Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Page 5
eru ekki verkföll þá er það hnattræn hlýnun
eða mengun eða stríð. Fréttir af dýrum sem
tekst að bjarga eru eins og ferskur andblær.
Þær sýna okkur gæsku og möguleika fólks til
að láta gott af sér leiða.
Alveg eins og mér finnst frétt síðustu viku
hafa verið sú sem fjallaði um feitlagna rottu
sem var bjargað eftir hún hafði fest sig í ræsi í
þýskum smábæ. Átta slökkviliðsmenn björg-
uðu henni og hún hljóp glöð og kát niður í ræs-
ið. Sá sem stjórnaði björgunaraðgerðum sagði
að jafnvel dýr sem margir þola ekki ættu skilið
virðingu.
Hvað sem fólki finnst um rottur þá eru þetta
falleg skilaboð. Þetta eru fréttir sem segja að
okkur sé viðbjargandi.
Ég er alls ekki að segja að við eigum að
hætta að segja fréttir af öllu sem gerist í heim-
inum og „skiptir máli“ í stóru myndinni. Alls
ekki. Það er hlutverk okkar sem vinnum við
fjölmiðla að halda fólki upplýstu. Fólk á að
geta leitað í fjölmiðla til að sjá stöðuna í þjóð-
’Þegar þetta er skrifað hafaverkföll verið úrskurðuð lögleg, með öllu sem því fylgir, enþað er meiri áhugi hjá hinum
almenna lesanda á því hvernig
Ásdís Rán býr og að Björn Bragi
sé að selja fallegu íbúðina sína
með draumasvölunum.
sig sjálf úr Húsdýragarðinum.
Þetta tengist í raun allt að því óbrúanlegu
bili á milli þess sem fólk vill lesa og þess sem
annað fólk telur rétt að það lesi. Þegar þetta er
skrifað hafa verkföll verið úrskurðuð lögleg,
með öllu sem því fylgir, en það er meiri áhugi
hjá hinum almenna lesanda á því hvernig Ás-
dís Rán býr og að Björn Bragi sé að selja fal-
legu íbúðina sína með draumasvölunum.
Af hverju ætli þetta sé svona? Eru frétta-
menn kannski almennt bara að misskilja starf
sitt svona rosalega? Eða getur verið að fólk sé
búið að fá nóg af hörmungarfréttum um svif-
ryk, ofurbakteríur og þriðja orkupakkann?
Mér finnst það síðarnefnda vera líklegra.
Við fáum endalausar fréttir af því hvernig allt
sé í raun á leiðinni lóðbeint til helvítis. Ef það
félaginu og þeir eiga að veita stjórnvöldum að-
hald og fylgjast með rekstri hins opinbera, svo
dæmi sé tekið.
En við verðum líka að bera virðingu fyrir því
sem fólk vill lesa og halda áfram að gera fréttir
sem gefa fólki von um að kannski sé ekki allt í
heiminum á leiðinni fjandans til.
Þetta eru líka fréttir sem allir skilja. Hér er
ekki verið að takast á um flókin lögfræðileg
ágreiningsefni eða illskiljanlegar deilur sem
eru vandlega flæktar með ólíkum skilningi á
sömu rannsóknum eða kaffærð í línuritum og
gröfum.
Ef þið trúið mér ekki þá skuluð þið reyna að
finna aðra skýringu á því af hverju það eru
fleiri myndir af krúttlegum kisum en stjórn-
málamönnum á netinu.
10.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5
arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka
Flestum Íslendingum
finnst Arion appið
besta bankaappið
Samkvæmt könnun MMR í nóvember 2018 sögðu 50,2% svarenda Arion appið
vera besta bankaappið, helmingi fleiri en nefndu öpp annarra banka.
Nú er Arion appið orðið enn betra.
eins kílómetra fjarlægð frá heimili
sínu og vaða eða ganga á ótraust-
um ís yfir á til að komast heim á
veturna. Eftir umfjöllun um málið
samþykkti borgarráð seint á síð-
asta ári að leggja héraðsveg heim
að Þverárkoti og deila kostnaði til
helminga með Vegagerðinni.
Allt er gott sem endar vel
Sveinn fylgdist að vonum spenntur
með framkvæmdinni og segir hana
meiri en hann bjóst við. „Það er bú-
ið að vera ófært undanfarna tvo til
þrjá daga vegna framkvæmdanna
en nú er vegurinn opinn. Þeir eru
raunar ennþá þarna að ljúka verk-
inu og þetta er hörkuvel gert hjá
þeim. Ekki er annað hægt en að
vera ánægður með þetta. Allt er
gott sem endar vel,“ segir Sveinn
og bætir við að á þessum tímamót-
um sé sér þakklæti efst í huga til
allra sem komu að framkvæmdinni.
Sveinn festi kaup á Þverárkoti
fyrir þrjátíu árum; fyrst var það
raunar sumarbústaður en undan-
farinn aldarfjórðung hefur hann
haft þar fasta búsetu árið um
kring.
Sveinn verður áttræður í sumar
og átti fyrir vikið ekki hægt um vik
að vaða yfir ána að vetrarlagi. „Nýi
vegurinn gerir mér ekki aðeins
kleift að búa áfram í Þverárkoti
heldur verður nú líka meiri fé-
lagsskapur í vændum. Það eru
rosalegar sveiflur í ánni á veturna,
eins og gengur með svona fjalla-
sprænur,“ segir Sveinn.
Í umfjöllun Sunnudagsblaðsins í
fyrra kom fram að í nokkrar vikur
á hverjum vetri hefði Sveinn þurft
að leggja jeppa sínum við næsta
bæ, Hrafnhóla, og ganga yfir tún
og svo yfir ána Þverá. „Þetta losar
um kílómetra, leiðin sem ég fer
þarna yfir. Það eru svo misjafnar
aðstæður, stundum á ís og stundum
veður maður bara yfir. Það er ekki
hægt að vera á venjulegum stíg-
vélum, maður þarf að vera í klof-
stígvélum. Það eru svo miklar
sveiflur í svona fjallalækjum. Þegar
það er rigning og snjóbráð getur
þetta verið eins og straumhart
stórfljót,“ sagði Sveinn í fyrra.
Ók á móti sjúkrabílnum
Frá því var greint í Morgunblaðinu
um miðjan janúar síðastliðinn að
Sveinn hefði sjálfur þurft að aka yf-
ir ána á móti sjúkrabíl eftir að
hann veiktist skyndilega og þurfti
að komast undir læknishendur.
Hjá Vegagerðinni fengust þær
upplýsingar að framkvæmdum
myndi líklega ljúka í gær, föstudag,
og hafa þær gengið greitt og vel
fyrir sig. Verktaki er Suðurtak.
Lítið vatn var í ánni og ekki frost,
sem auðveldaði framkvæmdir. Sveinn Sigurjónsson og Kolbrún Anna Sveinsdóttir, dóttir hans, í Þverárkoti.
Morgunblaðið/RAX