Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 74
Hvernig fer undirbúningur fyrir
ferminguna fram hjá ykkur?
„Undirbúningur fyrir fermingu
hefst snemma á haustin með ferm-
ingarfræðslu. Aðalundirbúningur-
inn fyrir ferminguna er sem sagt
fermingarfræðslan sem stendur
yfir allan veturinn. Við förum líka
í Vatnaskóg með krökkunum,
höldum fermingarmót með ferm-
ingarbörnum í Grafarholti og
Árbæ og höldum þemalaugardaga
á vorönn. Sjálf fermingarathöfnin
er síðan skipulögð af prestum,
organistum og starfsfólki kirkj-
unnar. Loks eru fermingarbörnin
kölluð inn, fyrst til að máta kyrtla
og loks á sérstaka æfingu fyrir
sjálfa fermingarathöfnina,“ segir
hann.
Hefur fermingarfræðslan breyst
á undanförnum árum?
„Fermingarfræðslan hefur ekki
breyst í kjarna sínum, en það eru
tveir þættir sem sérstaklega hafa
breyst. Í fyrsta lagi eru það
tæknibreytingar.
Krakkar í dag eru
partur af svo-
kallaðri skjá-
kynslóð
sem er
vön að
nálgast
efni í
gegnum
skjái og
snjall-
tæki. Við í
Grafarvogs-
kirkju höfum
því gert tilraunir
með það að miðla
hluta af fermingarefninu
þannig. Í öðru lagi þá er aukin
áhersla í samtímamenningu á
mikilvægi upplifunar. Við höfum
því viljað hjálpa fermingarbörnum
að skilja að að baki fræðslunni er
lifandi samband við þann Guð sem
fræðslan fjallar um. Trúin
er veruháttur og raun-
veruleg upplifun.“
Hvernig líta
krakkar í dag á
ferminguna,
að þínu mati?
„Krakk-
arnir eru á
mismunandi
stað í sínu
trúarferða-
lagi, alveg eins
og fullorðið fólk.
Í heild myndi ég
segja að þau væru
forvitin og opin gagn-
vart þessum stærsta leyndar-
dómi mannlegrar tilveru. Nógu
forvitin og nógu opin til þess að
hafna ekki barnaskírninni sinni,
heldur staðfesta að þau vilja halda
Krakkar í dag eru forvitnir
Dr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur verið prestur hjá Grafarvogskirkju í yfir
tvö ár. Hann segir fermingarfræðslu þeirra í kirkjunni í grunninn þá sömu og
áður hefur tíðkast en tæknin og upplifun leika nú stærra hlutverk en áður.
Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com
74 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
Bæjarlind 6 | sími 554 7030 • Við erum á facebook
Kjóll
Kr. 8.990
Str. S-XXL
Fleiri litir og munstur
Jakki
Kr. 11.900
Str. 40-56
Fyrir veislurnar
Þ
að hafa margir heyrt
talað um Kristínu Þórs-
dóttur sem hefur tjáð
sig af krafti um það að
vera aðstandandi eigin-
manns með krabbamein. Hún
kynntist Kristjáni Birni Tryggva-
syni, Kidda, átján ára gömul og
var það að hennar sögn ást við
fyrstu sýn.
Ást við fyrstu sýn
„Við áttum einstakt samband
sem grundvallaðist á aðdáun og
virðingu en ekki síst á vinskap
okkar á milli. Hann lést úr
krabbameini árið 2017 og hafði þá
verið með krabbamein í ellefu ár
með smáhléi.“
Kristín segist ekki vilja draga úr
þeirri áskorun sem það felur í sér
að eiga eiginmann sem er veikur
en samband þeirra hafi leitt hana
inn á veg sjálfsvinnu þar sem hún
fann sjálfsvirðinguna sem hún býr
yfir í dag og gefur fólki áfram,
m.a. sem ACC-markþjálfi.
Hún stofnaði Eldmóð mark-
þjálfun en starfar einnig sem
markþjálfi hjá Krafti. Um þessar
mundir er hún í framhaldsnámi í
markþjálfun frá Evolvia ásamt því
að vera að læra kynlífsmark-
þjálfun í fjarnámi frá Kaliforníu.
Hún kom að fermingarfræðslu
barna í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
á þessu ári þar sem hún ræddi
meðal annars mikilvægi þess að
setja mörk í kynlífi og það að
fermingarbörn séu meðvituð um
sjálfsvirðinguna.
Forvarnarfyrirlestur um
kynheilbrigði
Kristín segist hafa orðið mjög
hissa þegar Sigríður Kristín prest-
ur hafði samband við hana. „Engu
að síður fannst mér þetta ótrúlega
flott hjá þeim, að vilja bæta
fræðslu um sjálfsmynd og kynheil-
brigði inn í fermingarfræðsluna.“
Hún segir að sig hafi alltaf lang-
að til að verða kynfræðingur þegar
hún var ung stelpa. „Reyndar hár-
greiðslukona líka en ég valdi mér
að fara í viðskiptafræði þar sem ég
ákvað að fylgja hópnum í stað þess
að fylgja eigin sannfæringu. Ég
taldi þá ákvörðun svalari fyrir
samfélagið sem við búum í í dag.
Ég hafði alltaf haft mjög brengl-
aða sjálfsmynd, ég man sem dæmi
eftir að hafa verið ung að árum
þegar mér fannst ég ekki nógu
sæt og flott og ég reif mig niður af
því ég gat ekki teiknað eins vel og
vinkonur mínar. Kannski var ég
pínulítið týnda barnið í leit að
viðurkenningu og fann mínar leiðir
með það,“ segir hún og heldur
áfram:
„En ég á góða fjölskyldu og góð-
ar vinkonur í gegnum alla barn-
æskuna.“
Kynlíf getur verið
æðislegt en líka hræðilegt
Kristín er á því að þegar hún
var unglingur hafi fræðsla um
kynheilbrigði verið af skornum
skammti.
„Það eina sem talað var um voru
blæðingar og kynsjúkdómar. Þetta
var meira svona hræðsluáróður
frekar en bein fræðsla. Það var
heldur ekkert hægt að leit sér
upplýsinga á netinu um þessa
hluti. Sem betur fer er umhverfið
öðruvísi í dag. Sem dæmi má
nefna að ég vissi ekki einu sinni að
það væri eðlilegt að stunda
sjálfsfróun og fannst eins og ég
væri að gera eitthvað sem ég
mætti ekki. Ég ræði það við
krakkana að þetta er eðlilegasti
hlutur í heimi og mjög mikilvægt
til þess að læra að þekkja líkama
sinn.
Mér finnst mikilvægt að opna á
þessa umræðu við krakka á ferm-
ingaraldri. Eins tala ég um út frá
eigin reynslu hvernig kynlíf getur
verið æðislegt en það getur líka
verið hræðilegt. Það hef ég prófað
á eigin skinni. Í þessu samhengi
tala ég um mikilvægi þess að
krakkarnir hlusti á sína innri rödd
þegar þau prófa sig áfram í kyn-
lífi. Hversu mikilvægt sé að setja
mörk og að þau finni hvernig þeim
líður á eftir. Að þau þjóni sér en
fylgi ekki hópnum. Virði sig og
einnig virði mörk annarra á þessu
sviði.“
Lamaðist af ótta
þegar henni var nauðgað
Kristín nær vel til krakka á
fermingaraldri með því að tala á
heiðarlegan og opinskáan hátt.
Forvörn
um kyn-
heilbrigði
Kristín Þórsdóttir er með forvarnarfræðslu fyrir
fermingarbörn um kynheilbrigði, sterka sjálfs-
mynd og það að setja mörk. Hún segir mikil-
vægt að krakkar séu ekki að „fixa“ sig á öðru
fólki og til þess þurfi þau fræðslu.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Hluti af fermingarfræðslu í
Fríkirkjunni í Hafnafirði var
fyrirlestur Kristínar um kynheil-
brigði og sterka sjálfsmynd.