Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 79
hvernig kúlurnar voru allar í mis-
munandi stærðum, en hvernig þær
smökkuðust allar eins í munni. Ef
við horfum á fólk út frá þessari
hugmynd og einblínum á hjarta
hvers og eins í stað útlits – eins
og Jesús vildi að við gerðum, þá
erum við á þessu fallega ferðalagi
sem við ættum að vera á sam-
kvæmt mínum skilningi á trúnni.“
Hverju þurfa fermingarbörn
helst á að halda?
„Það er í raun og veru minn
draumur að öll fermingarbörnin
hafi sterka sjálfsmynd. Ég hef
ekki alltaf haft hana í gegnum tíð-
ina og það var kjarninn í svo
mörgu sem var að hjá mér á
ákveðnum tíma. Auðvitað nota ég
hefðbundið efni í fermingar-
fræðsluna svo sem að kenna börn-
unum að fletta upp í Biblíunni, við
segjum Biblíusögur en ég fer
einnig yfir efni sem er ekki í bók-
um. Það sem gerir okkur mann-
leg. Þegar við gerum eitthvað sem
ekki er æskilegt að við gerum. Við
þurfum ekki að brjóta okkur niður
fyrir það. Ég sýni þeim stuttmynd
um konu sem fór út af sinni braut
og endaði ein – sem reis upp með
Guðs hjálp og er orðin heil að
nýju. Síðan finnst mér svo mikil-
vægt að kenna fermingarbörnum
að það eru allir að kljást við sín
verkefni í lífinu og við getum aldr-
ei vitað hver þau verða. Í raun
reyni ég að segja þeim allt sem ég
myndi vilja segja við 14 ára Nóa
ef ég gæti spólað til baka og gefið
honum ráð fyrir framtíðina. Það
sem ég hefði viljað vita og fara
með út í lífið.“
Þar sem höfuðið er
fjær en hjartað nær
Hvað er það erfiðasta í starfi
presta að þínu mati – hvenær
þarftu að stíga til hliðar og verða
verkfæri Guðs?
„Fyrst og fremst í aðstæðum
þar sem er mikill harmur og sorg.
Þar sem ég get ekki sagt neitt
sem getur lagað aðstæðurnar. Ég
er sem dæmi nýkominn úr að-
stæðum þar sem um var að ræða
sjálfsvíg hjá ungum manni og því
fylgir alltaf mikill harmur. Ekki
bara sorg, heldur þessi spurning
hjá aðstandendum – hvað hefði ég
getað gert öðruvísi? Hvernig hefði
ég átt að stíga inn betur? Þá færi
ég höfuðið fjær og hjartað nær.
Ég reyni ekki að vera skynsamur
með lausnir, vegna þess að þá er
maður bara að fylla í eyðurnar og
segir bara einhverja vitleysu. Ég
mæti í þannig aðstæður með opið
hjartað og reyni bara að vera
framlenging – ég bið um heilagan
anda og að ég fái að vera verkfæri
Guðs.“
Nói segir að stundum þurfum
við í lífinu að sætta okkur við að
fá ekki svör við öllu. Í aðstæðum
sem þessum sé sjálfsásökun svo
niðurbrjótandi og vond.
Nói segir að fyrir börnin sé svo
mikilvægt að þau viti að hann er
ekki bara Nói prestur heldur einn-
ig vinur þeirra. „Þau geta haft
samband ef þau langar að tala við
vin. Það má vera í dag, á morgun
eða eftir þrjú ár – í raun hvenær
sem hentar þeim. Ég vil að þau
viti að lífið er aldrei það ómögu-
legt að ekki sé hægt að setjast
niður og ræða saman. Fyrsta
skrefið er alltaf að koma og hitt-
ast í trúnaði. Með þessa hugmynd
vil ég að þau fari út í lífið og hugsi
síðan til mín kannski seinna þegar
verkefni lífsins byrja að banka
upp á.
Málefni eins og samkynhneigð
er Nóa hugleikið. Hann segir að í
raun og veru ættu ekki að vera
settar meiri tilfinningar í orðið en
það að fólk sé örvhent. „Ég vil
ekki að fólk þurfi að koma út úr
skápnum. Því ég vil ekki að neinn
þurfi að fara inn í einhvern skáp.
Ég reyni á mínu heimili að tala
um maka – ekki kyn. Þannig er ég
ekki búinn að setja neinar hug-
myndir inn til barnanna minna um
hvað sé eðlilegt að elska og hvað
ekki.
Það sem færði hann nær trúnni
Hvað um eitraða karlmennsku
og karlmenn og tilfinningar?
„Ég reyni að segja mína sögu til
að leggja áherslu á málefni er
varða tilfinningar – og þá hjá bæði
stelpum og strákum.
Mín saga er sú að þegar ég var
unglingur var ég gerandi í einelti.
Ég var rosalega harður sem ung-
lingur við einn ákveðinn strák, síð-
an þegar ég varð nítján ára og átti
von á mínu fyrsta barni þá hugs-
aði ég með mér hvernig líf ég vildi
skapa fyrir hann. Ég vissi að við
ættum von á strák og ég fann
djúpt innra með mér að mig lang-
aði að hann myndi fæðast inn í
heiminn og eignast vini. Að honum
liði vel í skóla og fleira í þeim dúr.
Ég fann einnig að mig langaði
ekki að hann myndi lenda í mér
eins og ég var á vissum tíma. Þá
fann ég djúpt innra með mér
þessa skömm vegna þess hvernig
ég hafði komið fram sjálfur. Ég
reyndi að finna kraft til þess að
hafa samband við þann sem ég
hafði ekki verið góður við. Ég vildi
sýna iðrun og innra með mér bjó
jafnvel sú hugmynd að við gætum
orðið vinir. Ég hringdi í hann en
mig skorti kraft til að fylgja þessu
eftir. Ég lét nokkra daga líða, en
síðan þegar ég ætlaði að hafa
samband við hann aftur, þá frétti
ég að hann hefði látist af slys-
förum.
Ég náði ekki að koma afsök-
unarbeiðni minni til hans eða að
sýna honum iðrun fyrir hegðun
mína. Ég notaði trúna til að koma
mér í gegnum þessa erfiðu lífs-
reynslu og það sem talaði mikið til
mín var það sem Jesús sagði þeg-
ar hann hékk á krossinum og
sagði: „Faðir fyrirgef þeim því
þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“
(Lúk 23.34) Jesús hékk á kross-
inum og sagði þessi orð. En hann
hefði leikandi getað sagt að hann
fyrirgæfi þeim öllum. En hann
sagði það ekki. Líklega vegna þess
að hann var ekki tilbúinn til þess
sjálfur, en hann benti á þann
möguleika að hver og einn getur
leitað fyrirgefningar frá Guði.“
Ég er sem dæmi nýkominn úr aðstæðum þar
sem um var að ræða sjálfsvíg hjá ungum
manni og því fylgir alltaf mikill harmur. Ekki
bara sorg, heldur þessi spurning hjá aðstand-
endum – hvað hefði ég getað gert öðruvísi?
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 79
Mi Iceland | 537-1800 | mii@mii.is | www.mii.is
Flottar fermingargjafir
Mi Band 3
MITU Mini RC drone
Mi Mix 3 Mi A2 Lite
Mi Band 3 er hágæða
heilsu- og snjallúr
sem býður upp á ótal
marga möguleika.
Úrið er vatns- og
rykvarið með
5 ATM-staðli
Mi Mix 3 er sími fyrir
kröfuhörðustu notend-
urnar sem vilja allt það
nútímalegasta og með
öllum nýjustu möguleik-
unum. Framhliðin er
öll þakin skjá en fram-
myndavélin er falin
í millirými símans sem
hægt er að renna upp.
Mi A2 Lite er
ódýrari útgáfan
af Mi A2 en engu
að síður virkilega
öflugur og flottur
sími á verði sem
erfitt er að toppa.
Mi Iceland er vefverslun sem sendir frítt hvert á land sem er
Fleiri hugmyndir af flottum fermingargjöfum á mii.is
Mi Electric Scooter er
rafmagnshlaupahjól
sem er búið til úr
samskonar áli og
notað er í flugvélar.
Auðvelt er að brjóta
hjólið saman og
halda á því.
Fylgstu með
í appinu
8.990 kr. 79.990 kr.
12.990 kr.
89.990 kr.
frá 29.990 kr.
5.990 kr.
Ódýr og endingar-
góður dróni frá
Xiaomi fyrir þá sem
vilja notendavæna
og skemmtilega
upplifun!
Drónanum er
stjórnað með smá-
forriti úr símanum.
Mi Selfie Stick Tripod er
skemmtileg græja sem er
ekki bara venjulegt Selfie
stick, þetta er einnig
hægt að nota sem þrífót.
Það kemur einnig með
innbyggð fjarstýring sem
hægt er að nota til þess
að taka myndir.
Mi Electric Scooter
Mi Selfie Stick Tripod
Þegar kemur að fermingum þarf
ekki að kosta of miklu til. Stundum
getur verið gaman að skreyta hluti
og muni sem við eigum heima fyrir,
eða í geymslunni ef því er að skipta.
Gamlar ferðatöskur, bækur sem á
að henda, myndir og stell fá stað í
rómantískum veislum ef við höfum
áhuga á slíku.
Blaðsíður úr gömlum bókum er
dýrleg hugmynd í stað borðdúks.
Kostar ekki neitt og er fallegt og
skapandi.
Að skreyta úr
því sem til er
Að dreifa grænum blöðum á veislu-
borðið er alltaf vinsælt.
Blómahaf í gamaldags töskum er
nokkuð sem grípur augað.
Ef maður rekst á gamlar myndir er
hægt að láta prenta þær út í fleiri
eintökum. Það setur sögulegt
þema í boðið.
Sósukanna úr gömlu búi
fallega skreytt með blóm-
um er prýðilegur vasi.