegn fyrir ári. „Við þurftum því ekkert að gera þegar við fluttum inn. Þar sem ég elska að elda gæti ég ekki verið hamingjusamari með að vera loksins komin með draumaeldhúsið mitt til að elda í,“ segir þessi sælkeri sem allt leikur í höndunum á. „Drip“-kökur eru vinsælar í dag. Hægt er að skreyta þær með litlum kökum og blómum. Kleinuhringir eru vinsælir í fermingarveislum í dag. Vel skreytt nakin kaka er alltaf klassísk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.