Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 VETTVANGUR Þegar við horfum til baka yfirsíðustu aldir í sögu okkarsjáum við fyrir okkur bændur, sjómenn og skáld. Þetta er kjarninn í sjálfsmynd Ís- lendinga fyrri alda í huga okkar flestra. Í nýrri skýrslu sem forsætisráð- herra lét vinna um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna kemur hins vegar fram að meira en fjórða hvert starf á ís- lenskum vinnumarkaði telst mjög lík- legt til að verða sjálfvirknivætt á næstu 10 til 15 árum. Það hefur allt aðra skírskotun til sjálfsmyndar okk- ar, ekki einungis síðustu alda, heldur einnig dagsins í dag. Það er framandi hugsun og jafnvel erfið og óttablandin. Margir eflaust óttast að við mun- um horfa til baka til okkar tíma með öfundaraugum og fortíðarþrá í brjósti, og hugsa með okkur: „Veröld sem var“, líkt og Stefan Zweig gerði þegar hann horfði til baka frá sjón- arhóli tveggja heimsstyrjalda aftur til öryggisins sem einkenni alda- mótaárið 1900. Þessi spurning verð- ur sífellt áleitnari eftir því sem um- ræðan vex og þroskast um fjórðu iðnbyltinguna og mögulegar afleið- ingar hennar. Það er ábyrgðarhluti að spyrja hversu björt framtíðin er sem hún boðar og finna svörin við þeim áskorunum sem hún ber í skauti sér. Hvað verður um loforð frjálslyndisstefnunnar? Yuval Noah Harari kemur inn á þetta viðfangsefni í bók sinni „Tuttugu og ein lexía fyrir tuttugustu og fyrstu öldina“, þar sem hann setur fjórðu iðnbyltinguna í áhugavert og upplýs- andi samhengi við hugmyndasögu síðustu áratuga. Harari bendir á að á fyrri hluta tuttugustu aldar kepptu í megindráttum þrjú kenningakerfi um hylli heimsbyggðarinnar: fasism- inn, kommúnisminn, og frjálslynd- isstefnan eða líberalisminn, með áherslu sína á frelsi einstaklingsins og frjáls viðskipti. Á seinni hluta ald- arinnar hafði fasisminn orðið undir og undir lok aldarinnar, eftir hrun Berl- ínarmúrsins og fall Sovétríkjanna, var kommúnisminn afgreiddur og þá stóð frjálslyndisstefnan ein eftir sem trúverðugt leiðarljós mannkyns. Það var aðeins talið tímaspursmál hvenær öll lönd tækju upp hennar merki. „Mannkynssögunni er lokið“ var sagt. „Frjálslyndisstefnan mun sigra og hún mun ríkja ein.“ Enda bar hún árangur og góðan ávöxt í formi sífellt betri lífskjara, öll- um til handa. Framtíðin var björt og sífellt bjartari. Hver kynslóð myndi hafa það betra en sú næsta á undan. Árleg kaupmáttaraukning var nátt- úrulögmál. Þetta er nánast loforð líb- Veröld sem verður Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka *Skv. MMR 2018 Prófaðu besta bankaappið Vöruúrval a u r Þarftu að brúa bilið? Staða Ógreitt Millifæra Rafr n skj l e Núlán Snertilaust ort Debe eikningur Fjöl reytt úrval Kr ditkort Fjölbreytt úrval Sparnaðarreikningur Allir geta sótt Arion appið og nýtt sér þá þjónustu sem þeim hentar. Það tekur innan við mínútu að sækja það og um leið getur þú notað appið til að: stofna reikninga sækja um debet- og kreditkort byrja reglulegan sparnað Það eina sem þú þarft eru snjalltæki og rafræn skilríki. sækja um Núlán og margt fleira * Segja má að lestur sé lykilinn aðöllum öðrum lyklum hvaðvarðar allt nám, þekkingarleit og þekkingarþróun. Börn, unglingar og fullorðnir geta einnig öðlast gleði og átt góðar stundir við bóklestur. Við sem þjóð eigum því að sjá metn- að okkar í því að allir sem eiga þess kost ættu að læra að lesa og hafa að- gang að skemmtilegum og fræðandi bókum til að lesa á bókasöfnum. Við megum ekki gleyma því að lestur er færni sem þarfnast mikillar þjálf- unar. Rannsóknir sýna að sérhæfð þjálfun byggir upp net af tauga- frumum, eða nokkurs konar „snaga“. Það má segja að færni megi bæði skoða sem „magn“ og „gæði“. Það er að segja magn tengist þeirri færni og þekkingu sem við höfum – það má líta á þetta eins og marga litla snaga, eins konar yfirborðsþekkingu. Dæmi væri einstaklingur sem vissi að Hall- dór Kiljan Laxness skrifaði fjölda bóka eins og Sjálfstætt fólk og Ís- landsklukkuna, en hefði ekki lesið neina af þeim. Gæði tengist því að sumir snagarnir eru orðnir stórir og öflugir. Sem dæmi getur annar ein- staklingur haft mikla og djúpa kunn- áttu á verkum Laxness. Hann hefur lesið margar af hans bókum og veit hvað þær fjalla um. Hann hefur byggt upp snaga sem tengjast Kiljan Laxness. Sem foreldrar, kennarar og aðrir sem vinna með börnum þá verðum við að ákveða hvaða snaga við viljum gera stóra og öfluga – sem sagt vinna með í gegnum náms- ferilinn frá yfirborðsþekkingu til djúprar þekkingar. Sú þekking sem börn og unglingar öðlast í gagn- fræðaskóla er mikilvæg. Rannsóknir fræðimanna sýna fram á mikilvægi einkunna í lok grunnskóla fyrir ár- angur í framhaldsskóla. Í Noregi er gefið hæst 6. Rannsókn sýndi að þeir sem fá 2 eða 2,5 hafa 20% möguleika á að klára framhaldsskóla. Þeir sem fá hins vegar 4 eða 4,5 hafa 90% möguleika á að klára framhaldskóla. Staða okkar Hvernig er staða íslenskra 15 ára unglinga? Í PISA, stórri alþjóðlegri könnun, kemur í ljós að við erum nr. 35 af 69 löndum. 28% drengja geta ekki lesið sér til gagns, eru á 1. stigi og 28% á 2. stigi. Sem sagt, samtals 56% á fyrstu tveimur stigum les- skilnings. 15% stúlkna eru á 1. stigi 1 og 25% eru á 2. stigi. Þetta er al- gjörlega óásættanleg staða hjá bóka- þjóðinni sem hefur getið af sér mik- ilvægar bókmenntir til heimsins. Þessu verða stjórnvöld að taka á með foreldrum og kennurum. Af hinum löndunum á Norðurlöndum skora Finnar best og eru nr. 4 af 69 löndum í PISA. Finnskar stúlkur eru nr. 1 og finnskir drengir eru í 7. sæti. Á Ís- landi falla á sama tíma fjórir af hverj- um tíu út úr framhaldsskóla. Mjög sennilega tengist það slæmum ár- angri í grunnskóla og mögulega erf- iðleikum í lestri hjá mörgum. Þetta er ekki gott fyrir samkeppnishæfi okkar Íslendinga. PISA sýnir líka fram á kynjamismun í öllum 69 lönd- unum sem taka þátt, stúlkur eru al- mennt betri en drengir í lestri. Ís- land er eitt af þeim löndum þar sem munurinn er mestur. Í þessu sam- hengi er vert að skoða niðurstöður nokkurra rannsókna. Þær sýna m.a. að minna er talað við drengi frá fæð- ingu, sem tengist umhverfi, drengir babbla minna við 10 mánaða aldur en stúlkur sem væntanlega tengist meira erfðum. Okkar rannsóknir sýna að við 5-6 ára aldur, þegar börn byrja í skólanum, er kynjamismunur í bókstaf-hljóða kunnáttu, sem er mikilvægasti þátturinn fyrir lestr- arfærni. Stelpur kunna mun fleiri bókstafi og hljóð þeirra þegar þær byrja í skóla en strákar. Þær sýna líka að bilið milli stúlkna og drengja helst í gegnum fyrsta árið í skól- anum. Í byrjun skólans kunna 11% af börnunum að lesa, þar af eru 70% stúlkur, í lok skólaársins kunna 27% ekki að lesa þar af 70% drengir (norsk rannsókn). Þannig má segja Læsi til framtíðar Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.