Morgunblaðið - 15.03.2019, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.03.2019, Qupperneq 64
Agnes og fjölskylda á fermingardaginn. Bjartmar Örn Arnarson, fermingardrengurinn Bergur Bjartmarsson og Agnes Ósk. A gnes Ósk segir að margir séu á því að fermingarveislur séu neikvæð upplifun. „Ég hef heyrt slíkar veislur sem dæmi um hve vandræðalegt „small talk“ getur verið. Þá er gott að hafa í huga að sýna við- mælanda sínum áhuga fremur en að draga stöðugt athygli að sjálf- um sér. Flestum þykir gaman að hitta fólk sem spyr spurninga og hlustar.“ Hvað mælir þú með að foreldrar geri fyrir börnin sín fyrir ferm- ingardaginn? „Hjálpi þeim að undirbúa og bjóða gesti velkomna. Svo er líka mikilvægt að fermingarbarnið fái að njóta sín þennan dag. Flest börn upplifa hann sem stóra stund og ef foreldrar geta haft gleðina og léttleikann að leiðar- ljósi þá verður fermingin að góð- um degi og fallegri minningu.“ Hefur þú fermt? „Ég fermdi elsta drenginn minn sumardaginn fyrsta árið 2016. Geri ráð fyrir að ferma yngri strákana mína árin 2021 og 2022.“ Hvernig var það? „Það kom mér á óvart hve ótrúlega skemmtilegt ferli ferm- ingin er. Allt frá því að mæta í sunnudagsmessurnar, ræða við strákinn minn um stóru spurn- ingar lífsins, velja litaþema, veislusal og baka stríðsterturnar. Dagurinn sjálfur var mikil hátíð þar sem fermingardrengurinn naut sín og gestirnir voru bros- mildir.“ Hvernig þjálfun getur maður fengið í samræðutækni? „Á námskeiðum hjá Dale Carne- gie er samræðutækni þjálfuð. Enda eru góðar samræður dýrmæt leið til að kynnast fólki, styrkja samninga- stöðu sína, efla sjálfstraust og koma hugmyndum sínum til skila. Ein leið sem hægt er að fara til að forðast óþægilegar þagnir er að spyrja fólk út í áhugamál þess, hugðarefni, fjölskylduhagi og vinnu- mál. Kúnstin er að gera það á smekklegan hátt þannig að það virki ekki sem þriðju gráðu yfirheyrsla. Fermingarveislur setja samræður í annað samhengi en t.d. á viðburðum tengdum vinnu.“ Hvaða námskeið eruð þið með fyrir börn á fermingaraldri? „Dale Carnegie-námskeið fyrir ungt fólk eru aldursskipt. Þar eru 10-12 ára börn saman, 13-15 ára unglingar saman í hópi, framhalds- skólaaldurinn (16-19 ára) saman og 20-25 ára eru saman í hópi. Oft koma krakkar til okkar á nám- skeið einmitt til þess að efla sig í tjáningu og bæta viðhorfið fyrir ferminguna. Jafnframt koma sumir til okkar eftir að hafa fengið Dale Carnegie-námskeið í fermingar- gjöf.“ Kanntu góða leiki eða atriði til að gera fermingar skemmtilegar? „Fólk á að vera óhrætt við að fá gestina til að blanda geði hver við annan. Ein leið er að skipta upp í lið til að svara spurningum um ferm- ingarbarnið.“ Hvað með mannasiði í fermingum? „Það er gott að barnið heilsi öllum gestunum og kveðji þá þegar veisl- unni lýkur. Sem gestur ætti maður að bera virðingu fyrir gestgjöfunum og fermingarbarninu sem er í for- grunni. Mæta hreinn, snyrtilegur með bros á vör og sól í hjarta.“ Hvað ætti maður aldrei að gera í fermingum? „Persónulega myndi ég aldrei bjóða upp á veitingar sem ferm- ingarbarnið má ekki sjálft neyta. Þegar áfengi er í boði getur það myndað óþægilega stemningu sem á að mínu mati ekki við.“ Agnes Ósk Sigmundardóttir er Dale Carnegie-þjálfari og verkefnastjóri námskeiða fyrir ungt fólk. Hér gefur hún góð ráð þegar kemur að framkomu í veislum og samræðutækni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Þú getur forðast vandræða- lega fermingarveislu Á námskeiðum hjá Dale Carnegie er samræðu- tækni þjálfuð. Enda eru góðar samræður dýr- mæt leið til að kynnast fólki, styrkja samn- ingastöðu sína, efla sjálfstraust og koma hugmyndum sínum til skila. Ljósmynd/Sóley Ósk 64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Sími 588 0488 | feldur.is FERMINGARGJAFIR 1 2 3 4 5 1) GOLA blárefskragi 16.800 2) DIMMA lambaskinnskragi 12.900 3) BYLGJA silfurrefskragi 26.400 4) Lambaskinnspúði 12.400 5) Lambaskinnspúði 14.500 6) GJÓLA mokkalúffur 9.200 7) BLÍÐA lykklakippa 3.500 8) GLÓRA prjónahúfa 9.500 6 7 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.